Fálkinn


Fálkinn - 13.08.1932, Blaðsíða 5

Fálkinn - 13.08.1932, Blaðsíða 5
F Á L K 1 N N o ekki kynna konunni minni aðra en þá, sem jeg þekki e'ða hefi heyrt getið að góðu. Mjer datt í liug, að þjer þektuð hann frá Singapore og gætuð sagt mjer eitthvað af honum. — Jeg hefi hitt svo marga, svara'ði jeg og fór undan í flæm- ingi. Ef til vill kannast jeg vi'ð liann þegar jeg sje hann aftur. Jeg ætla að fara á gistihúsið í kvöld og tala við hann og sjá hvort jeg þekki hann. Það er einstaklega vel liugs- að, sagði Howard — má jeg hæta í glasið ? Jeg hafði ekki hugmynd um hvað jeg ætti að taka til bragðs. Þessi Fulmer var ekki koininn erindisleysu alla þessa leið. Yit- anlega ætlaði hann að nota sjer hræðslu Kitty sem vopn og hafa út úr henni fje —- til þess að hefna sín. Seinna um kvöldið sat jeg einn úti á svölunum í djúp- uin hugsunum þegar Ivity kom þangað mjer að óvörum og stakk einhverju í lófann á mjer. Mjer til mikillar furðu voru þetta gim- steinar, hringir og hálsband — ef til vill sextiu punda virði alls. En henni virtist vera alvara. — Hjerna, hvíslaði hún — taktu þetta og komdu fyrir hann vitinu. Frank hefir aldrei sjeð það, þvi að það hefir verið læst niðri. Þú ætlar á gistihúsið i kvöld, er það ekki? — Sagði maðurinn þinn þjer það? spurði jeg íorviða. — Nei, en jeg lieyrði það. Hvernig gast þú----------? Teruda stóð á hleri og heyrði alt. Teruda hlustar altaf, þessir fmalajar htusta altaf og þessvegna vita þeir svo margt. Þeir látast ekki skilja ensku — en þeir skiija. Og það er gott livað Teruda snertir, hann er hund- trj'ggur. Jeg treysti lionum að fullu. En gerðu eins og þú getur í kvöld. Jeg treysti þjer. Jeg vorkendi henni og fór á gistihúsið. Jeg spurði syfjaðan þýskan dyravörð, hvort Fulmer væri við. Hann sendi Kínverja upp til að gæta að. Svo var injer visað upp á aðra hærð, inn gang- inn og í herbergi þar. öðrumegin í herberginu var rúm, firrim fet frá glugganum. Á rúmstokknum sal Fulmer langur drjóli, loginleitur og gul- ur á hörund. Dr. Kompers? sagði hanii um leið og liann stóð upp. Gerið svo vel og fáið yður sæti! Hann benti á stól. Þjer munuð vera kunningi ivitly Meloney? sagði hann bros- andi. - Kunningi frú Howard, eigið þjer við ? svaraði jeg stuttur i spuna. Mjer skjátlast. Jeg hjelt að jeg hefði hitt yður í Singapore og að þjer þektuð Ivitty og mig. En ef til vili hafið þjer gleymt þessu, það eru líka ein tvö ár síðan. — Hvert er erindi yðar hirig- að? Frank Iloward verður skeml þegar hann heyrir um sambúð mina og Kitty í Singa- pore —- og að þjer vitið um liana líka. Við skulum snúa okkur að málefninu, svaraði jeg. Hvað ætlið þjer að gera? Ekkert sjerstakt, læknir. Jeg rakst liingað af lilviljun og langar til að gera Ivitty og mann- inum hennar heimsókn annað kvöld klukkan níu. Og þvinga af lienni fje, alveg eins og af frú Hunterdean! Jeg aðvara yður lijer með! — Gerið þjer svo vel að fara varlega. Jeg liefi skammbyssu hjerna. Farið þjer hægl, góði læknir. Jeg var á hans valdi. Jcg sýndi Jionum dýrgripi Kitty cn hann gerði ekki annað en hlæja, — Jeg get ekki tekið þetta frá lvitty, svaraði liann og kveikti í sigarettu. — Eill þúsund pund eða jeg segi Howard alt — og ineira til. Jeg hýst ekki við að þeim þyki það gaman, hvorki lionum nje henni — hann sem stal henni frá mjer. Þjer ætlið máske að borga, úr því þjer kom- ið hingað? — Hvorki jeg eða frú Iloward höfum þessa peninga. En takið eftir orðum minum, Fulmer. Jeg geri ait til þess að stöðva yður. Vitanlega, jeg skil það, en það stoðar ekki. Viljið þjer gera svo vel að opna dyrnar snöggv- ast, þá skal jeg sýna yður. Jeg opnaði dyrnar og sá stór- an Hindúa fyrir utan, með hogna sveðju við belti. Jeg Jokaði hurð- inni aftur. Þetta er Gonga, hann fylg- ir mjer eins og rakki og gætir mín. Hann sefur við dyrnar hjá mjer á nóttunni og eltir mig i fárra skrefa fjarlægð allan dag- inn. Og lítið þjer á gluggann þar kemst enginn inn. Hann hef- ir setl grindur fyrir. Jeg ætla mjer ekki út úr þessu herbergi fyr en klukkan 9 annað kvöld, svo að jeg er örugguiv Gonga býr mjer til allan mat og fer ekki lengra en lijer út á ganginn. Ilvað ætlið þjer að gera. Skjóta mig á leiðinni til Howai'd á morgun, með Gonga rjett á eft- ir mjer. Það væri ekkert skemti- legt, hvorki fyrir yður nje aðra sem reyndu það. Hann hafði sjeð við öllu fyrir- tram og um leið og jeg fór leit jeg á gluggann. Þar var ómögu- l< gl að komast inn, eins og hann bafði sagl. Þegar jeg kom aftur til skála Howards hvislaði Teruda. að Tuan-porambuan húsmóðir hans biði mín. Jeg fann liana úti í horni á svölunum og ljekk henni dýrgripina aftur. — Hjer sloðar ekkert nema þúsund pund sagði jeg. — Jeg get ekkert meira gert. Það var hrygðarmynd að sjá liana. Hún skalf frá hvirfli til ilja. — Jæja þá verð jeg að stöðva liann, sagði hún máttfarin. Jeg verð að afstýra því, að hann tali við manninn minn. Daginn eftir var hún veik og með hita. Alvarlega veik og jeg hafði nóg að hugsa að stunda hana. Teruda gekk út og inn þögull eins og svipur. Jeg var hræddur um að hún færi að tala óráð og tók Teruda afsíðis. Gætið hennar, Teruda og látið hana ekki tala þegar maðurinn hennar er við! Howard var mjög órótt út af konu sinni. Hann bað mig um að koma út á svalirnar þegar Fulmer kæmi, svo að við gætum drukkið glas saman allir. Hversvegna viljið þjer taka á móti honum. Þjer þurfið þess ekki og úr því að konan yðar er veik, er miklu nær, að þjer sje- uð hjá henni. —Fulmer sagði að það væri áríðandi að hann fengi að tala við mig, svaraði hann hægt, — svo að jeg má víst til. — Jeg fór á gistihúsið í gær- kvöldi, sagði jeg og ljest vera rólegur. — Og nú kannast jeg við manninn. Það er hættulegur maður og gerir eitthvað ilt af sjer hvar sem hann kemur. Mjer væri kært að þjer neituðuð að tala við hann. — Get það ekki, úr því að hann segir, að málið sje áríðandi. Jeg óska þess eins, að þjer sjeuð viðstaddur líka, svo við sjeum þrir. Jeg gat ekki maldað i móinn frekar. Klukkan sex um kvöldið fór jeg inn til Kitty. Hún var i rúminu, hitinn hafði dvínað og hún brosti veikt. — Jeg held að Fulmer komi ekki þegar á á að herða, sagði jeg til að hughreysta hana. Þá gerist kraftaverk, svar- aði hún og fór að skjálfa. Það dimdi meðan við vorum að tala saman. Jeg snæddi einn með Howard. Teruda gekk uin beina. Andlit hans var eins og gríma. Á eftir gekk jeg út stutta stund og reykti vindil. Ósjálfrátt reik- aði jeg að gistihúsinu, staðnæmd- isl bak við pálmalund og reyndi að sjá, hvar glugginn væri á her- bergi Fulmers - en tók þá eftir skugga, sem klifraði upp að ein- um glugganum. Það var Malaji. Hann staðnæmdisl fyrir utan gluggann nokkrar sekúndur og skreið svo niður aftur. Jeg gal svarið að þetta var Terucla. Hvað var liann að gera þarna? Máske reyna að komast inn, en árang- urslaust og því skreið hann ol- an aftur. Jeg fó r heim lil Howards. Hann sat og beið mín á svölun- um. — Jeg held að við verðum að fá okkur gias af viský, sagði hann og skelti með lófunum. Teruda kom inn. Andht hans var eins og steinn. Ivlukkan varð niu. Við litum hvor á annan, Howard og jeg. Einn til? sagði hann og helti á glösin. Við biðum og biðum en enginn kom. Klukkan varð yfir tíu. Howard brosti. — Jeg liugsa að jeg megi gleðjast yfir þvi að enginn kom. Jeg hefi nefnilega aldrei drepið mann, en jeg ætlaði mjer að gera það í kvöld. Og hann lagði stóra skammbyssu á borðið. Hvað eigið þjer við?.spurði jeg. Þjer vitið það ofur vel, læknir. Maður getur ekki látið óþokka eins og Fulmer bera út lygar um konuna sína. Jeg veil alt um Iíittv — vissi það löngu áður en við giftustum. Veit að hún er gull. En hvað var orðið af Fulmer. Jeg komst að því morguninn eftir. Hindúinn stóri, Gonga kom hlaupandi heim til Howards og bað um læknishjálp. Hann reyndi að útskýra: — Enginn komið iim stóð við dyrnar í alla nótt gluggarnir negldir — kom inn í morgun — hann vaknaði ekki nijög veikur — ilt í hjartanu — þú verður hjálpa. Jeg var á gistihúsinu á svip- stundu. Hindúinn fór með mjer inn. Fulmer lá i rúminu með krampadrætti í andlitinu. Hann var að taka andvörpin. Grind- urnar voru fyrir gluggunum, enginn hafði farið þá leið. Það var dularfult. — Nú kvelur hann þig aldrei framar, Kit.ty, sagði jeg. Hún hrosti felmtursfull og kinkaði kolli. Kompers hafði iokið sögu sinni. — Er það ekki merkilegt ? Enginn drap hann, að því er best verður sjeð---------- Ofur einfall, sagði dr. Vroom. Biðið við, þá skal jeg sýria ykkur. Jeg held jeg skilji þetta. Hann stóð upp og fór inn í skrifstofu sína. Eftir stutta stund kom hann aítur með glas, fult af gulu dul'ti og stuttan bamb- usreyr. Hann fjekk Kompers glasið. — Þú hefir ekki verið nógu lengi í Indlandi. Eftir tólf tiina hefir Fulmer verið uppjetinn. Balladonnablöð eru mikið brúk- uð af Malajum á Sumatra. Þeir mylja blöðin, blanda þau takei- eitri og blása því gegnum bam- busreyrinn. Teruda hefir ekki verið nema nokkra mínútur að blása hættulegasta eitri inn í herbergi Fulmers - án þess að nokkur vegsummerki sæist eftir. Þú sást hann klifra upp að glugg- anum og gera það, Kompers, en þú v'issir ekki hvað hann var að gera. Nú hefirðu lært það. Ungi læknirinn kinkaði kolli, en hönd hans titraði þegar hann tók á geneverflöskunni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.