Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1932, Blaðsíða 12

Fálkinn - 30.01.1932, Blaðsíða 12
12 F Á L K J N N S k r f 11 u r. — Ilvað eruð þjer að veiða? — Jeg er að veiða lax. — En hjer er enginn lax. — Hjer er enginn annar fiskur heldur, svo að jeg get veitt lax eins og eitthvað annað. Rödtl föðursins: —- Reyndu nú ekki að telja mjer trú um að þið ríansið —- eftir veðurfregnunnm. Móðirin (í umvöndunartón): Fórstu þá, Kata, þegar ókunni mað- urinn ávarpaði þig að fyrra bragði? Kata: Já, Já. Við fórum bæði! — Heyrðu kunningi. Mikið dæma- laust er hún dóttir þín þarnu lngleg. Andlitsdrættirnir svo reglubundnir og augun svo guðdómleg .... Þú mundir ekki gela lánað mjer tíkalll? — Get það ekki þó jeg feginn vildi .... Annars er það ekki dótt- ir mín heldur dóttir fyrri mannsins konunar minnar. Vertu sæll! Forstjórinn (hefir staðið sendi- sveininn að ósannindum): — Hvað heldur þú að maður geri við þorp- ara eins og þig, þegar maður stend- ur þá að lygum? — Herra forstjóri. Þið gerið þá að seljurum, þegar þeir eru orðnir nógu stórir til þess. — Bað hann Hansen svo hennar ungfrú Katrínar? — Já, jeg var meira að segja við- stödd. Og hvað sagði hún? Sagði? Hvað ætli hún hafi sagt. Það er ekki hlaupið að því að tala meðan maður skellihlær. Anna gamla er komin á spítalann, sjálfri sjer þvert um geð. Hún var með meinsemd i maganum, og ])að var öllum Ijóst, að ekki varð hjá því komist að gera holskurð á henni. — Undir eins og hún var komin í hólið kom læknirinn að skrifa sjúk- dómslýsingu. Þegar því var lokið sagði Anna: — Mikið væri það vel gert, ef þjer vilduð skera mig í dag, læknir Nei það er ógjörningur. Við verðum að doka við í nokkra daga að minsta kosti. Jeg verð að athuga yður betur. En Anna gamla varð al'ar heygð yfir svarinu, svo læknirinn spurði: — Liggur yður svona mikið á, kona góð? Já, jeg skal segja yður nolckuð, læknir minn. Hann Jón minn flutti mig hingað í dag, og svo vorum við að tala um, að það væri hampa- minst, að hann gæti tekið líkið með sjer heim í sömu ferðinni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.