Fálkinn - 15.10.1932, Page 7
F Á L K I N N
7
Nýjar bækur.
BÁRUJÁRN heitir safn af smásög-
um eftir Sigurð B. Gröndal, sem ný-
lega er komið út. Er höfundurinn
áður kunnur af ljóðum, sem hann
hefir birt i ýmsum blöðum og tíma-
ritum og auk þess af ljóðabók, er
kom út eftir hann fyrir tveimur ár-
um. — Sögurnar eru níu talsins og
eiga allar sammerkt í því að vera
ljett og lipurt samdar og inega frem-
ur heita talaðar en skrifaðar, því að
höfundur lætur pérsónurnar tala
það mál, sem ungt fólk talar í Reykja
vík snemma á 20. öld. Frásögnin
verður fjörlegri fyrir bragðið, en
hitt má um deila, livort þeini, sem
vilja halda málinu i sem föstustum
skorðum, þyki rjett að farið. Efnis-
meðferðin er látlaus og eðlileg og
það leiðist víst fáum meðan hann
les sögurnar.
ALRÍKISSTEFNAN
eltir Ingvar Sigurðsson.
Höfundur þessarar bókar, sem er
nokkurnveginn einstæð í íslenskum
bókmentum, hefir tekist á hendur
að flytja Islendingum boðskapinn
um, að allar þjóðir eigi að samein-
ast í eitt ríki undir sameiginlegri
yfirstjórn, er hafi bæði fram-
kvæmdavald, dómsvald og löggjaf-
arvald yfir öllum þjóðum heims.
Hann gengur þess ekki dulinn, að
þetta eigi langl í iand, en orðin
Jiggja til alls fyrst og með einlægu
og óbilgjörnu starfi telur hann víst,
að hægt sje að undirbúa jarðveg
fyrir þetta framtíðarríki. En til þess
að það verði að veruleika þarf alt
viðhorf mannsins að breytast frá
því sem nú er. í stað föðurlandsást-
arinnar (eða öllu heldur þjóðremb-
ingsins) sem höfundurinn telur helstu
rót þeirra iiörmunga, sem heimur-
inn á við að stríða og sem veldur
ýmiskonar vandræðum í viðskiftum
þjóðanna og styrjöldum með öllu
því böti, sein þeim fylgir, vill höl'-
undurinn láta brýna fyrir þjóðunum
alheimsástina, þ. e. meðvitundina
um, að allir lifandi menn á jaririki
eigi jafnan rjett til gæða jarðarinn-
ar og að allir ineim sjeu bræður,
hvort sem þeir eru fæddir í Tíbet,
Uganda, frumskógum Ameríku eða
úti á íslandi. Menn eiga með öðrum
orðum að læra að „hugsa hnatt-
rænt“. Höfnndur leiðir rök að þvi,
að ef þessi hugsun yrði ráðandi og
ef tækist gæti að stofna allsherjar-
ríki á jörðinni mundi heimurinn
komast að mestu leyti hjá því böli,
sem sífelt steðjar að hjá einstökum
þjóðum; viðskiftahömlur mundu
hverfa úr sögunni, styrjaldirnar
sömuleiðis, samgöngur og viðskifti
meðal þjóðanna aukast, vísindi og
mentir sem nú eru áratugi að kom-
ast út fyrir mörk þess lands sem
þau eru sprottin úr, verða eign allra
þjóða á svipstundu. Höfundur rekur
hinar ýmsu hliðar þessa fyrirkomu-
lags og bendir rjettilega á, að með
alríkisfyrirkomulaginu verði auðvelt
að gera heiminn fullkomnari og betri
en áður og að þá muni hverfa afsjálfu
sjer flest þeirra ineina, sem þjaka þá
sem heiminn hyggja.
Þetta er mikil bók, á fjórða hundr-
að bls. að stærð og dylst engum sem
les, að mikil vinna er i henni fólg-
in. Höfundur hefir tekið sjer fyrir
hendur að lýsa all skilmerkilega fyrir
komulagi framtíðarríkisins, í öllum
aðalatriðum. Hann er við því húinn,
að sæta andmælum og hefir í sjer-
stökuin kafla bókarinnar ritað gegn
þeim mótbáruin, sem menn muni
fyrst og fremsf liafa á takteinum
gegn alríkisstefnunni. Er þetta og
bókin öll rituð af iniklum sannfær-
ingarkrafti, sem ber þess vitni að
höfundinum er þetta alvörumál. og
hann hefir gnægð sláandi dæina á
takteinum t*l lJess að sannfæra alla
hugsandi menn um, hve núverandi
stjórnarskipulag í heiminum, sje í
l'lesta staði óviðunandi, og fjarri því
að fullnægja þörf mannanna til að
lifa eins og mönnum ber að lifa,
bæði andlega og likamllega.
Hjer er ekki rúm til að rekja efni
þessarar eftirtektarverðu bókar
enda ekki hægt að gera það svo vel
fari. En hiklaust vil jeg ráða öllum
þeim, sem ekki vilja hafa asklokið
fyrir hiininn, að lesa hana og tel vist
að þeir hafi ánægju af, hvort sem
þeir eru trúaðir á, að alríkið geti
nokkurntíma komist á fót eða ekki.
Þvi að bókin hefir svo mikið að
geyma, af skörpum afhugunum og
flytur svo fagran boðskap, sprottinn
af göfugri hugsjón, að flestir menn
geta orðið hetri menn af að lesa
hana.
, Aliquis.
MORGUN LÍFSINS
eftir Kristmann Guðmundsson.
Loksins kom þó ein af sögum
Kristmanns Guðmundssonar út á ís-
lensku! Þessi ungi höfundur, sem
hlotið hefir viðurkenning nágranna-
þjóðanna og fyrir löngu er farið að
þýða bækur eftir á fjarlægari tungur,
hefir til þessa ekki átt neina af skáld-
sögum sinum á móðurmáli sinu. Það
hefir ekki flutt annað al' verkum
hans, en litla ljóðahók, sem hann gaf
út kornungur og svo nokkrar smá-
sögur í hlöðum og tímaritum.
„Morgun lífsins lifsins“ er af mörg
um talinn besta bók Kristmanns og
ætti eigi hvað sist að vera kærkom-
inn íslenskum lesendum. efnið er
ramíslenskt þrungið krafti og hörku
islenskrar náttúru og veðurfars og
liersónurnar sögunni hafa flestar
sömu einkenni. Það er hrein unun
að lesa þessa sögu aftur á islensku
eftir að hafa lesið hana á frummál-
inu og munu flestir er það gera ljúka
einum munni upp um það, að sagan
njóti sín enn betur i þýðingunni, eft-
ir að efni og mál er orðið af söniu
rót. — Guðmundur G. Hagalín skáld
hefir þýtt bókina og virðist þýðiug-
in vera sjerlega vönduð, málblæririn
allur viðfeldinn og eðlilegur. Útgef-
andinn, Ólafur Erlingsson, hefir
vandað vel til ytri frágangs hókar-
innar og gert hana smekklega úr
garði. „Morgun lífsins“ ætti að fá hin-
ar bestu viðtökur hjer á landi og
væri vel, að Islendingar sæi sóma
sinn i þvi, að eignast á islensku
þeirra sögur þeirra íslensku höf-
unda, sem rita á erlendum málum.
Það er ekki vansalaust, að t. d. bæk-
ur Gunnars Gunnarssonar og Krist-
manns sjeu ekki til á móðurmáli
þeirra.
MEÐFERÐ HESTA
heitir lítið kver, sem Daníel Daní-
elsson hefir gefið út nýlega. Gaf
hann út fyrir 7 árum stærra rit um
hesta, ásamt Einari E. Sæmundssyni,
en í þessu litla kveri gefur tiann
ýmsar bendingar um meðferð á hest-
um, sem ekki voru í bókinni. Hann
bendir þarna á ýmislegt sem aflaga
fer í meðferð reiðhesta og segir
hvernig skuli laga það, þá lýsir
hann því hvernig hesthúsin eigi að
vera, svo að hestunum líði vel í
þeim; einn kaflinn er um kynbætur
og hvaða kosti eigi einkum að leggja
áherslu á, þegar dýr eru valin til
undaneldis, annar um tölt og loks
koma 17 lieilræði, sem allir hesta-
menn ættu að kunna. Framan á
kverinu er mynd af Háfeta Daníels
á tölti. — Það þart' ekki að draga í
efa, að það eru fáir hestaeigendur á
landinu, sem ekki geta lært inargt af
þessu kveri, þó það sje ekki stórt.
Það ætti að vera til á hverju heimili,
sje nokkur hestur þar til.
El' til vill hefir útvarpið ineiri liýð-
ingu í Rússlandi en nokkru öðru
landi Evrópu, bæði vegna strjálbýlis
og svo þess, hve margir eru þar ó-
læsir. Útvarpið hefir einkum verið
notað til þess að tala máli kommún-
ismans og 6C% af dagskránni hefir
verið um stjórnmál. 10—15% af
öllum víðtækjum í Rússlandi eru í
herbúðum, klúhbum eða bókasöfn-
um og má gera ráð fyrir, að hlust-
endur sjeu um 9 miljónir. En við því
verðnr að sjá, að hlustendur skilja
málið sem talað er og þessvegna eru
um 40 mismunandi mál og mállysk-
ur notað, eftir þ.ví sem við á. Dag-
skrárar eru mjög mismunandi eftir
þvi hverskonar fólk að er, sem út-
varjiað er til og leitast er við að
taka sem mest tillit til óska útvarps-
notenda, sem hæði skrifa útvarps-
stjórunum hrjef, svo miljónum skift-
ir og halda fundi til jiess að sam-
þykkja áskoranir um efnisval.
Útvarpsstöðin í Moskva hefir gerl
áætlun um útvarpsefni fyrir riæsta
ár. Og hún er frábrugðin áætlun síð-
asta árs í því, að nú er stjórnmála-
prjedikunum aðeins ætlað 7 % af út-
varpstímaiium. 2 %• tekur fræðsla
um líkamsrækt, harnatímar 7%, leið-
beiningar um vjelanotkun og land-
búnað 10%, en músik og mentir
66% (músik 58%, hókmentir og
leikment 7%; og erlend tunguinála-
fræðsla 6% ). Loks taka almennar lil-
kynningar 7(i, svo sem dagskrár, og
veðurfregnir.
Viðvíkjandi skemtiskránni hefir
það komið í Ijós, að þó að hlustend-
ur hænist meir og meir að syinfóní-
um og þungri nuisik vilja margir þó
hafa þjóðvísur og ljettari tónsriiiðar
líka. Og jafnframt liví sem leitast er
við, að kynna hlustendum hina klass-
isku skáld Rússa, er líka mikið les-
in upp og leikin rit ungra rússneskra
höfunda, sein mörg eru samin hein-
línis fyrir útvarpið. Danslög, skemti-
sögui; og þessháttar tekur sil'ell
meiri og meiri hluta af útvarps-
skránni — stjórn útvarpsins er sani-
þykk Maxim Gorki i því, að rúss-
neskir hlustendur eigi öllum öðrum
hlustendum frennir ,rjétt á að hlæja*.
Á arinari myndinni sem hjer fylgir,
sjest eiiin turninn á Komisternstöð-
inni í Moskva og hin sýnir rússneskl
bændafólk að hlusta á útvarp.
SKEMTILEGRI ÚTVARPSDAGSKRÁ
í RÚSSLANDI.
í síðasta mánuði fórust 100 manns
við járnhrautarslys i Changchun, 60
-—70 km. fyrir sunnan Harbin.
Teinarnir höfðu verið rifnir burt á
löngu svæði i hrekku og ók lestin út
af, en eimvagninn og sex. farþega-
vagnar ultu niður brekkuna.- Að
vörinu spori eftir slysið köm hópur
ræningja jiarna að og rá'ndu öílu fje-
mætu af dauðum og lifandi. Höfðu
ræningjarnir rifið upp teinana til
þess að slysið yrði.
----x----
Nýlega fundust likin af tveimur
Englendingum, Hans og Duffield í
arabisku eyðimörkinni skamt frá
bænuin Kosseir við Rauðahafið. Þyk-
ir liklegt að Bedúinar liafi myrt þá.