Fálkinn


Fálkinn - 13.08.1932, Blaðsíða 2

Fálkinn - 13.08.1932, Blaðsíða 2
0 F Á L K I N N ----- QAMLA BIO ----------- Nauðugur i herþjónustu. Talmynd og gamanleikur í 9 þáltum, lekinn af Metro-Gold- wyn-Mayer. AðalhlutverkiS leikur: IWSTER KEA TON, sem í þessari mynd lendir i nýj- um æfintýrum. BJÓR, BAYER, HVlTÖL. - 9 ölgerðin EGILL SKALLAGRlMSSON. (fúmmistígvjel. Stærsta og besta úrval- ið af allskonar gúmmí- stigvjelum er og verð- ur hjá Lðrus 6. Lúðvígsson, skóverslun. h ------ NÝJA BÍO ----------- Drengurinn ininn. Áhrifamikil tjekknesk mynd, um baráttu mó'ður fyrir barni sínu, tekin á þýsku af Feherfilm í Praha, undir stjórn Fr. Feher. Aðalhlutverk: MAGDA SONJA, JAR. KOCIAN og IIANS FEHER. Sýnd um helgina. ■ ■■■■■«■■ ■■■■■»■■ ■■■■■■■■ * ■ ÍSOFFfUBÚÐ ■ S. Jóhannesdóttir • Austurstræti 14 Reykjavik belnt & mótl LamUbankanum, 2 og á ísafirði við Silfurtorg. ■ 2 Mesta úrval af FATNAÐI lyrir j konur, karla, unglinga og börn. ■ ■ | Álnavara bæði til fatnaðar og S heimilisþarfa. ■ ■ I • Reykvíkingar og Hafnfirðingar kaupa þar þarfir sinar. ■ • Fólk utan af landi biður kunningja : sina í Reykjavik aö velja fyrir sig • vörur i SOFFÍUBÚÐ og láta senda þær gegn póstkrðfu. ■ ■ • Allir sem einu sinni reyna verða stöðugir viðskiftavinir i SOFFÍUBÚÐ • Reykjavikur símar 1887 og 2347. ísafjarðar simar 21 42. Hljóm- Og NAUÐUGUR í í þessari mynd HERÞJÓNUSTU. birtist Buster Kea- ------------ton sem miljóna- mæringssonur, sem aldrei hefir tek- ið ærlegl handtak. Hinsvegar hefir liann orðið bráðskotinn í búðar- stúlkunni Mary (Sally Eilers), en hún er ekki eins hrifin af honum. Nú ber svo við, að Ameríka fer í styrjöldina, og bílstjóri Busters strýkur frá honum. En jjegar Buster fer á vistráðningastofu lil þess að ná sjer í annan, varar hann sig ekki á þvi, að stofa þessi er farin að ráða menn i herinn í stað þess að ráða bílstjóra. Og áður en hann veit af ei hann orðinn hermaður. Heræfingarnar eru dálitið annað en líf það sem Buster hefir vanist. Iiann á illa æl'i undir þóttafulium liðþjálfa, en verst af öilu þykir hon- um það, að Mary augasteinn hans, sem komið hefir í herbúðirnar til þess að skemta og hjáipa liðsmönn- unuin, fær ekki að vera í l'riði fyr- ir þessum yfirmanni hans. Þau fara öll til Frakklands og Buster er nú orðinia ineiri maður i augum Mary en áður, eftir að hann varð her- maður. Hinsvegar grunar Buster hana nú um ótrúlyndi, svo að leiðin er enn skerjótt inn i hjónabandshöfn- ina. Gerast margir viðburðir og grátbroslegir á þeirri leið og hinn afbrýðissami-Buster á ekki sjö dag- ana sæla. Mary grunar hann um að vera í þingum við franska stelpu og hann grunar hana um að gefa lið- jijálfanum gott auga. Loks fær Buster tækifæri til að viuna hetjudáð á vigvellinum. Vit- anlega gerir hann það alveg óvilj- andi, en það gerir sama gagn. Hins- talmyndir. vegar er þó hermenskudugurinn ekki meiri eij svo hjá honum, að það verður honum til lífs, þegar hann er í seinustu ógöngunum, gð vopna- hlje er sett. Og fyrir bragðið kemst hann heim aftur til Bandaríkjanna og setur þar upp verksmiðju og skipar kunningja sina úr ófriðnum í ýmsar stöður þar. Og vitanlega fær Mary bestu stöðuna —- Hún verður seni sje konan hans. Buster Keaton er að vanda skemti- kgur í þessari mynd og tekst vel upp. Og stúlkan sem leikur á móti lionum er einstaklega skemtileg. — Edward Sedgwick hefir búið mynd- ina undir sýningu og samið lögin í liana ásamt Howard Johnson og Joseph Meyer. Myndin er tekin af Metro-Goldwyn-Mayer og verður sýnd hið fyrsta á Gamla Rio. DKENGURINN MINN! Þetta er ----------------fyrsta tal- myndin, sem tekin hefir verið í Tjekkóslóvakiu, átakanleg saga um ást móður til barns síns. Aðalper- sónan heitir Slava og er óðalseig- andafrú á stórum búgarði í Bæ- heimi. En maður hennar, Michow- ski er drykkfeldur ruddi, sem gerir henni lífið á heimilinu óbærflegt og hefir þur jafnan um sig hirð af drykkjurútuin og föntum. Loks of- býður konunni svo ofbeldi hans og fantæði, að liún flýr að næturþeli burt frá heimilinu sínu með dreng sinn kornungan og fer til Prag. Til þess að geta sjeð honum fyrir sæmi- legu uppeldi fær hún sjer stöðu sem söngkona á næturskemtistaðnum „Tabarin", en kemur drengnum fyr- ir á hóndabæ fyrir utan borgina. T.iini sinni á viku fær hún tækifæri til að heimsækja hann. En svo ber við i einni heimsókninni, að hún lýnir meðlaginu seni hún ætiaði að fa-ra bóndakonunni; umrenningur einn hefir stolið jivi af henni til að seðja hungur sitt. Hann finst og alt kemst upp, en Slava fær samt ekki peninga sína aftur. Þessi umrenn- ingur hefir fyrrum verið heimsfræg- ur fiðluleikari og l'yrir tilviljun gefst fólki tækifæri til að hlusta á hann. Drengurinn fær samhug með þess- ii m aumingja, sem að sínu leyti verður hrifinn af hljómlistargáfu drengsins, og gelur komið því lil leiðar, að hann fær að mentast i hljómlist. En Slava sekkur æ dýpra og dýpra og missir heilsuna. Hjer er ekki rúm til að rekja ítar- lega þessa harmsögu, sem myndin lýsir. En drengurinn verður undra- barn í fiðluleik og loks fær móðir hans færi á að hlusta á drenginn sinn. Henni skilst, að hann stendur svo framarlega á listamanna’braut- inni að honum eru allir vegir fær- ir, en á sömu stundu finnur hún sjálf að æfi hennar er á enda. Hún deyr fyrir augum drengsins, sem ekki skilur enn hvað daðinn er. Mynd jiessi er á þýsku og prýði- lega leikinn, ekki síst hlutverk Slövu, leikið af Magda Sonja. Mann hennar leikur Friedrich Feher, sem einnig hefir haft leikstjórnina með liöndum, en umrenninginn .lar. Kocian. Þá er enn ógetið drengsins, sem leikinn er af smádreng Hans Feher að nafni, sem er sjálfur undrabarn í fiðluleik. Mynd þessi verður sýnd á Nýja Ríó tim helgina. Tveir kunningjar í Pensylvaníu komu sjer saman um að hræða vin sinn eitt kvöld, er hann gekk frá vinnu á afviknum stað. Skyndilega hlupu þeir l'rain úr runna nokkrum þar sem þeir höfðu falið sig, og að manninum. Hann þekti þá ekki í myrkrinu, hjelt að hjer væru ræn- ingjar að verki, tók upp skamm- byssu sína og drap annan þeirra. ----x----- Þýskur vísindamaður hefir lekið sjcr íyrir hendur að rannsaka hvaða höfuðföl sjeu heitust. Hann hefir komist að þeirri niðurstöðu að „ensku húfurnar“ sjeu heitastar. Hiti á höfði sje 37 stig, ef maður notar enska húfu, 32 stig með pípuhatt, venjulegur flókahattur haldi 30 stig- um á höfði, en stráhatturinn aðeins 20 stigum. ----x----- Um daginn bar það við í Lond- on, að kona fór að. sækja barnið sitt, sein legið hafði á sjúkrahúsi. Hún fjekk annað barn, en sitt eigið. Hún skddi ekkeri < því hve breytt barnið var. Það grjet alla nóttina og vildi alls ekki kannast við mömmu sína. Næsta dag fór hún á sjúkrahúsið og kom þá í ljós, að hún hafði lengið barn annarar konu, svo jietta lagað- ist undireins. En skemtilegt var það i kki. * 18 ára piltur í Kolding i Dan- mörku fanst um daginn dauður úti i skógi. Hjá líkinu lá póstkort og á liað ritað: „Eins og Kreuger11. Menn halda heizt að hann hafi stolið í verslun þeirri, er hann vann við og samviskan dregið hann í dauðann. GLOBUSMEN og Globusmen Gold eru lengbeetu rakvjela- blöðln. Fá«t abelne I (Hefauanabúðinni ú Laugaveg 2.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.