Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1932, Blaðsíða 1

Fálkinn - 08.10.1932, Blaðsíða 1
16 siðor 40 anra SUMAR OG SJOR Sumcirið sem leið þótti heldiir óhagstætt hjer á landi, enda hafa menn góðu vanist fyrirfarandi sumur. Eiginlegt rosasum- ar gat það ekki talist, því að hey nýttust skaplega víðasthvar um land, en blíðskapar sumar var það ekki. — Öðru mdli er að gegna um sumarið í nágrannalöndunum. í Englandi var til dæmis eitt hið heitasta sumar í manna minnum og kvað jafnvel svo mikið að hitanum, að hann varð mönnum til óþæginda. 1 Noregi, Svíþjóð og Danmörku var eitt hið yndis- legasta sumar, sem menn muna. Það er mælikvarði á sumarveðrið hve mikið er sótt að baðstöðunum og er það mál manna, að aðsókn að sjóböðunum hafi aldrei verið meiri í þessum löndum en nú í sumar eða aðsóknin staðið lengur, því að sumarið kom venju fremur snemma. Myndirnar hjer að ofan eru teknar við Oslófjörðinn og gefa hugmynd um baðlífið þar. Tugir þúsunda af fólki fóru þar í sjó á hverjum einasta degi, ekki síst ungt fólk og börn. Og eftir sjóbaðið er svo legið i sólinni. Sólin og sjórinn er mesti heilsugjafi borgarbúanna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.