Fálkinn


Fálkinn - 13.08.1932, Blaðsíða 11

Fálkinn - 13.08.1932, Blaðsíða 11
Yngstu lesendurnir. Farðu varlega. Amerikumönnum clctlur margt í hug, bæði gott og ilt. En eitt af því lcesta sem þeim hefir dottið í hug cr hreyfingin „Öryggið fyrst og fremst" (Safety first) — hreyfing; sem miðar að því, að kenna fólki og þá fyrst og l'remst unglingunum að l'ara sjer ekki að voða, einkum í um- ferðinni á stórborgarstrætunum þar. Hvergi er umferðin jafn mikil og hvergi er hraði samgöngutækjanna eins gífurlegur og þar, og þessvegna veitti ekki ai' þessari hreyfingu. Slys- in voru orðin svo ljót og tíð, að ekki var vanþörf á að hefjast handa. Nú liafa samgöngurnar breyst hjer á landi líka, og þessvegna er ekki vanþörf á því, að þið lærið llíka að fara varlega á götunum. Jafnvel reið- hjólin geta valdið slysum og bif- reiðaslys koina því miður ekki svo sjaldan fyrir hjer á landi, eins og þið vitið. Aldrei hefir verið eins hættuiegt að fara ■ um göturnar i Reykjavík eins og einmitt á síðustu árum og þessvegna skaðar ekki þó að jeg segi ykkur ofurlítið frá þess- ari hreyfingu ef það gæti orðið til þess, að þið festuð ykkur í minni orðin: Farðu varlega! STÖLEN BIÖES Hœttan er meiri en gamanið. 1 Ameríku er börnunum fyrst af öllu kendar umferðareglurnar. Þið vitið nú sjálfsagt öll það fyrsta og sjálfsagðasta í umferðarreglunum hjerna, að þið eigið að víkja til vinstri, en það er margt fleira að læra. Til dæmis verðið þið að læra það svo vel, að þið gleymið því al- drei, að gatan er enginn leikvöllur. í leiknum gleymið þið þvi hvar þið eruð stödd og varið ykkur ekki eins vel á hættunum eins og el' þið eruð á gangi á götunni. Og einmitt þeg- ar þið eruð -að slæpast á götunni verða fyrir ykkur ýmsar freistingar og þær eru hættulegar fyrir líf ykk- ar. Stundum hefir víst sú freistingin komið l'yrir ykkur þegar þið eruð á hjóli, og einkum el' brekka er framundan, að hengja ykkur aftan í bil sem fer fram hjá og láta liann draga ykkur upp brekkuna. En þetta e> stórhættulegt. Lögregluþjónarnir gætu eflaust sagt ykkur ýmsar leið- inlegar sögur af því, hvernig fer l'yrir sumum drengjum, sem gera þetta. Svo ætla jeg að minnast á annan lcik, sem þið eruð stundum að leika á götunni: að hlaupa fyrir horn. Þetta er stórhættulegt. Aldrei er hættan eins mikil og einmitt á götu- hornunum og þegar l)ið komið þjót- andi fyrir húshornið munið þið ekki altaf eftir að setja á ykkur hvort bíll hefir verið að flauta. Þið hlaupið cf til vill beint á bíl, sem er á hraðri ferð og þá er það guðs mildi, el' ekki verður slys af. Og það er ykkur að kenna en ekki bíl- stjóranum. Hjerna að ofan sjáið þið nynd af strák á hjóli og hann hangir al'tan í bít. Þessi mynd er víða á götunum í Ameríku og yfir henni stendur: Stolin ökuferð er hættuleg! Og ekki er það síður hættulegt að hengja sig aftan í bíla hjóllaus, eins og svo inargir strákar gera og jafn- vel stelpur líka. A DANGEROUS PLAYOROUND I.......— III..—- llœttulegur leikvöllur. Þessi niynd er líka frá Ameríku. Hjer á landi kemur hún varla til greina, l>ví að hjer eru engar járn- brautir. En þó var þ.að svo að þegar verið var að flytja grjót og möl í höfnina i Reykjavík of'an úr Öskju- hlíð, lá oft við slysum vegna þess f ð börn voru að leika sjer á brautar- teinunum og gáðu ekki að járnbraut- arvögnunum þegar þeir komu. Og brautarvagnarnir geta ekki vikið úr vegi, eins og bílarnir gera stundum tii þess að afstýra hættu, og ekki geta þeir heldur stöðvað ferðina nema á löngu færi. Verið ekki á hlaupum með odd- hvassa hhtti. í stórbæjunum i Ameriku eru all- staðar bygðir skemtilegir leikvellir handa börnunum svo að þau sjeu ekki að flækjast fyrir á liættulegum stöðum. Þessi leikvellir eru vel úl- búnir, þar geta börnin rólað sjer, vegið salt, farið i hringekjum og leikið sjer í sandkössum. Og þangað keniur fólk frá, ,Savety First“-fje- lögunum og talar l'yrir börnin og segir þeim frá öllum hættunum í borginni og gefur þeim smámyndir, sem þau safna saman. Og af þessum myndum læra þau að sjá, hve liættu- legt og óheilnæmt það er að vera að flækjast á götunni. Sá sem hleypur ógætilega með oddhvassan hlut, hníf, skæri eða jafnvel blýant, getur vel hlaupið á annað barn í ógáti og sært það. Og lika getur hann rekið það í sjálfan sig. Foreidrar ykkar hafa vitanlega bannað ykkur þetta, en það er nú svona, að mörg börn eiga bágt með að hlý'ða, nema þau skilji vel, að það er hættulegt að óhlýðnast. El' þið a'ðeins hugsið ykkur, hve hættu- legt það er að vera með opin bitjárn í höndunum þá látið þið víst ykkur ekki detta það í hug að gera það oftar. „Savety First“-fjelagið hefir gert mikið að þvi, að brýna þetta t'yrir börnunum í Ameríku og gefa út myndir, sem sýna hvað það er hættulegt að vera á hlaupum —- eða yfirleitt að leika sjer að svona áhöld- um. „Hníl'ur og skæri er ekki barna meðfæri“ segir máltækið, og það máltæki kunnið þið víst vel. Allar myndirnar sem þið sjáið lijerna hefir fjelagið gefið út og langtum l'leiri. Til dæmis myndir af því, hvað hættulegt það er að leika sjer að eldspítum, að hanga út úr gluggunum, klifra upp á borð og stóta og margt margt fteira. learn. Swim for Sport Safety* Lœrðu að synda. I.ærðu að synda, þjer til heilsu- ljótar og öryggis. Sundið er öllum nauðsynlegt, því að það er íþrótt, sem öllum kemur saman um, að sje hollari likamanum en nokkur önnur íþrótt. En sundið hefir líka bjargað lifi fjölda fólks, og ekki ætti þetta síst að vera nauðsynlegt íslending- um. Margir af ykkur drengjunum, sem lesið þetta, verðið áreiðanlega sjómenn þegar þið eru'ð orðnir stór- ii- og aðrir verða i sveit og þurfa að riða yfir djúp og straumhörð vötn og þá kemur sjer líka vel, að geta brugðið fyrir sig sundtökunum ef hesturinn bregst. „Safety first“-fje- lc.gin hafa heldur ekki gleymt því, að brýna fyrir unglingunum að læra sund. Það cr gott og gagnlegt þetta am- eríska l'jelag og þið getið öll lært mikið af því. Það er ekki einlilítt að auka allskonar yerklegar fram- kvæmdir í heiminum, heldur verð- ur jafnframt að kenna öllum að sjá við hættunum, sem sigla í kjölfar þessarar framfara. Þið verði'ð að muna vel þetta fallega boðorð, sem hreifingin ameríska hefir: Varð- vtitlu lif þin sjálfs og verndaðu líf annara. Svo ætla jeg nú eklci að prjedika meira fyrir ykkur um þetta en áð- ur en jeg hætti ætla jeg að sýna ykkur svolitið bragð: Hver ykkar getur haldið tveimur fimmeyringum niilli fingranna, þannig að aðeins rendurnar á þeim snerlist ? Bragðið. Litið þið á myndina. Þetta er hægt en hvernig? Þið komist hrátt a'ð raun um að það verður að beita brögð- um lil að gera þetta. Litið þið á deplalínuna, sem sýnd er á myndinni. Þar sem hún sjest hafið þið eldspítu. Án hennar er ó- mögulegt að halda fimnieyringunum. Ti'ita frænka. Myncl þessi er lekin af skipinu mikla skipi eru. Þær eru þrjár tals- Majestic, er það lá í þurkvi í Sout- en á myndinni sjást ekki nema hampton fyrir skömmu. Sýnir hún tvær. hve risavaxnar skrúfurnar á þessu

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.