Fálkinn


Fálkinn - 15.10.1932, Side 13

Fálkinn - 15.10.1932, Side 13
F Á L K I N N Setjið þið saman! 1.......................... 2.......................... 3 ......................... 4 ......................... 5 ......................... 6 ......................... 7 ......................... 8 ......................... 9.......................... 10........................... 11........................... 12........................... 13 ......................... 14 ......................... 15 ......................... Samstöfurnar a—a—a—a—an—ar— ar — ar — ar— ann—an—at—ást—bú—bor'ð—ed— es —en-—en—er—el—hum-—i—ia.ng—i —hit—.jangt—lan—lár—mem—rath —saum—sek—rams—stef—ta — tam —thal—æð. Þrenn verdlaun: kr. 5, 3 og 2. Orðin tákna: 1. Krabbategund. 2. Þar sem eru egg á vorin. 3. Húsgagn sem kvenfóikið á. 4. Leiklistargyðja. 5. Ríki í Austur-Indlandi. 6. Konungsnafn frá Egyptalandi. 7. Fljót i Kina. - 8. Gamall aldingarður. 9. Eyja í Kyrrahafi. 10. Gamall herkönuugur. 11. Fjall í Vestur-Asíu. 12. Þýskur stjórnmálamaður. 13. Bær í Austur-Prússlandi. 14. Ástarvísa. 15. Kvenmannsnafn. Samstöfurnar eru alls 39 og á að setja þær saman í 15 orð í samræmi við það sem orðin eiga að tákna, þannig að fremstu stafirnir i orðun- um, taldir ofan frá og niður og öft- ustu stafirnir, taldir að neðan og upp, sýni mjög langt íslenskt orð Slrykið yfir hverja samstöfu um leið og þjer notið hana í orð og skrif- ið orðin á listann -til vinstri. Nota má ð sem d og í sem i. Sendið „Fálkanum“, Bankastræti 3 lausnina fyrir 15. nóv. og skriíið langa orðið i horn umslagsins'. Frá Hollywood berst sú fregn, að komið hafi til mála að setja niður kaup kvikmyndaleikaranna mjög mikið. Eru kvikmyndafjelögin að bollaleggja þetta í sameiningu. Um leið er sagt frá því, að kvikmynda- konurnar sjeu mjög reiðar yfir þessu tiltæki fjelaganna — og hóti að gera verkfall ef úr launalækkuninni verð- ur. En svo sem kunnugt er, hafa kvikmyndakonurnar sumar mörg þúsund dollara á viku — en eyða því öllu, og sumar eru stórskuld- ugar. Bræður tveir í New York, Willi- am 10 ára og Albert 14 ára, urðu um danginn ósáttir um eitthvert lítilfjör- legt leikfang. Þeir rifust lengi og skildu svo sem örgustu fjandmenn. Lítilli stundu síðar, kastaði William sjer út um glugga á 5. hæð — og beið bana þegar í stað. Á borðinu í herberginu fanst miði, þar sem William hafði skrifað: „Nú getur Albert átt öll leikföngin!" . ----x----- Gharles Leach hjet breskur skip- stjóri, seih nýlega fanst dauður í litlu húsi í Guernrey. Hann bar auknefnið „skipstjóri dauðans“, því að hann mun hafa haft heimsmet í þvi að stranda skútunum sinum. Hann hafði siglt sem skipstjóri á 32 skipum, undir margra þjóða fána og fórust þau öll. Flestum strandaði hann, önnur brunnu og sum súkku i hafi. Fyrsta skipið hjet„Geral- dine“. Tveim dögum eftir að Leach Ijet í haf frá Southampton, rakst j<að á sker í þoku — og flestir skipverjar fórust. Og síðan rak livert óliappið annað. Enginn bresk- ur sjómaður vildi sigla með hon- um og hann leitaði sjer atvinnu í öðrum löndum. En ekkert skip sem hann stýrði, kom nokkru sinni i höfn aftur. Loks gafst hann alveg upp, keypti sjer litla jörð og fór að búa. ----'X---- Skamt fyrir utan Berlin hefir ný- lega verið opnað nokkurskonar hvíldarheimili fyrir gamla og þreytta hesta. Er þar farið með hestana al- veg eins og sjúklinga á sjúkrahúsi, læknar skoða þá og segja fyrir um hvernig með þá skal farið. Hjúkrun- arfólk sjer um klárana, gefur þeiin það að jeta, sem læknirinn hefir fyrirskipað, baðar hestana og þvær og yfirleitt sjer um þá að öllu leyti. Drotningin í Lívadiu. Hann reyndi enn á ný að mótmæla, en hún bannaði honum það með yndislegum strang- leika, og skipaði lionum að halla sjer út af í stólnum. Laut hún síðan að honum, og baðaði og þerraði sárið með mjúkum og ljettum liandtökum, svo sem væri hún æfð hjúkrunarkona. Tony athugaði aðfarir henn- iar i liandspegli og ljet ánægju sina i ljósi. „Nú er kominn liáttatími fyrir yður“, sagði hann. „Við getum talað nánar um ráða- gerðir okkar á morgun“, „Já“, sagði Isabella hlýðin. „Haldið þjer að við þurfum að vonast eftir nýrri árás í nótt?“ Tony hristi höfuðið. „Nei“, sagði hann á- kveðinn. „Annars mundi jeg sofa á djTa- mottunni“. Hann tók hattinn sinn. „Reynið að vera tilbúnar klukkan hálf tólf á morg- un. Þá mun jeg koma til að sækja yður“. Hann þagnaði. „Góða nótt kæra Isabella“. sagði hann svo. Hún leit á hann og mátti sjá á henni hvað hún treysti honum vel. „Góða nótt kæri Tony“. Klukkan var nákvæmlega stundarfjórð- ung gengin í eitt þegar bíll Tonys beygði upp að dyrunum á húsi lafði Jocelyn. Tony og Isabella stigu út og Tony leit vandlega kringum sig í strætinu, sem afar lítil umferð var í. „Jeg held að við höfum leikið á þá, Isa- bella“, sagði Tony hróðugur. DjTnar opn- uðust og tvær af þjónustumeyjum lafði Joce- lyn komu út. Tony hjálpaði þeim til að bera farangur Isabellu inn í húsið. Var þeim síð- an vísað inn í skrautstofuna, og beið lafði Jocelyn þar eftir þeim. „Þetta er nú Isabella“, Fanny frænka“, sagði Tony. Lafði Jocelyn leit snögt til Isabellu, og hin gáfulegu augu hennar virtust athuga hana hátt og lágt í einu vetfangi. „Kæra barn. Þjer eruð framúrskarandi yndislegar“, sagði hún. „Gerið svo vel að setjast". Isabella seltist brosandi við hlið gömlu konunnar; en Tony hreiðraði um sig á gólf- ábreiðunni fyrir framan arininn. „Hún er endurbætt útgáfa af Molly Monk“, sagði hann ánægjulega, „og Molly er talin einhver fegursta stúlkan í London. „Það liggur við að þjer sjeuð skyldugar til að vera fríðleikskona“, sagði lafði Jocelyn og klappaði á hönd Isabellu. „Faðir yðar var sjerstaklega laglegur maður, einkum áð- ur en hann fór að drekka“. Hún sneri sjer að Tony. „Það gleður mig að þú ert búinn að koma henni liingað í örugt liæli. Jeg lá vakandi i mest alla nótt, og skalf af hræðslu af því að jeg var svo hrædd um að einhver mundi skera ykkur á háls“. Tony hló. „Nei, þeir ljetu sjer nægja með vörina á mjer, og Isabella hefur næst um því læknað hana til fulls aftur“. Lal'ði Jocelyn ljet á sig gleraugu og leit hiiðlega til Tonys. „Þegar jeg athuga þig ná- kvæmlega, þá sje jeg að þú ert dálítið af- skræmdur. Jeg skoðaði Isabellu svo vand- iega að jeg mátti ekki vera að þvi að gæta að þjer, og tók því ekki eftir þessu“. „Þetta er brátt liðið hjá“, sagði Tony. „Fegurðin kemur bráðum aftur“. Hann dró hægindastól til sín. „Nú skal jeg segja þjer upp alla söguna, Fannjr frænka. Hún er al- veg mátulega löng til að segja hana áður en við borðum litla skattinn, og jeg fæ ætið svo ágæta matarlyst er jeg tala um sjálfan mig“. Lafði Jocelyn lcinkaði kolli. „Byrjalðu bara“, sagði hún hvetjandi. „Nógur er mat- urinn í húsinu“. Tony sagði nú skýrt og greinilega frá næturbardaganum í Latimer Lane, og um það leyti sem hann var að enda við það, var þeim tilkynt að maturinn væri tilbúinn. Lafði Jocelyn leiddi Isabellu inn í borð- stofuna, þar sem ágætur matur beið þeirra. í fyrstu snerist samtalið mest um matinn, en síðan sendi lafði Joeelyn þjónustufólkið út og sneri sjer að Tony. • „Nú getur þú haldið áfram“, sagði hún. „.leg finn að jeg hef styrkst“. „Jeg mátti til að segja Guy alla söguna i morgun, og hann ávitaði mig auðvitað, og kvað þetta vera mjer að kenna þar sem jeg liel'ði farið með Isabellu i leikhúsið“. „Býst þú við að þjer muni hafa verið veitt eftirför hingað?“ spurði lafði Jocelyn. „Jeg lield ekki“, svaraði Tony. „Þeir hafa ef til vill sjeð okkur leggja af stað, en jeg ók dálítinn krók, kringum Barnett og Hert- ford, áður en við komum hingað, og við sá- um engan veita okkur eftirför. Er ekki svo Isabella ?“ Isabella hristi höfuðið. „Da Freitas mundi læplega reyna að elta yður, ef hann liefur einhverntíma sjeð til yðar aka bil. Hann er ekki vanur að eyða tímanum i það sem er ómögulegt“. Lafði Jocelyn hló. „Kæra barn“, sagði hún. „Ef þjer viljið láta skoða yður sem drotn- ingu þá megið þjer aldrei gera að gamni yðar. Þegar Karl annar dó varð ekki lengur tíska að segja spaugsyrði, og nú á dögum er ekki einn einasti af konungsættum sem hef- ur neista af skemtiskapi. —- Segðu mjer Tony, hefur þú frjett nokkuð af skipstjór- anum þínum?“ Tony kinkaði kolli. „Jeg fjekk skeyti í morgun. Hann segir að„Betty“ geti orðið til- búin á fimtudaginn“. „Mjer finst það dæmalaust fallega gert af yður að vilja verða okkur samferða“, sagði Isabella. „En góða barn. Ekki gæti jeg látið yður fara eina með þeim Tony og Guy. Verður

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.