Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1931, Qupperneq 4

Fálkinn - 12.12.1931, Qupperneq 4
4 F Á L K I N N Stóri Kláus og Litli Kláus Þessar Ivær myndir eni af áf- hjúpun minnisvarða Hannesar Hafstein 1. desember síðastlið- inn. Sjest líkneskið óafhjúpað á annari myndinni oy Matthías Ólafsson við fótstallinn að halda ræðu sína, en á hinni myndinni sjest likneskið af- hjúpað. Rjett er að geta þess, að það var ranghermt í síðasta blaði, að Matth. Ólafsson væri formaður minnisvarðanéfndar- innar. Formaður nefndarinnar er Kristján Bergsson fiskifje- lagsforseti. Leikfjelagið hefir nýlega tekið til sýningar barnaleikinn „Stóri Kláus og Litli KIáus“ gerðan eftir hinu vinsæla æfintýri Ii'. C. Andersens. Eru það aðallega ungir leikendur, nýliðar hjá leikfjelaginu, sem leika í þess- um leik, nema frú Marta Kal- man, sem hefir þar stórt hlut- verk. Leikur þessi á fyrst og fremst erindi til barnanna, en fullorðið fólk hefir líka gaman af að horfa á hann. Því að hann er skemtilegur og fjörlega leik- inn. Birtast hjer nokkrar mynd- ir úr leiknum. Frú Marie Ellingsen verður fimtug á morgun. Dýraljéð. Dr. Guðmundur Finnbogason hefir valið úr ljóðum íslenskra skálda ýms kvæði sem snerta dýrin og ísafoldarprentsmiðja gefið út. Hefst bókin með hestavísum og ljóð- um og endar sá kafli með kvæðinu „Fákar“ eftir Einar Benediktsson. Næst kemur kveðskapur um kýrnar, þá kindurnar, þá hunda og ketti og tófur. Og áfram er haldi'ð, músinni er ekki gleymt, ekki selnum og vit- anlega ekki fuglunum. Virðist valið á ljóðunum hafa tekist prýðilega eins og vænta mátti af dr. Guð- mundi. Útgáfan er vönduð, hæði að prent- un og pappír, og er þó verð bókar- innar lágt. Framan við aðalkaflana i hókinni eru ágætar myndir af ýms- um dýrum. Verða eflaust margir til að kaupa bókina. Þarna eru kvæði rúmlega 50 höfunda, kvæði sem sýna hið nána samband þjóðarinnar og dýranna. Apinn, sem reykir sígarettur. Sjimpansi nokkur í dýragarðin- um í London, gerir ákaflega mikla lukku, af því að hann reykir sígar- eltur og ber sig engu ver að því cn vönustu menn. Hann heir Bo-Bo. Er hann ákaflega sólginn í þetta, og rjetlir hann altaf út hendurnar eft- ir nýrri og nýrri sígarettu. Slanda menn í hópum fyrir framan apabúrið og þykir mesta gaman af því að sjá hann reykja. er fallegt barómeter. Stórt og gott órva! i Gleraugnabúðírml, Laugaveg 2.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.