Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1932, Síða 13

Fálkinn - 08.10.1932, Síða 13
•V' A L K I N N 13 Erfurt -- elsti bær Morður-Þýskalands. Flestir ferðanienn sem hafa ekið gegníini Erfurt og skoðað bæinn út um vagngluggann muna eftir á ekki annað þaðan en geysistóra kirkju- byggingu í gotneskum stíl fjærst i bænum, dómkirkjuna og Severi. Þétta er ekki nema eðlilegt því að þetta er mesta byggingasafn Þýska- lands. En stígi maður af lestinni i bænum og lari að líta kringum sig, getur maður rakið 1200 ára gamla sögu bæjarins í hliðargötunum. Árið 724 kom BonifaciUs mikti i lieiðna þorpið „Erpheforde“. Þar stofnaði hann Renediktsnmnka- Utaustur nokkrum árum síðar og kapellu handa kristnuðum heiðingj- um' og frá þeim tíma er stofnun bæj- arins talin. Sá sem gengur um göturnar í Er- furt í dag upplifir þýska sögu frá dögum Karls mikla, án þess að hon- um finnist liann vera kominn á forn- gripasafn, því að alstaðar er líf í þessum fornu húsum, klaustrum og kirkjum, en að ytra útliti varðveita húsin sinn forna sVip, þó að húsun- um hafi að innan verið breytt i sam- ræmi við kröfur tímans. Þannig hef- ir lögreglan skrifstofur í kirkju Pjet- ursklaustursins fyrverandi og rök- ræðusalur prófessoranna frá húman- istatimanum er nú vinnustofa mál- ara. Erfurt sem háskólabær? Það vita múske fáir að Erfurt hafði háskóla í meira en 400 ár — frá 1392 til 1816 — og meira að segja voru allar þátímans kensludeildir við þann háskóla. Ýmsir frægustu menn húmanismans, Euban Hesse, Crotus Rubianus, Ulrich von Hiitten, Justus Jonas voru kennarar við há- skólann í Erfurt, en merkasti mað- ur þessa skóla var hvorki kennari eða prófessor þar heldur stúdent — Martin Lúther; þar er munksklefi hans i Ágústínaklaustrinu, þar er minnisvarði Zachariae þess sem sigraði Húss og við þann stein sór Lúther múnkaheit sitt. Konungur sem söólarasveinn. Árið 1631 til 1650 sátu Sviar í Erfurt og í veitingahúsinu „Zum hohen Lilie“ er enn hægt að sjá her- bergin, sem Gústaf II. Adolf hjó i 1631—’32, og í kjallaranum — þar slendur nú þvottarulla — er her- bergið, sem söðlararfjelagið hjelt fundi í og gerði konunginn að söðl- arasveini i heiðursskyni, einu sinni er hann kom inn þangað til þess að hnýsast í hvað um væri að vera. ti „Kraemerbrúcke“ þeirra ein- kennilegust, því að á brúarjöðrunum standa 30 hús og slúta út yfir ána.- Einu sinni keisaraleikhús nú dansstaður. Dænii um, hvernig öll heimsins tign hverfur er „Keisersaal“ í Futter- strasse, þar sem hópur keisara og konunga sátu á áhorfendabekkjun- um fyrir 100 árum og horfðu með hrifningu á gamanleiki Racine og Voltaire og dáðust að Talma, hinum mikla leikara þeirra tíma. Nú er þarna Veitingakrá og danssalur. Sic tránsit gloria mundi. Hjer að ofan eru þrjár myndir l'rá Erfurt. Til vinstri er furstahöllin, þar sem Napóleon bjó 1808, í miðj- unni stærsta bygging Þýskalands, kirkjan með Severi og til hægri \ eitingahúsið „Zum hohen Lilie“, þar sem Gustaf Adolf bjó á annari hs?S. Ekki iangt frá þessum stað er höll kurmainsiska furstans, fræg orðin af Napoleon mikla og í einum af söl- um þessarar hallar varð hinn snögg- legi fundur milli Napoleons og Goethe, þegar keisarinn sagði orðin: „Voilá un homme!“ — sjáið, þarna er maður! Goethe var oftar í Erfurt en í þetta skifti og i gömu vinstof- unni „Zum Klosterkeller“ getur mað ur setið við borðið, sem Goethe sat altaf við. Frá þessari vínstofu pant- aði Goethe vín að staðaldri og enn eru til um 50 brjef þangað með hans hendi, hjerumbil öll svohljóðandi: „. .. . afhendið þeim sem þetta brjef flytur yður eitt fat al' rauðum El- sasser og eitt fat af Languedoc. Jafn- framt tilkynnist að hægt er að vitja um borgun . . . .“ Bœrinn á brúnni. Yfir ána Gera, sein rennur um miðjan bæinn, liggja ýmsar brýr og Drotningin í Lívadiu. þá af mjer. Þú ert framúrskaraandi góð við mig, Fanny frænka, og jeg veit varla á hvern iiátt jeg á að þakka þjer“. Lafði Jocelyn brosti við honum. „Jeg skal segja þjer það, þegar jeg er búin að sjá Isa- bellu“, sagði hún. Á heimleiðinni kom Tony við á símastöð nokkurri, og sendi eftirfarandi símskeyti: „Simmons skipstjóri, Gufubáturinn Betty, Southampton. Bið yður að undirbúa fyrirvaralausa brottför. Farþegar sex til sjö. Þjónar með- taldir. Óvíst hve lengi ferðin stendur yfir. Símið þegar alt er tilbúið. Vona að þjer sjeuð frískur. Conway“. XIV. tsabetla var ánægð, og litaðisl um í hin- um bjarta og vistlega veitingasal. „Jeg er sannfærð um að pabbi fór vilt í því að við værum rjettir ríkiserfingjar“, sagði hún. „Að minsta kosti finst mjer jeg alls ekki vera nein drotning“. „Þjer eruð drotningarlegar“, sagði Tony. „Og það er alt sem liægt er að heimta af ungri og skynsamri stúlku“. „Jeg er nú samt hrædd um að hugarfar og útlit reglulegra konga og drotninga sje alt öðruvísi en mitt“, staðhæfði Isabella. „En jeg fæ aldrei þetta hugarfar. Mjer hefir liðið þúsund sinnum betur, síðan jeg strauk að heiman, en mjer hefði getað liðið, hvaða há- sæti, sem jeg hefði setið á. Jeg gat jafnvel fokreiðst af þessari gerfihirð, sem var í kringum okkur föður minn og mig. Það var einna líkast því að vera umkringdur af asna- legum vofum. Að ungfrú Watson einni und- anskildri, eruð þjer og Guy hinar einu mann- verur með viti, sem jeg liefi fyrir hitt“. Þau höfðu lokið við máltíðina, er þau höfðu fengið sjer í veitingahúsinu Brúgge. Sátu þau nú við kaffi og vindlinga. Óttinn og ókyrðin var nú horfið úr útliti Isabellu, blíðlegu raflituðu augun lýstu rólegri ham- ingju, þar sem þau blikuðu undan löngu augnahárunum. „.Teg vona, að yður falli vel við Fanuy frænku", sagði Tony og dreypti í kaffið. „Jeg er viss um að okkur kemur ágætlega saman“, sagði Isabella. „Eftir því sem þjer lýsið henni, þá er hún blátt áfram elskuverð". „Já, hún er það líka“, staðfesti Tony með eldmóði, sem var sjaldgæfur hjá honum. „Hún er fullkomnasta frænkan á jörðu hjer. Takið eftir því, að þó hún sje sjötíu og Iveggja ára, þá ætlar hún þó að verða okk- ur samferða á „Betty“ “. „En livað jeg hlakka til“, sagði Isabella. „Jeg elska hafið. Bara að við gætum farið kringum jörðina, og komið hingað úr vestri“. „Enginn getur bannað okkur það“, sagði hann. „Nema ef Guy að Fanny frænka færu að hafa á móti þvi“. Hann leit á úrið sitt. „En nú verðum við að fara að halda á stað, ef við ætlum að koma nógu snemma í Em- pireleikhúsið. Annars fáum við ekki að sjá tömdu sæljónin“. Samkvæmt ósk Isabellu fóru þau fótgang- andi til leikhússins. Leið þeirra lá um upp- ljómuð stræti, og Isabella gladdist yfir hverju smáatviki, er kom fyrir þau á leiðinni. Lýsti það betur en mörg orð hve ein og innibyrgð hún hafði áður verið. Dagskrá leikliússins var als ekki neitt ó- venjulega skemtileg, en hrifni Isabellu var smittandi, og Tony vissi ekki fyrri til en hann var farinn að klappa og hrópa fyrir tömdum sæljónum og hálfnöktu dansfólki. Loks er hljómsveitin hafði runað úr sjer þjóðsöngnum, kvaðst Isabella vera ánægð, og fús til þess að fara. Þau gengu í hægð- um sínum þangað er Tony hafði komið bif- reið sinni til geymslu, og fáum mínútum seinna þræddu þau sig áfram innan um um- ferðina á hinum fjölförnu götum West-End og í áttina til Hampstead. Stóra hifreiðin sveigði þegjandi inn í Latimer Lane og stað- næmdist fyrir utan hús Spaldings. „Halló“, sagði Tony. „Hjer hafa fleiri ver- ið á svalli en við“. Hann benti upp strætið. Hjer um hil þrjátíu metrum frá þeim sást í afturljós á bifreið er beið fyrir utan eitt hús- ið. Isabella hló, lágum og ánægjulegum hlátri. „Jeg vona að þeir hafi skemt sjer á- líka vel og við“, sagði hún náðarsamlega. Ilún sveiflaði að sjer kjólfaldinum og steig út úr vagninum. Tony stöðvaði vjelina, og fylgdi henni. „Jeg ætla að ganga snöggvast með yður upp að húsinu til að vita hvort alt er í lagi. Jeg sagði Bugg að vera kom- inn hingað klukkan hálf tólf“. Hann gekk að grindarhliðinu, hvíldi yfir því dimmur skuggi frá trjánum. Þegar hann tók hendi til lokunnar heyrðist afardauft þrusk á bak við hann. Hann sneri sjer við

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.