Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1932, Síða 14

Fálkinn - 30.01.1932, Síða 14
14 F Á L K 1 N N Þjer skiljið, liöfuðsmaður, hvað þetta þýðir? Roberts bandaði frá sjer hendinni óþolin- móðiega og ansaði hranalega: —Eins vel og þjer! Subadar’inn leit út í ögrandi myrkrið. Undirforinginn strauk sjer um ennið með moldugri hendinni. Roberts þagði, krepti hnefana, beit á jaxlinn; hann horfði upp eftir fjallshlíðinni í áttina til Kýrhaussins. Þögnin varð óbærileg. Subadar’inn rauf hana loks og mælti hálfum hljóðum: Það mætti senda fjóra menn? .... Hann gaut augunum hikandi til yfir- manns síns, en sá að hann hreyfði sig ekki og virtist alveg kærulaus fyrir því, sem var að gerast umhverfis hann. Subadar’ inn lijelt, að hann hefði ekki heyrt til sín og ætlaði að endurtaka uppástungu sína, þeg- ar Roberts snjeri sjer alt i einu við og mælti ákveðinn: — Nei. Þjer sendið enga menn .... Þjer hafið þörf fyrir alla yðar menn hjer .... Og um Jeið og liann sagði þetta fór hann alt í einu að leita í skotfæratösku subadar’- ins, tók tuttugu marghleypuskot og bætti þeim við hirgðir sínar .... Hann skipaði undirforingjanum að koma með sex liand- sprengjur. Og þar sem subadar’inn var sem þrumulostinn af undrun, sagði hann við hann blátt áfram: Jeg fer sjálfur að leita Nicliolsons að- stoðarforingja. XIII. Roberts var lagður af stað að leita xnanns- ins, sem hann hataði. Öll hefnigirni hans, allar hinar óguðlegu bölbænir höfðu hjaðn- að fyrir tilhugsuninni um hinn grimmilega dauðdaga, sem beið særða mannsins úti á víðavangi um svarta nótt. Hann lxafði marghleypuna í hendinni, við því búinn að mæta böðlunum að verki, og stefndi upp fjallið til Kýrhaussins. Það var mjög skuggsýnt. En þó ekki svo að hann sæi ekki móta fyrir hlutunum. Og smám saman vandist hann dimmunni. Hann vissi hvaða leið flokkurinn hafði far- ið. Hann hafði svo oft gengið um sömu slóðir fyrir uppreisnina, að hann gat hald- ið næstum því hiklaust áfram. Ekkert hljóð lieyrðist. Skothríðin var hætt. Roberts læddist áfram eins og týgrisdýr í skógar- kjarri, leit við og við í kring um sig og lagði við hlustirnar, staðnæmdist öðru hvoru, ef hann heyrði grunsamt hljóð, til þess að ekki yi'ði komist að honum óvörum, og enginn uppreisnarmaður skjddi vega aft- an að honum. í brattanum hinumegin við tindinn sá hann eitthvað, sem líktist manni liggja úti í urðinni. Það var likið af einum paþan’ hermanninum lxans. Hann gelrk nær til þess að vera viss um, að liann væri dauður, og sá þá sjer til skelfingar, að nef og eyru höfðu verið skorin af .... Hei'voðarklæðin voru líka rifin. Hann þorði ekki að atliuga það nánar, en hann grunaði livað um var að vera. Það fór hrollur um liann. Valræn- ingjar voru að verki. Þeir vissu, að þar sem flokkurinn fór um, beið þeirra mikið starf. Og Nicholson, sem lá þarna einhvers- staðar særður! Ef til vill voru þeir nú að pynta hann. Roberts hjelt áfram. Hann gnísti tönn- um og svitinn spratt fram af enni lians, vegna óttans við það að koma of seint. Austan við Kýrhausinn er hlíðin miklu erf- iðari yfirferðar. Ögui'leg, svört björg urðu á vegi hans. Ýmist varð hann að ganga eft- ir krókóttum jarðspi'ungum, eða beygja fvrir stórsteinótta urð. Hann leitaði heggja vegna við götuslóðann. . . . Annað lílc á grúfu af paþan’liermanni sýndi honum að hann var á rjettri leið. Hann staðnæmdist og leit á úrið sitt. Fós- forssmui’ðu vísarnir sýndu, að kl. var 2 um nótt. A þrem tímum, fyrir dagrenning, varð hann að finna Nicholson og koma honum til varðhússins, ef hann væri lifandi. Hann lagði aftur af stað. En skyndilega staðnæmdist Jiann enn, því að liann þótt- ist heyra hryglur. Sá hann mann sitja álút- an á milli tveggja steina. Það var einn pa- þan’hermaðurinn, særður til ólífis. Það var ekkert liægt fyrir liann að gei'a, nerna gefa liann örlögum sínum á vald. Rolierts hjelt áfram leit sinni og hraðaði sjer, því tím- inn var naumur. Alt í einu heyrði liann greinilegt sverða- glamur bak við stórt bjarg, sem lá yfir veg- inn. Þar lilaut einhver að vera. Með ítr- ustu varúð klifraði hann upp á klettinn og liorfði niður fyrir hinumegin. . . . Tveir uppreistarmenn voru að livíslast á og beygðu sig yfir mann, sem lá endilangur á jörðinni með útrjetta arma. Hvað voru þeir að gera? Hver var þessi særði mað- ur ? Roberts virti þá fyrir sjer og reyndi að komast að, hvaða óþverraverk þeir hpfðu fyrir stafni. Þeir voru búnir að spretta sundur klæðum særða mannsins með Jireddum sínum. Roberts teygði fram álk- una og þekti fljótt hin Ijósleitu hervoðar- klæði Nicliolsons. .. . Aðstoðarforinginn lá þarna særður, hálf meðvitundarlaus. Böðl- ar Abú el Heidja ætluðu að framkvæma á honum helgiathöfn þá, sem Bacha Ali hafði lýst.... Krossmark á magann! Þá greip Roberts óstjórnleg bræði, hann rendi sjer niður af klettinum, kom niður á fæt- urnar í tveggja metra fjarlægð frá þorpur- unum og skaut þá báða með marghleypu sinni. Hann laut niður að hinum særða og hvíslaði: — Nicliolson!. .. . Það er jeg. . . . Verið óhræddur. Hinn særði skildi ekki. Hann vissi varla af sjer. Hann stundi einhverju upp, en það heyrðust eklci orðaskil. Roberts vætti var- ir hans dálitið með vatni og sagði: — Eg ætla að taka yður með.... Þjer verðið að harka af yður. .. . Við megum til að flýta okkur, því það eru fleiri bófar á sveimi.... Eins og æfður aflraunamaður, reisti Ro- berts hinn særða upp og lagði hann á bak sjer, en hjelt í hendur hans krosslagðar á brjóstinu. Nú var að halda sömu leið til baka, yfir urðir og gjár upp á hábrún Kýrhaussins .... Roberts gekk álútur. Hinn særði var þungur. En hann varð að komast með hann alla leið. Með vinstri hendinni hjelt liann um úlnliði særða mannsins svo að liann ylti ekki. Hann kveið því, að skot hans hefðu heyrst og ránsmenn kynnu að ganga á hljóðið. Hann var nærri kominn upp á brún, þegar hann sá snögg- lega lcoma í ljós skugga af þrem mönnum við endann á seinustu gjánni. Hann miðaði marghleypunni .... En sjer til mjkillar skelfingar stiuldi liann árangurslaust á gikkhin. Skotið reið eklci al'. Þá var aðeins ein leið til að bjarga lifinu. Hann lagði Nicholson á jörðina, þreif eina hrað- sprengju og henti henni. Hún sprakk og hitti tvo. Þriðji maðurinn livarf. Róberts lagði særða manninn aftur á bakið og hjelt áfram. Það var Ijettara að ganga niður lilíð- ina hinumegin, og var það mikil bót, því hann var farinn að missa mátt og másaði af þreytu undir byrði sinni. Hann gekk hægara og hægara, hann var alveg að gef- ast upp, rak fæturna í allar ójöfnur á veg- inum. Og þarna i austrinu varð himininn ráuðgrár. Það var fyrirhoði morgunroðans. Bara að hann næði varðhúsinu áður en Abza Kehl’arnir, sem leyndusf í 800 metra fjarlægð, kæmu auga á hann i brekkunni. Skyndilega kom subadar’inn á móti hon- um fram úr gráu húminu og hrópaði: Ö, liöfuðsmaður, jeg þoldi ekki leng- nr þessa kvíðvænlegu bið .... Og vður hef- ir tekist að finna hann! - Já .... Hjálpið mjer að bera hann. Við eigum ennþá eftir hálfa mílu .... Flýt- um oklcur áður en dagsljósið kemur upp uni okkur. Þeim miðaði áfram með hinn særða. Roberts gal varla staðið npprjettur. Myrkr- ið tók að lýsast. Nú mátti ekki seinna vera, að þeir næðu heim, og þeir áttu enn eftir fimtíu metra. Eitt .... tvö byssuskot kváðu við hinu megin í dalnum. Síðan fleiri. Kúlurnar smullu á grjótinu. Snögglega slapp blóts- yrði af vörum Roberts og hann slepti fót- um Nicholsons. Hafa þeir liitt yður, höfuðsmaður? Já .... í framhandlegg .... Svínin þau arna! .... Svona rjett við bæjardyrn- ar. Sleppið......íeg get borið liðsforingj- ann einn. - Nei......leg vil hafa borið liann alla leið. Og þrátt íyrir kvalirnar í handleggnum, tók Roberts fætur hins særða undir hægri hönd sjer, sem heil var, og lijelt áfram. Til allrar hamingju gerðu hin skotin engan skaða. Höfuðsmaðurinn og subadar’inn komust loks til varðhússins. Þá var eins og' Roberts misti alt í einu allan mátt, hann hrasaði, valt niður i skotgröfina og leið í ómegin al' þreytu. Yfirmennirnir báðir voru lagðir i rúm sín í einu horni jarðhússins. Aðstoðarlækn- irinn hafði bannað Nicholson allar hreyl- ingar. Það hafði tekist að ná kúlunni úr brjóstinu ofan til. Sár lians var vont en þó líkur til að hann fengi bata. Roberts gat orðið góður eftir nokkura daga livíld, því að skotið hafði einungis laskað vöðvana. Eftir tólf tíma hitaveikismók tóku hinir særðu að ranka við sjer. Hverfandi dag- skíman lýsti upp jarðhúsið. Skothríðin var hljóðnuð. Alt í einu hreyfði Nicholson of- ur liægt vinstri handlegginn. Og liönd lians leitaði að liönd Roberts, sein hjekk niður með rúmstokknum við hliðina. Hún færð- ist nær hægt og hikándi. Hún tók í hina og þrýsti hana. Hið þögula, innilega handa- band vekur Roberts loks upp af mókinu. Nicholson snýr sjer við á koddanum. Hann hvíslaði: Þjer hafið bjargað lífi niínu .... Jeg gleymi því aldrei .... aldrei ....

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.