Fálkinn


Fálkinn - 26.03.1932, Page 3

Fálkinn - 26.03.1932, Page 3
F A L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Rilstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvœnulasl).: Svavar Hjaltested. Aöalskrifstofa: tíankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga. kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Oslo: A n t o n S c 1> j ö t Ii s g a d i’ 14. Blaðið kemur út livern laugardug. Askriftarvcrð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. .4uglýsint/averð: 20 aura millimeter Herbertsprent. Uankastræti 3. Skraddaraþankar. „Festina lente“, segir latneskt máltæki. „Flýttu þjer hægt" er mein- ing þess. Það er hin siendurtekni sannleiki um, að hraðinn einn vinnur aldrei þrekvirki, heldur ástundunin þrautseigjan og fyrirhyggjan. En sa sem asann einan hefir sjer til úgæt- is hiður ósigur eins og hjerinn forð- um í viðureigninni við skjaldbök- una. l'.n það er ekki öllum get'ið að kunna að flýta sjer hægt. Fleslum finst skemtilegra að vinna í áhlaup- um skorpum og sofna svo á milli, eins og hjerin gerði. Og þó vita allir, að hæði er þetta meiri á- reynsla og óvænlegra lil sigurs. Þvi að þeim mun meiri sem flýtirinn er, því mun mciri verður núnings- mótstaðan við umhverfið. Loft- stcinninn verður rauðglóandi og hrennur jafnvel stundum upp til agna á leiðinni um himinhvolfin, al' núningnum við andrúmsloftið, og þó er þar ólíkri hörku til að dreifa. Altlrei hefir kapphlaupið milli þjóðanna verið ákafara en á þess- ari öld. Þær berjast um peninga og völd, allar vilja vera fremstar, al- veg eins og þeim hefði verið til- kynt, að á ákveðnum degi ætti jörð- in að farast og þessvegna væri um að gera að vera kominn sem lengst þá. En öll saga heimsins sýnir, að j>að er eins um þjóðirnar og ein- staklingana, að þær vaxá og ná há- marlci og hnignar siðan og liðast i sundur. Því fljótar sem þær ná há- markinu, þvi skemri verður æfi þcirra. Sú þjóð lifir lengst, sem vex hægt flýt’ir sjer hægt, en sefur aldrei. Þjóðverjar kunnu ekki að flýta sjer luegl eftir 1870. Þeir áttu sljórnend- ur, sem heimtuðu veglegasta sess- inn i veröldinni. Það reið þeim að fullu, stjórnendunum, en þjóðin rís upp aftur, en hefir verið tafin um tugi ára á eðlilegri þróunarbraut sinni. Japanar hafa tekið þá sjer til fyrirmyndar og vilja ekki hpldur flýta sjer hægt. Þeir seilast til valda og vilja með vöpnavaldi hlaupa l'ram úr cðlilegri rás- sinnar eigi'n þjóðar. Þcgar mennirnir vilja taka fram fýrir hendúrnar á eðlilegri rás lifs- ins skapar þa'ð aukna núningsmót- stöðu, sem heitir óvild er stund- um ver'ður að hatri eða 'fyrirlitn- ingu. Þegar þjóðirnar gera það knýr það fram styrjöld og hatur. Lífið sjálft er besti ráðsmaðurinn. Það er óumbreytanlegt þó að það sje aítaf að breytast. Og hvaða lög, sem þjóð- ir og einstaklingar setja þá geta þau aldrei felt úr gildi lögmál lífsins. Sigurður Birkis. Leikhúsið: Mjer var sagt það i ó- spurðum lrjettum hjerna á dÖgunum, að Sigurður Birkis væri hættur að kenna söng og farinn að vinna á skrifstofu. Til þess að vita vissii mina hringdi jeg til Birkis og hað liann um nokkra söngtima. „Því miður ekki hægl", segir Birkis i símann. „Jeg er hættur kenslu. Framvegis kenni jeg aðeins stúdentum guðfræðisdeidar Háskól- ans, og jeg vona, að það muni á sínum tíma koma islenzkri söngment að gagni, þegar þeir eru orð'nir dreifðir út um byggðir landsins". Sigurður Birkis segir elcki meira. llann vill ekk- ert gefa út á það, hvort hann muni síðar meir hefja söngkenslustarf sitt að nýju. Þvi verður fram- líðin að svara. Þeir, sem hafa eins og Sig. Birkis orðið að vinna fyrir sjer með óvissri stundakenslu árum saman, skilja vel, að hann skuli á þessum örðugu limum hafa þegið tryggari atvinnu, þegar lnin gafst. Það er ótrúlega seigdrepandi fyrir íslenska stunda- kennara að verða að vinna 10 —12 lima vetrarmánuðina til þess að geta dregið fram líl'ið alt árið og ganga svo venjulega atvinnulausir alt sum- arið. Iljá vinnusömum og skilvisum mönnum elur slíkt líl' upp þá ein- kennilegu venju: að kvíða fyrir sumrinu. Sumarið er þeim eins og veturinn birninum, dvalartimi, og ugla alvinnuleysisins gerir sitt til þess að kenna þeim að una betur vetri en sumri. Venjulega gerir þetta engum neitt lil nema stundakennurunum sjálf- um og vitanlega einnig óbeinlínis nemöndum þeirra. Ríkisstjórn og Al- þingi geti því að jafnaði látið sjer • fátt um finnast. En þegar i hlut á helsti og vinsælasti söngkennari þjóð- arinnar, horfir málið nokkuð öðruvísi við. Jeg er viss um, að með flestum öðrum menningarþjóðum nnmdi það þykja alvarleg tíðindi, að eini söng- kennari, scm nokkuð kvæði að og hefði hvers manns virðingu og traust, yrði að hætta störfum ein- hverra hluta vegna. Jeg hefi verið að búast við, að helstu blöð höfúð- staðarins tæki afstöðu til málsins, en á því virðist ætla að verða nokk- ur bið. Ef þetta mál varðaði Sigurð Birkis einan væri engin ástæða til að fara að skrifa í blöðin. í sjálfu sjer gerir þetta honum sjálfum litið lil. Hann er útlærður verslunarmaður, með á- gætu prófi frá einum af verslunar- skólum Kaupmannahafnar, og nú helir hann fengið sjer trygga at- vinnu. Við nemendur hans, sem þekkjum áhuga hans á islenskum söngmentum þykjumst hinsvegar vita, að honum muni ekki vera það sársaukalaust að hverfa frá söng- kenslustarfi sinu, sem hann hefir rækt með óvenjulegri alúð í sex ár. En málið snýr að alþjóð, öllum þeim íslendingum, sem unna hinni fögru list, og jeg veit, að fjölda margir eru á sama máli og jeg: að hjer þurl'i citthvað að gera til þess að tryggja þjóðinni framvegis kenslukrafta hr. Birkis óskipta. Til dæmis um vinsældir hans má nefna það, að þegar hann hætli kenslu um daginn, hafði hann þrált fyrir kreppuna nóga aðsókn hjer i Beykjavík og hafði auk þess verið Jósafat. JÓSAFAT. — Leikrit í 5 þáttum eftir Einar II. Kvaran. hcðinn að koma út á land og kenna karlakóri þar. Sigurður Birkis sigldi til Kaup- mannahafnar árið 1918 og gekk þar á verslunarskóla eins og áður er sagl, en tók sjer jafnframt tíma i söng. Að afloknu verslunarprófi l'ór lumn heim til íslands, en i stað þess að hverfa að verslunarstörfum, hjelt hann söngskemtanir hæði i Reykja- vik og úti um land. Haustið 192(1 fór hann enn til Hafnar og gekk þá á konunglega sönglistarskólann (Uet kongelige Musikkonservatorium). Var hann þar þrjú ár eins og venja er til og hafði að aðalkennara hr. Boul Bang. Meðan Birkis gelck á söngdistarskólann, var hann í karla- kórnum fræga, Bel Canto, og fór þá I söngför með kórnum til Prag og l'leiri borga i Mið-Evrópu. Að afloknu prófi við söng- listarskólann koin Sigurður Birkis héim til fslands, vorið 1921, og kendi hjer söng í hálft annað ár. Að þvi loknu fór hann lil Italíu til frekara náms og var í þcirri ferð um hálft annað ár. Naut hann þá tilsagnar liins heimsfræga söngkenn- ara, Maestro Fernando Carpi. A leiðinni heim hjelt Birkis söng- skemtun i Oddfellowhöllinni í Khöl'n, og fóru helstu hlöð Hafnar þeim orðum um söng hans, að þar hælti heyra fullkomna ítalska söng- meðferð og klassiskan flutning við- fangsefnann a. Þegar Sigurður Birkis kom heim til Reykjavíkur, vorið 1927, hóf hann jtégar söngkenslu og hefir stundað hana þanuað til um daginn, að hann hætti. Hann hefir kent hjer söng- lolki svo hundruðum skiptir. Meðal annars hcfir hann kent hverjum einasta kórfjelaga i öllum helstu karlakórum á íslandi, hæði i Reykja- vik, á Þingeyri, ísafirði, Siglufirði, Akureyri og Seyðisfirði. Hann kendi lílanfararkór þeim, sem söng á nor- ráena söngmótinu I Khöfn 1929 und- ir sljórn hr. Sigl'úsar Kinarssonar og leyndi j>að sjer ekki á raddbhé íslenska sönglolksins, að það hafði notið góðrar tilsagnar, enda fór það mikla frægðarför. Alþingishátíðarnefndin rjeð Sig- urð Birkis til að kenna öllu söng- l'ólki í hátíðarkórunum, og kom það Framhald á bls, 14, Þeir sem lesið hafa skáldsöguna ,.Siimbýli“ þekkja ef-nið í þessnm leik, þvi að hann er bggðar a sama efninn. Jósafat er riki maðurinn, sem þegar hjer i lifi er farinn að lcvelj- asl ,,i þessum Ioga“, en á banábeði fier hann huggnn, af sýnnm þeim scm honum birtast — fgrirgefning. Leikurinn var sýndur í fgrslu skifli á fimtudaginn annan en var og var mjög vel lekið. Endci, var sýningin gáð. Haraldur lijörnsson fár áigætlega með Íilutverkið, sem gaf honum ágætt tækifæri til að sýha liina fjölbreyttu knnnáttn sina. Og ondstæða hans, Grima gamla, sem launar ilt með góðu varð prýðileg i meðferð Gunnþórunnar Ilalldórs-. dóttur. Birtast hjer mgndir af þeim báðum og ank þess af Arndisi Björnsdóttur (frú Finndal) og Við- ori Pjeturssyní (Gunnsteinn lækn- ir).

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.