Fálkinn


Fálkinn - 05.03.1932, Blaðsíða 13

Fálkinn - 05.03.1932, Blaðsíða 13
F Á L K 1 N N saman vi'ð það einu eggi. SíSan er lólg eða smjör brúnað i potti og sett í poltinn í heilu líki og brúnað báðum megin en síðan er sjóðandi vatni hclt á og búðingurinn látinn sjóða Lindir loki ekki skemur en % klukkustundar. Ágætt er að leggja skornar gulrætur eða gulrófur utan með í pottinn undir eins og vatn- inu hefir verið helt yfir, og sjóða þær með. 10. KJÖTDEIG í HVÍTIvÁLSHAUS. Stiikurinn er skorinn úr stórum hvítkálshaus og hann holaður inn- an með beittum hníf, þangað tij ekki er nema svo sein þumlungs jiykt af jjvi utasta er eftir. Er haus- inn nú soðinn i tíu mínútur i vatni, sem ofurlítið af salti og natron hef- ir verið látið i og' siðan er vatninu helt af, en hausinn tekinn varlega upp úr og lagður á ferhyrndan lít- inn dúk, sem hnýtt hefir verið á öll hornin á. Síðan er fylt í hausinn um einu pundi af lcjötdeigi og kálblað síðan lagt yfir gátið eins og lok. Er kálhausinn siðan telcinn i dúknum með innihaldinu og settur í pott með sjóðandi vatni og látinn sjóða í einn til tvo tíma. Verður að sjóða jiangað til kálið er orðið meyrt og kjötdeigið vel soðið. Reyna má með trjeprjón hvenær deigið er soðið, ef deigið loðir við verður að sjóða Jjet- ur. Þegar soðið er, er hausnum lyl't upp úr pottinum i dúknum og hon- um hvolft á fat, með heila end- ann upp og dúkurinn losaður af. Brætt smjör er hr.ft með, eða hvíl mjölsósa úr soðinu. Kálið sem skor- ið var burt er ágætt að matbúa sem súrkál. Um víða veröld. __—x-- PESSI MAÐUU HEITIR .1 esse Lucas frá Carnell i IlJinois. Hann hefir setið 23 ár i fangelsi, sakaður um morð, sem annar maður meðgekk á banasænginni. Kerling jjessi heitir Margaret Ghase og er 78 ára. llún tók nýlega 1 já11 i fjallgöngusamkepni og fjekk verðlaun — var ein af þeim fyrstu lil þess að komast upp á liáan fjalls- tind, en vitanlega tang elst allra Jjáttakenda. 13 Tveir reiðhjólatrúðar, karl og kona, ljetu nýlega gifta sig í kirkju einni skamt frá Berlin. Þau komu til kirkjunnar hjólandi á reiðhjól- um þeim, er þau eru vön að nota þegar þau sýna listir sínar og vöktu vitanlega athygli, sem varð góð aug- lýsing fyrir þau seinna. Sfinxinn rauf þögnina... Skáldsaga okkar gömlu ástarraununi, yrðum vi'ð ekki langlíi'ir. - Jæja, hún hefur þá loksins rekið mann- ræfilinn á dyr. Sá átti það skilið. Og nú sýnir lnin sig með þessum ná- unga .... Það cr engin skömm að lionum, hans virðulegu tign prinsinum .... llún hefði get- að lent á verri. Svo er hún ekki kölluð hjá- kona, þegar svo stendur á, heldur vinstri handar kona .... Það er fínna. — Er hann ungur eða gamall? Það er hlutur sem mjer er eins sama um og fyrsta krikket-spilið mitt .... Eftir tvo daga sjáum við, hvort hún hefir haft góðan smekk. Nicholson kom fyr inn til sín. Roberts heyrði, þegar hann kastaði gljáskónum sin- um á marmaragólfið. Eftir nokkurra mín- útna þögn kallaði liann: .læja, kuriningi. Hvernig er heilsan? Nicholson kom aftur inn. Jeg er hissa á því, Eddie, að þjer skul- uð vera með gaman. Og því þá það?.... Það er um ár síðan þessi kona hvarf úr huga okkar . . . . . . í augum okkar er hún ekki lengur til, frekar en við erum til í hennar augum .... Hvað reyndi hún lil þess að forvitnast um afdrif okkar? Eins og þjer vitið voru póstflutning- arnir fremur óreglulegir þar nyrðra. Móðir min hefur skrifað mjer, að mörg brjef hennar virðist ekki hafa komist til skila. Gott og vel, vinur sæll, enda þótt hún hafi verið svo elskuleg að muna eftir að við vorum til. . . . þá skiftir það nú engu ínáli. Trúið mjer, látum þá dauðu í friði i gröfum sínum og látum alla drauga sigla sinn sjó. Það er víst hest. Góða nótl, Eddie. — Sofið vel Freddy. . . . Dyrnar milli herbergjanna lokuðust. Þeg- ar Roherts var orðinn einn, drakk hann það sem eftir var af sodavatninu. Iiann fann til mikils þorsta. Stafaði hann af eftirvænt- ingunni eftir skemtilegum dýraveiðum i skógarkjarrinu eða liafði honum orðið dá- lítið bumbult af tíðindum kvöldsins? Hann hafði talað ofur rólega við vin sinn Nichol- son, með glaðværð og kæruleysi, sem alls ekki gat komið fram hjá áhyggjufullum manni. En sýndi þessi ljettlyndisblær og þessi gamansemi út af hinum nýju örlög- um frú Nogales liið raunverulega sálará- stand hans? Þessar hugsanir vöfðust fyrir honum meðan hann var að hátta og hjeldu hon- lim vakandi til kl. 2 um nóttina. Nú þegar ekkert vitni var nær statt og hann var ekki nauðbeygður til að leyna sinni veiku hlið, heindi hann þeirri spurningu til sjáli' sin, hvort Ncholson hefði ekki liaft rjett að mæla, er honum þótti ver farið en heima setið, úr því þetta varð að koma fyrir. Og hann svaraði spurningu sinni í huganum: „Þótt Alba komi, getur það enga þýðingu haft fyrir mig. Hún er búin að gleyma mjer. Og jeg henni. Þennan tíma sem við verð- um saman í Gizager umgengst jeg hana kurteislega, en þurlega, eins og sómir sjer fyrir mann, sem að fullu og öllu hefur slitið þau bönd, er áöur tendu þau sam- an. Hvað margir fornir elskendur láta ekki þegar frá líður eins og þeir hafi aldrei sjest! Dæmi slíks má sjá daglega. . . . Tím- inn hefur afmáð alt, jafnvel minninguna um heitustu kossana. Hún hefur gengið á hönd nýjum elskhuga. Jeg hef ekki feng- ið mjer nýja kærustu, en jeg hefi lært þá list að gleyma, hæði fegurð hennar og ási- arorðum. Og úr því svo er, sje jeg hreint og beint ekki, að hún geti með komu sinni kollvarpað áformum mínum“.... Loksins sofnaði hann. Þegar hann vakn- a'ði um morguninn hafði sú vanlíðan fyrir hjartanu, sem hann fann til um kvöldið, horfið með öllu. llann var ekki lengi að jafna sig eftir svefninn og varð þess hrátt áskvnja, að simskeytið, sem maharajah’n- um hafði borist, bakaði honum nú engar áhyggjur. Hann geispaði ánægjulega og hugsaði hreykinn af sjálfum sjer: „Svona, nú er alt fallið i ljúfa löð.. i gærkvöldi drakk jeg heila sódavatnsflösku til að kyrra taugarnar. . . . En nú þegar jeg fer á fætur er hún alveg horfin úr huga mjer. . . . Mjer er alveg batnað, sem betur fer“. llann heyrði, að stóll var feldur um koll i næsta herbergi og skildi á þvi, að fjelagi hans var kominn á fætur. Hann kallaði: Freddv. . . . Hafið þjer sofið vel? llann barði fjörlega á dvrnar, eins og hann væri að slá bumbu. Kom inn! Hann fór inn og kom að Nicholson hálf- klæddum, þar sem liann bevgði sig yfir handtösku sina, og var að láta samanbrot- in föt sín niður í hana. Roberts varð hissa. Eruð þjer að taka til í herberginu svona snemma? Nicholson rjetti úr sjer. Það var ekki á honum að sjá að hann tæki vel gamni. Eddie. . . . Jeg er að taka saman dótið mitt. Við verðum að hætta við þessar dýra- veiðar. Hvað segið þjer!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.