Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1931, Side 6

Fálkinn - 12.12.1931, Side 6
6 F Á L K I N N Þó að Mustafa Kemal sje enn i fullu fjöri, eru Tyrkir farnir að reisa líkneski af honum ú torgunum. í Angora eru t. d. þrjú líkneski af hon- um. Það þeirra, sem sýnt er hjerá myndinni, ú aö' vera til minning- ar um manninn, sim sigraði Grikki og endurretsti týrknesku þjóðina. stjórn og ráku soldáninn úr landi. Fyrir 15 árum var An- gora óásjálegt og niðurnítt sveitaþorp — í dag blómleg og snyrtileg borg með 75.000 íbú- um. Og hvað sem segja má um stjórnarferil Mustafa Kemals og aðfarir hans, sem stundum liafa verið ómjúkar, þá er bygging hinnar nýju höfuðborgar út af fyrir sig stórkostlegt þrekvirki. Það eru ekki nema rúm átta ár síðan Angora varð höfuð- borg Tyklands — það skeði í júní 1923. Tilgangurinn með þvi að flytja stjórnarsetrið var fyrst og fremst sá, að gera stjórnina óháðari áhrifum stórveldanna, skapa henni betri skilyrðí til þess að geta gefið sig að innan- landsmálum. Stórveldin voru á- lirifameiri og alþjóðamálin glöptu meira fyrir vestan sunds en austan. Og nú er risið upp í Angora veglegt þinghús, stjórn- arráðsbyggingar og ráðherra- lierrabústaðir og þar vinna hin- ir kjörnu fulltrúar þjóðarinnar augliti til auglitis við hana sjálfa Stórveldin hafa fyrir löngu orð- ið að viðurkenna Angora sem höfuðborg Tvrklands og sendi- herrar þeirra orðið að flytja sig úr hinni fornu glaumborg Kon- stntínópel austur i kvrðina í Angora. Af hernaðarástæðum er An- gora einnig miklu hentugri höi'- uðborg en Konstantínópel var. Óvinaher gæti tekið hana her- skildí á nokkrum dögum en Angora er torsóttari. Kemur þarna það sama til greina og hjá Rússum er þeir gerðu Moskva að höfuðborg á ný, i stað Leningrad. Angora liggur langt frá sjó, svo að ekki er hlaupið að því að senda her þangað. Frá Konstantínópel til Angora er 600 km. vegur og járnbrautin fer ekki harðar en svo, að það tekur 28 tíma að komast austur. Og Mustafa Kemat, sem varð þjóðhetja Tyrkja eftir að hann br’aut á bak aftur sókn Grikkja í Litlu- Asíu árið 1922, hefir einnig við- urkent þá staðreynd, að Tyrkir sjeu Asiuþjóð en ekki Evrópu- þjóð og því eigi höfuðborgin að vera í Asiu. Breyting sú, sem orðið hefir í Angora síðustu átta árin er engu líkari en æfintýri. Á þessum tíma liafa risið upp stórliýsi í Evrópustíl, mall)ikaðar götur, sorjjræsi, vatnsveitur, rafleiðsl- ur og önnur nýtísku þægindi. Borgin vex ár frá ári — en að sama skapi hnignar Konstan- tínópel, hinar fögru hallir draumaborgarinnar við Bospor- us hrörna og falla. Kalífinn er landflótta en í höfuðborg hins nýja Tyrklands er hvorki kalifi nje soltiáii, lieldur jötnn 20. ald- arinnar, sem ölt þjóðin trúir á, þó að sá álrúnaður sje hvergi fyrirskipaður í kóraninum. Um áraskeið hefir maður nokk- ur vakið ótta meðal stúlknanna í Stokkhólmi. Þær hafa ekki vitað fyr, en þær gengu á sokknum á öðrum fæti. Maðurinn hefir stundað það að elta kvenfólk og ræna af því skóm. llann hefir farið svo liðlega að því, að þær liafa ekki sjeð hann, þangað til fyrir fáum dögum kom stúlka, sem hann rændi skó auga á hann. Var hann þegar tekinn hönd- um. Fyrir rjetti sagði hann að það væri ástríða á sjer að stela kvenn- .skóni. Ilann sagðist teika sjer að þeim nokkra stund og kasta þeim svo, síðan gengi hann út aftur og stæli öðrum. í sumar var lik Ágústs prófessors Forels brenl á báli með mikilli hlut- tekningu bæjarbúa. Forel hafði hannað alla viðhöfn og sjálfur hafði hann samið þá líkræðu, sem flytja skyldi að honum látnum. Sonur ttans, sem éinnig er ágætur geð- veikralæknir, las ræðuna upp að ósk föður síns. í ræðunni var lýst helstu viðfangsefnum Forels. Hvatti hann menn mjög á að halda áfram lieim rannsóknum er hann hefir hafið. -——x----- Yfirvöldin á Bermudaeyjum haía hannað íbúunum að aka í bílum þar á eyjunum. Ekki mega læknarnir einu sinni bregða sjer í bíl hversu mikið sem við liggur. Það er rök- stutl á þann hátt, að hætta geti ver- ið á að læknar aki á fólk, slasi það og jafnvel drepi. Ennfremur sje það miklu hollara fyrir sjúklinga, að læknar komi ríðandi í hægðum sin- um á hestum, heldur en með skrölti, undirgangi og öskri í bíl. ----x---- Systir Aimee McPherson, hinn al- ræmi, ameríski trúboði, á nú i málaferlum við skattstjórnina. Hún er kærð fyrir að hafa ,,gleymt“ að lelja fram 192,678 dollara, peninga, sem hún hafi fengið frá safnaðar- raeðlimum á jn'emur siðustu árum. Systir Ainiee fullyrðir að hún sje al- saklaus. Málið kemur bráðum fyrir dómstólana. í sænsku dagblaði stóð nýlega þessi auglýsing: Hjermeð kunnger- um við vinuin og óvinum, að við höfum í dag gengið í frjálst hjóna- band, þ. e. a. s. án vígslu klerka eða yfirvalda. —^ 8. október 1931. — Charles-Emile og Kata Almlöf, fædd Hultberg. — Hamingjuóskir og mót- mæli eftir atvikum má senda til Brand, Ölandsgötu 48, Stokkhólmi 4. -----------------x----- í Drekkið Egils-ö! • MINNI BÍLAFRAM- Samkvæmt LEIÐSLA í AMERÍRU. hagskýrsl- --------------------— um gefnum út af, bifreiðaverslunarráði Banda- ríkjanna hefir bílaframleiðslan i ríkjunum orðið miklu minni en áð- ur, á árinu 1930, enda var það mikið kreppu ár. Árið 1929 höfðu Amer- ikumenn smíðað 5.358.000 bíla en 1930 smíðuðu þeir „aðeins“ 3.356.000 eða 35% færri. Felst í þessum tölum að eins hin hreina framleiðsla í Bandarikjunum, e'n framleiðsla t. d. Ford og General Motors i öðrum löndum er ekki tatin með. — Ekki hefir dregið nærri eins mikið úr bílaframleiðslunni í Evrópu. Og i sunium löndum, Danmörku, Tjekkó- slóvakíu, Englandi, Póllandi, Rúss- landi og Ungverjalandi var hún meiri 1930 en 1929. Árið 1929 framleiddu Bandarjkjamennn 8914% af öllum bílum heimsins, en 1930 ekki nema 85% og i ár verður það ennþá minna. ----x---- SÍÐASTI ÆTTAR- Maður einn, GRI1JUR FURSTANS. sem gengur -------------------- undii' nafninu „Cirkusmaðui'inn“ og hefst viðánótt- unni á fátæklingaskýlunum í Varsjá og heitir rjettu nafni Beloborodov og var fyrrum höfuðsmaður i her- stjórnaráði Rússa, sækir mjög vel allar veðreiðar, sem haldnar eru í höfuðborg Rússlands. En jafnframt er hann fjárprettari og svikari. Ný- lega fór hann til Lodz, en þar átti að halda viðreiðar. Kapteinninn fór irin á stórt veitingahús, pantaði kal'fi og koniak og beið þangað til einhver kæmi, sem gott væri áð fje- l'letta. Smámsaman fjölgaði gestun- um svo að hvergi var laust borð eft- ir. Beloborodow var eini maðurinn sem sat einn við borð og tæmdi hvert koníaksstaupið eftir annað og hafði engar áhyggjur, þó að ekki ætti hann eyri í vasanum til að borga með. Svo kom rikur kaupmaður frá Posen, Oskar Liffmann að nafni, pg svipaðist um eftir sæti. Þegar hvergi sást laust borð baðst hann þess að mega setja hjá Beloborodow og var það veitt. Höfuðsmaðurinn kynti sig og kvaðst vera Miljukov stórfuíSti og sagði langa sögu af raunum sínum, dvöt sinni í Moskva, flótta sínum frá Rússlandi og' þui hve bág kjör þeir ættu, jjessii' landflótta Rússar. Dró hann fram hvítagulls- hring með stórum brilliantsteini, brosti raunalega og sagði: „Þessi hringur er síðasti ættargripur Milju- kovs fursta Hann hefir gengið í arf l'rá föður til sonar í marga manns- aldra og er nú það eina, sem jeg hefi til endurminningar um gamla daga. En nú neyðist jeg til að selja tiann.. Mig vantar peninga. Jeg verð að selja hann fyrir 1000 zloty, þó að jeg viti, að hann er margfalt meira virði. Kaupmaðurinn leit á hringinn en var tregur til kaupanna. í sama bili gekk ókunnugur maður l'ramhjá þeim leit á hringinn og kvaðst gjarna vilja kaupa hann. Kvaðst hann vera skrautgripasali og sjá að hringur- inn væri verðmætur. Þetta herti á kaupmanninum. Hann keypti hring- inn og borgaði „furstanum“ 1000 zloty. Undir eins og hann var kominn út úr veitingahúsinu fór hann til skrautgripasála og hann virti hring- inn á 30 zloty. Lögreglunni var til- kynt málið, en þá var „furstinn“ horfinn. En síðan hitti kaupmaður- inn þennan kumpána á járnbrautar- stöð í Varsjá. Ilann var tekinn fasl- ur og sömuleiðis náðist „skraut- gripasalinn“ vinur hans. En pening- unum liöfðu þeir eytt á veðreið- unurii. Alll meó islenskiitn skíptim1 / dag íitur aðalgatan í Angora þannig úl Prýðileg stórhýsi ú aðra hönd en trjálundar á hina.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.