Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1932, Blaðsíða 2

Fálkinn - 08.10.1932, Blaðsíða 2
2 F A L K I N N ------ GAMLA BÍÓ --------- Miljónaveðmálið. Danskur tal- og söngva-gaman- leikur tekinn af A/S Nordisk Tonefilm, Köbenhavn. Aðalhlutverk léika: FREDEBIK JENSEN MARGUERITE VIBY HANS W. PETERSEN Myndin var sýnd i Paladsleik- húsinu tvisvar á dag í iúmt hálft ár. Myndin kemur bráðum hingaS. : EGILS PILSNER BJÓR MALTÖL HVÍTÖL. ■ \ SIRIUS GOSDRYKKIR, 9 tegundir. SÓDAVATN SAFT LÍKÖRAR, 5 teg. Nöfnin ,EGILL‘ og ,SIRIUS‘ tryggja gæðin. { H.f. Ölgerðin j EgiII Skallagrimsson j Sími 390 og 1303. Reykjavík. Ný tegund, endurbætt Aukið sogmagn Ódýrari. Fœst hjá raftækja- sölum. (fúmmístígvjel. Japönsku ódýru gúmmístígvjel' in nýkomin, verðið lækkað. Kven', brún 00 svört olans Kr. 10.00 Telpu-, — - -Nr.13-2- 7.50 Barna-, — « — - 8-11— 5.50 Lárus G. Lúðvígsson, skóverslun. ------ NÝJABÍÓ ------------- Ungir syndarar. Fox-mynd, sem lýsir lífi auS- stjettaaeskunnar í Ameríku, tek- in eftir handriti John Blystone. Aðalhlutverkin leika: THOMAS MEIGHAN, DOROTHY JORDAN og Hardie Albright Þessi áhrifamikla mynd verður sýnd bráðlega. )Vetrarvorur| ■ ■ svo sem: : Vetrarkápur, Káputau, | Kjólar, | Kjólatau, ■ ■ : Fatnaður : : j fyrir drengi og unglinga er j ■ ■ nýkomið í ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ B ÍsoffiubúðÍ i I ■ ■ ■ Hljóm- og talmyndir. MILJÓNA VEÐMÁLIÐ Gamla Bió ----^------------— hefir innan skamms á boðstólum danska tal- mynd, sem líkleg er til að fá hinar bestu móttökur hjer. Því að þetta er skemtimynd og leikin af ýmsum bestu skopleikurum Dana. Margir kannast við þá hjer og skal þá fyrst frægan telja skopmeistarann Frið- rik Jensen. Hinir þektu skopleika- höfundar Paul Saurauw og Flem- ing Lynge hafa samið leikinn en George Schneeveigt sjeð um töku myndarinnar. Efnjð er i stuttu máli það, að rík- ur faðir veðjar iniljón krónum við son sinn um það, að hann geti ekki búið með stúlkunni sinni í einn mánuð án jiess að rífast. Sonurinn (Hans Kurt) hefir lofastdansmeynni Auróru (Marguerite Yiby), en föð- ur hans, (Frederik Jensen) líst ekki á ráðahaginn og tekur veðmálsúr- ræðið til þess að afstýra honum. Og ekki jiar með búið, því að svo send- ir hann stúlku á heimilið til þeirra, 11 þess að gera Auroru afbrýðisama og ennfremur kemur ungur hljóð- færaleikari þangað, (Hans W. Pet- ersen) til þess að ögra piltinum. Gengur því á einlægum erfiðleikum fyrir hjónaefnunum og horfir oft ó- vænlega, en ungi maðurinn vill fyr- ir hvern mun vinna veðmálið, bæði vegna miljónarinnar og stúlkunnar. En loks er svo illa farið með Auróru, að hún flýr af heimilinu, kvöldið áð- ur en veðmálsfresturinn rennur út. Og þegar hún kemur heim morgun- inn eflir lendir í rimmu, þegar klukkuna vantar kortjer upp á, að tíminn sje á enda. Veðmálið virðist þvi tapað fyrir hjónaefnin. En þá kemur vinnukonan til sögunnar og færir klukkuna fram — hún hafði gengið klukkutíma of seintl Það er fjör og gleði yfir þessari mynd og í Danmörku var henni tek- ið með kostum og kynjum eins og irarka má af því, að i Kaupmanna- höfn var hún sýnd á Paladsleikliús- inu tvisvar á dag í 30 vikur sam- fieytt. Er það fátítt að myndir gangi svo lengi. — Þeir verða eflaust margir, sem vilja sjá þessa dönsku talmynd. UNGIR SYNDARAR Þetta er mynd ------------------- af lifnaði auð- stjettanna í Ameríku, samin af John Blystone og tekin af Fox Film. Hefst myndin á baðstað í Florida, hinum unaðslega stað, sem svo margir leita til sjer til hvíldar eða skemtunar og eru þar saman komin eintóm auð- kýfingabörn. Þau sem skara fram úr að fegurð og kátínu eru Connie Sinc- lair (Dorothy Jordan) og Gene Gib- son (Hardie Albright). Þau unnast hugástum, en það er ekki við kom- andi að Connie giftist fyr en hún er orðin 18 ára. Svallið er í algleymingi en þegar vínföngin eru þrotin fara Connie og Gene á vjelbát út fyrir landhelgina til að ná í meira. Á heimleiðinni ellir tollbáturinn þau en jiau kom- ast undan en stranda og mölva bát sinnn í spón. Blöðin komast að þessa og nota sjer það að lineykslis- sögu og faðir piltsins og móðir stúlk- unnar verða æf yfir. Faðirinn fær þjálfarann McGuire (Thomas Meig- han) til þess að gera mann úr Gene og borgar honum 10.000 dollara fyr- ir. Bíða nú erfiðar stundir unga piltsins, en stúlkan fer með móður sinni til Samoa og kynnist þar að- Frú Þórey Sigurðardóttir Hað- arst. 8, verður sjötug á morgun. aðalsmanni og lofast honum fyrir fortölur móður sinnar. Gene tekur framförum undir stjórn þjálfarans. En einu sinni skil- ur hann við hann og notar Gene þá færið til þess að drekkg ’whisky. Sama dag kemur Connie ti hans og vill vera hjá honum. Gene vill það ekki, þvi að þjálfarinn hefir bann- að honum það, og segir henni að fara á næsta gistihús. En veðrið versnar, svo að hún kemst ekki og verður hún þar um nóttina. Daginn cftir kemur þjálfarinn heim og verð- ur fokreiður þegar hann sjer að Gene hefir liýst kvenmann og þeim lendir saman í áflogum. En nú hefir Gene farið svo mikið fram að kröft- um, að hann verður yfirsterkari. Hann er orðinn nýr og betri mað- ur og þegar foreldrar þeirra Connie og hans koma til sögunnar hafa þau ekkert á móti því að þau giftist, Þórunn Jónsdóttir, Árkvörn, Fljótshlíð varð 70 ára í gær. af því að þau sjá, að þau eru bæði farin að hugsa alvarlega og eru orð- in laus við öll bernskubrek. —■ Og vitanlega er þjálfarinn boðinn í brúðkaupið. Það er orðið sjaldgæft að sjá myndir með Thomas Meighan, þess- um ágæta leikara, sem var uppá- hald svo inargra, og dáinn er fyrir nokkru. Munu vinir hans nota tæki- færið til aö sjá hann í þessu hlut- verki, sem er prýðilega leikið. Auk jieirra sem nefndir hafa verið leika þarna Cecilia Loftus og James Kirk- v.ood. — Myndin verður sýnd bráð- lega í Nýja Bió. ----x----- Sovjetstjórnin í Rússlandi hefir ákveðið að gera tilraun til að gera glæpamannakvikmyndir listrænni en áður. Ilefr liún ráðið Maxim Gorki til þess að skrifa nýja kvik- mynd, sem fullnægi þessari tilætlun.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.