Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1932, Blaðsíða 3

Fálkinn - 30.01.1932, Blaðsíða 3
F A L K 1 N N $ VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Sravar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavik. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjötlisgado 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraliankar. Allir kannast við manninn, sem alt- af er að flýta sjer, altaf hefir svodd- an ósköp að gera og altaf er að verða of seinn. Ho'num þykir gaman að því, að láta aðra sjá hve mikið hann hafi að gera og í einfeldni sinni heldur hann að að hinir vesaling- arnir, sein minni asinn er á, falli í stafi yfir dugnaðinum og afköstun- um. En þeir eru fáir, sem falla í stafi. Því að af ávöxtunum reyna menn að þekkja þá, og ávextirnir eru oft rýrir hjá þessum sjálfsímynduðu hamhleypuin, sem flýta sjer altaf. En hversvegria flýta þær sjer? Vegna þess að þær eru að verða of seinar. Annaðhvort setja þær sjer meira fyrir en þær eru menn til, eða taka ekki til starfa fyr en á síðustu stundu, þegar þær eru orðnar of seinar. Þeir eru brjósumkennanlegir þess- ir menn. Þvi að það er algild regla, að verk sem unnið er þannig, að maðurinn finni að hann er að flýta sjer, vinst bæði ver og seinleg- ar en ef hánn flýtir sjer ekki. „Aldrei skyldi seinn maður flýta sjer“, segir máltækið og þetta mál- tæki er óefað sprottið af munni ein- hvers athuguls áhorfenda, sem sá mann vera að flýta sjer þannig að hann vissi af þvi. Þeir menn, sem vinna bæði fljótt og vel muna aldrei eftir því, að þeir eru að flýta sjer. Vinnan sjálf gefur þeim ekki tóm til að hugsa um það. Þetta eru afkastamennirnir. Þeir hafa aldrei orð á því, að þeir sjeu að flýta sjer og þeir hafa altaf tíma tii alls, innan hæfilegra takmarka. Vinnan veitist þeim ljett og þeir ganga ekki til sængur dauðlúnir og úfnir á sálinni, eins og hinir aum- ingjarnir, sem hafa snúist á hnakka og hæli allan daginn og ofreynt sig á því að vinná verk, sem þeir voru orðnir of seinir með. Því þetta: að vinna á eftir tímanum er bæði and- leg áreynsla og líkamleg og svo þurfa þeir altaf að vera að líta á klukkuna. Maðurinn sem vinnur á undan timanuin þarl' aldrei að líta á klukkuna, hann vinnur sjer hægt og reynir miklu minna á sig og vinn- ur hetur. Hann þarf aldrei að ótt- ast að rekið sje á eftir honum og hann getur áValt skilað vinnu sinni á rjettum timá. Og aldrei er sagt um hann: „Skelf- ing liefir hann mikið að gera! Nei, en menn verða þess varir með tím- anum, að þáð liggur mikið eftir hann. Um hiún er sagt: „Skelfing hefir hann iníkið að gera — og þó liggur ekkert eftir hann!“ í s I e n s k Ávarp til Við undirrituð höfuni tekið að okkur forgöngu þess, að haldin verði „íslensk vika“ um land alt á þessu ári. Við leyíum okkur hjer með að beina þeirri beiðni til allra lands- inanna, að þeir veiti aðstoð sína til þess, að viðleitni þessi megi að þvi gagni koma, sem til er ætlast. En tilgangurinn er fyrst og fremst sá, að sýna það og sanna, hverjir mögu- leikar eru á því, að þjóðin búi sem mest að sínu. Hitt liggur ef til vill l’remur í augum uppi, að henni er það lífsnauðsyn, ekki síst i slíku ár- ferði sem nú er. Margar menningarþjóðir, og þar á meðal frændþjóðir okkar, hal'a fyrir allmörgum árum hafist handa um slíka starfsemi sem þessa. Og hefir henni verið haldið áfram árlega. En það i fyrsta skifti nú, sem gang- skör verður gerð að því, að hvetja alla íslensku þjóðina til þess að kaupa og nota eingöngu islenskar vörur í eina viku og reyna hvernig henni gefst það. Mætti þá af því leiða að íslendingar sannfærðust um það, að meira mætti einnig nota af íslenskum nauðsynjavörum aðrar vikur ársins en gert hefir verið hing- að til. En því meiri þörf er samúð- ar og skilnings allra landsmanna um framkvæmd þessa máls, sem verkið er seinna hafið. Vitanlegt er, að á undanförnum árum hafa verið keyptar inn í land- ið vörur fyrir ógrynni fjár, sem komast hefði mátt hjá að allmiklu leyti, ef í þeirra stað hefðu verið notaðar samskonar vörur íslenskar, sem til voru i landinu. Og enn meira hefði mátt spara af þessum útléndu vörum, ef þjóðin hefði fyr hafist handa um að framleiða fleiri vöru- tegundir til eigin nota úr efnivörum þeim, sem til eru i landinu, í stað þess að selja efnivöruna óunna úr landinu og kaupa hana síðan frá öðrum löndum tilbúna til notkunar fyrir miklu hærra verð. Jafn augljóst er þá einnig það, að hver sú króna, sem greidd er út ú landinu að nauðsynjalausu, á sinn þátt í því, að erfiðari verður þjóð- arhagurinn og atvinna i landinu minni en ella gæti verið. Eins og nú standa sakir, er sjerstök ástæða til alvarlegrar og almennrar ihugunar um þetta efni, þegar telja má, að allar þjóðir keppi að þvi að verða sjálfum sjer nógar — ekki aðeins með frjálsum samtökum eins og hjer er um að ræða, heldur og einnig með margvislegri löggjöf og ihlutun stjórnarvalda. Ráðgert er að hafa „íslensku vik- una“ frá 3. til 10. apríl næstkom- andi. Til undirbúnings henni er okkur nauðsynlegt að afla sem bestra upplýsinga um allar þær íslensku iðnaðarvörur, sem á boðstólum eru, semja og gefa út heildarskrá yfir þær, þar sem sje einnig getið, hvar þær eru framleiddar og' seldar í heildsölu. Það eru því vinsamleg til- inæli okkar til allra þeirra, sem framleiða íslenskar vörur til sölu, að þeir sendi okkur tafarlaust itarlega skýrslu um vörur þær, er þeir hafa að bjóða. Skýrslur þessar iná senda til framkvæmdanefndar „íslensku vikunnar" Lækjartorgi 2. Rvík. Sími 1292. Vöruskrá sú, sem s'amin verður eftir skýrslum þessum verður sið- an send til allra verslana á landinu, svo tímanlega, að þeini geti gefist lcostur á að afla sjer þeirra vöru- tegunda, sem þær búast við að geta selt í „lslensku vikunni" eða siðar meir. Nefndin væntir þess fastiega, að allar verslanir á landinu bregðist vel við þessu, eiinfremur að þær sýni ekki erlendar vörur i gluggum sín- a v i k a n, íslendinga. um á meðan „íslenska vikan" stend- ur yíir, heldur aðeins islenskar. Jafnlramt er þess óskað, að allir sölumenn geri sitt ítrasta til að selja aðeins íslenskar vörur þann tíma. Nefndin mun að fremsta megni styðja verslanir til þess að árangur- inn geti orðið sem bestur, meðal annars með því að láta þeim í tje vel gerð auglýsingaspjöld til notkun- ar á þessu tímabili. Einnig væntir nefndin aðstoðar allra íslenskra lilaða, timarita og út- varpsstöðvar Islands til þess að greiða fyrir góðum framgangi þessa máls. í leikhúsinu í Reykjavik verð- ur sýnt íslenskt leikrit, þar sem vak- in verður athygli almennings á „ís- lensku vikunni" og kvikmyndahús bæjarins munu einnig leggja sinn skerf til þessa máls. íslensk málverkasýning verður opnuð í Reykjavík, þegar vikan hefst, og ef til vill fleiri sýningar. Póststjórnin hefir gefið loforð um að bæta inn í póststimplana þessum hvatningarorðum „Kaupið íslenskar vörur. Notið islensk skip“. Alls þessa — og margs fleira — teljum við, að við muni þurfa til þess að samstarfið milli framleiðendg, verslana og neytenda geti orðið sem best og árangurinn sem mestur. Hjer er aðeins um byrjun að ræða, en tilgangurinn er að halda slíkri starfsemi áfram eftirleiðis ár- lega. Og það mun gert verða í þeirri trú, að landsmenn geta að miklu leyti búið að sínu. Þeir eiga að gera það, og þeir verða að gera það, þeg- ar önnur sund lokast. Heitum við hjer með á alla góða íslendinga að veita traust og fylgi góðu málefni. Minnist þess, að betra er hjá sjálfum sjer að taka en sinn bróður að biðja. Reykjavík, 21. jan. 1932. Helgi Bergs vegna Sláturfjelags Suðurlauds. Valgarður Stefánsson vegna Verslunarmannafjel. Merkúrs. Halldóra Bjarnadóttii vegna heimilisiðnaðarins Tómas Jónsson vegna fjel. Matvörukaupmanna. Brynjólfur Þorsteinsson vegna Verslunarmannafjel. Rvikur. Aðalsteinn Kristinsson vegna Sambands tsl. samvinnufjel. Tómas Tómasson vegna fjelags ísl. stórkaupm. Sigurjón Pjetursson fyrir hönd klv. „Álafoss“. Sigurður Halldórsson vegna iðnaðarins. MVRTl IIANN TIL Engum, sem I>ESS Afí NÁ í litur á nivnd- KENSLUBÆKUR? ina af þessum --------——------- brosandi ung- lingi mundi til hugar koma, að hann væri morðingi. Því að það er glað- lyndið og góðmenskau. sem skin úl ur andlitinu, öllu öðru fremur. Eigi að siður situr þessi piltur nú í fang- elsi, sakaður um morð. flann heiíir Sxvank, og myndin er tekin í fanga- klefanum, þar scm pilturinn bíður dóms fyrir morð að yfirlögðu ráði, til þess að rænr. skólafjelaga sinn bókum hans. Tíl lesendanna. Með næata tölublaði Fálk- ans verður gerð nokkur brevt- ing á efnisvali og efnisröð, og væntum vjer, samkvæmt feng- inni reynslu, að lesendunum þyki þær allar til bóta. íslenskar myndir, sem fram að þessu hafa verið á bls. 4 verða framvegis á bls. 3, ásamt Skraddaraþönkum. En á bls. 1 hefst heila sagan í blaðinu og tekur yfir nokkurn hluta næstu síðu. Verður sagan þriðjungi lengri en áður og er þessi breyt- ing gerð með tilliti til þess, að úr miklu meira er að velja af (/óðiuri sögurn, ef valdar eru lengri sögur, en nú eru i blað- inu. Mun blaðið geta birt úr\’al al' útlendum sögum eftir fræg- ustu höfunda, svo og spennandi sögur um ýms efni. — Á hls. 5 verða smágreinar (Alveg hissa) o. fl. A næstu opnu (bls. (j—7) verður auk sunudagshugleiðing- ar og útlendra og innlendra fróðleiksgreina, löng grein með mörgum myndum um innlent eða útlent efni. Myndaopnan í miðju blaðinu helst óbreytt, en skrítlurnar flytjast á bls. 10, barnadálkurinn verður á sama stað og áður en kvennadálkur- inn flyst á bls. 12 og verður auki.nn þannig, að hann gengur á næstu blaðsíðu, yfir sögu. birtast þar að staðaldri matar- uppskriftir, sjerstaklega leið- beiningar um meðferð innlendra fæðutegunda. / næsta blaði birtist m. a. sagan „Sárið ólæknanlega“ eft- ir ungverska rithöfundinn Ka- rohj Kisfaludi og grein með mörgum myndum um nýju landsímastöðina í Reykjavík og sjálfvirku bæjarstöðina.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.