Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1932, Blaðsíða 3

Fálkinn - 08.10.1932, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavik. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á rnánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. íslenskum stjórnmálamanni varð það á í sumar að skrifa um frið. Hann drap á, hve nauðsynlegt það væri að hinir andstæðu flokkar sameinuðust um lausn hinna al- varlegu vandamála, sem krefjast úr- lausnar og sem heill alþjóðar stend- ur og fellur með. Og hann benti á að hollara væri að stjórnmálamenn- irnir beindu orku sinni og góðum vilja að þessu, en að þeir eyddu henni i ófrið og illindi. Vissulega voru þessi orð ekki að ófyrirsynju töluð. Allir vita, að tím- arnir eru alvarlegir og allir tala um kreppu, harðæri og vandræði til iands og sjávar. Allir vita, að gjald- eyrisvandræðin eru svo miikil, að peningaforsjón landsins finst jafn- vel að þjóðin megi ekki kaupa sveskjur og rúsinur, allir vita að opinberir sjóðir eru galtómir, at- vinnufyrirtækin á heljarþröminni, atvinnuleysi meira en nokkru sinni fyr ög lánstraustið erlendis ekki á marga fiska. En samt má ekki tala um frið. Þó undarlegt megi virðast fjekk stjórn- málamaðurinn, sem mintist á frið- inn, aðkast úr ýmsum áttum fyrir orð sín. Svo inngróin er sumum ís- lendingum orðin meðvitundin qm það, að stjórnmálastarf hljóti að byggjast á illindi, mannskemming- um og allskonar svívirðingum, að þeim þótti það goðgá, er minst var á að sameinast um að bægja þeim voða frá, sem öllum kemur saman um að yfir vofi. Þetta kemur fyrir hjá þjóð, sem þykist vera menningarþjóð öðrum fremur, og sem nýlega hefir hald- ið hátiðlegt afmæli elsta þjóðþings- ins í veröldinni! „Hvert er þá orðið okkar starf?“ má spyrja. Hvar er reynslan þúsund ára? Er hún gleymd. Hvar er menn- ing þeirra stjórnmálamanna á 20. öld, sem rísa upp á afturfótunum ef minst er á samstarf stjórnmála- flokka til þess, að afstýra þjóðar- voða? Hvar er forsjá þeirra manna, sem geta ekki neitað sjer um að fljúgast á á barmi hyldýpisins? Aumingja Bretinn! Honum varð það á þegar neyðin steðjaði að hon- um, að semja frið við andstæðinga sína og nú hafa enskir ihaldsmenn og jafnaðarmenn unnið i samein- ingu að velferðarmálum ríkisins um sinn og snúið viðhorfinu til betr vegar. — Þeir mundu vist ekki eiga upp á háborðið Ramsey McDonald og Stanley Baldwin, ef þeir væri í i islenskum stjórnmálafloklci. En ef- laust mundu þeir geta lært margt. SVÍÞJÓÐARFÖR ÁRMENNINGA. Síðastliðið mánudagskvöld komu heim flestir þeirrá, sem hjeðan fóru á íslensku vikuna í Stokk- hólmi, þar á meðal iþróttamenn Ármanns. Varð förin til Svíþjóðar þeim til mikillar sæmdar og sýndu þeir alls i átta borgum i Sviþjóð allstaðar við hinn ágætasta orðstír, bæði hvað fimleikana snerti og glímuna. Hvergi voru viðtökurnar eins hjartanlegar og i Gavle. Þar bafði sjö manna nefnd verið skip- uð til þess að annast móttökurnar og var landshöfðinginn í nefndinni. Konsúll íslendnga þar í bænum Ivar Westergárd, sem sjálfur er gamall iþróttamaður hafði boð inni fyrir glímumennina og yfirleitt báru borgarbúar þá á höndum sjer. Blaðaummælin voru allstaðar hin bestu sem á verður kosið og bera þess vitni, að þau eru rituð af sann- færingu og hrifningu en engri upp- gerðar kurteisi. Sýning Ármenninga i Stokkhólmi, sem var einn liðurinn í íslensku vikunni, fór fram á Solliden-iþrótta- vellinum á Skansen, sunnudaginn 18. sept., sem var næstsíðasti dagur islensku vikunnar. Hljóðfæraflokkur sænska flotans gekk í fylkingar- broddi á leikvanginn og ljek m. a. sænska og íslenska þjóðsönginn. En samkomuna þarna í Skansen setti Malmquist forstjóri Nordiska Museet Því næst flutti dr. Gftiðmundur Finnbogason landsbókavörður er- Guðmundur Böðuarsson kaup- maður verður sjötugur 12. þ. m. indi um „Áhrif íslands á þjóðar- lundina" og þótti það afbragðs fróð- legt og vel flutt. Að því loknu hófst íþrótfasýningin. Dómari „Svenska Dagbladet“ lýsir fimleikunum ítar- lega og gerir grein fyrir, í hverju þeir sjeu frábrugðnir annari leik- fimi, t. d. Lingleikfiminni sænsku, sem þeir sjeu sprottnir af, og telur þá óvenjulega mjúka og fallega. Glímuna telur hann hafa gert áhorf- endurna alveg forviða og undrast þá fimi og fegurð, sem henni fylgi, — jafnvel þó hælkrókurinn sje leyfður, en honum er auðsjáanlega illa við hann. Þarna voru m. a- viðstaddir ríkis- Magnús Jónsson lyfjafr. Freyju- götu 10, verður 60 ára 12. þ. m. erfingjar Svíþjóðar og íslands, Ás- geir Ásgeirsson forsætisráðherra og Sveinn Björnsson sendiherra. Um kvöldið var boð fyrir íslensku gest- ina og hjeldu þar ræður Bjarni Ás- geirsson alþm., Sveinn Björnsson sendiherra og Friðrik krónprins. Eftir að borð voru upp tekin skemtu menn sjer við söng og samræður og voru Ármenningarnir kjarninn i söngflokknum. Sungu þeir „Du gamla, du fria“, „Kong Christian“ og „Ó, Guð vors lands“ og stjórn- aði Friðrik krónprins söngnum en Páll ísólfsson ljek undir. Á minni myndinni sem hjer fylg- ir sjást þrír áhugasamir áhorfend- ur á Skansen að horfa á stökkin hjá fimleikamönnunum: krónprins ■ Frið- rik, krónprins Gustaf Adolf og Ás- geir Asgeirsson forsætisráðherra. Stærri myndin sýnir Ármannsflokk- inn. I efri röð eru: Karl Gislason, Gísli Sigurðsson, Sigurður Norðdal, Dagbjartur Bjarnason, Ágúst Krist- jánsson, Þorsteinn Einarsson, Jens Guðbjörnsson, Jörgen Þorbergsson, Georg Þorsteinsson, Jóhann Eiðsson og Geir Ólafsson. En í fremri röð: Þórir Björnsson, Ragnar Kristins- son Jón Þorsteinsson, Höskuldur Steinsson og Páll Hallgrimsson. Teiknibestik hefi Jeg fyrirliggjandt fyrir alla skóia. Sjerstakt lágt verð fyrir námsfólk. Komið sem fyrst á Laugaveg 2 tn Bmun.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.