Fálkinn - 10.12.1932, Side 14
14
F Á L K I N N
Veist þú Jimmy hvar de Saint Anna höllin
og Valera hrúin eru?“
Jimmy kinkaði kolli. „Jeg get sagt með
isanni að jeg þekki hvern þumlung af landi
þessu“. Hann leit vonaraugum á Tony.
Hefur þjer dottið nokkuð í liug, sem að gagni
mætti verða?“ ?
■ „Ekki ennþá“. Þessvegna kallaði jeg þenn-
an ríkisráðsfund saman“. Hann sneri sjer
að Guy. „Þú ert elstur okkar frændi sæll.
Hvað dettur þjer í hug? Þú skalt taka fyrst-
<ur til máls“.
„Mjer líst vo á að eina ráðið til þess að
Gjarga Isabellu sje að gera það með valdi,
og verður þá eina spurningin, sem svara
þarf, á hvern hátt við eigum að haga atlög-
unni“ sagði Guy, eftir að liafa liugsað sig
um stundarkorn.
„Þakka þjer fyrir Guy“, sagði Tony. „Þetta
var einmitt ráðið, sem jeg bjóst við frá
jmanni, með jafn frekjulegt skaplyndi og þú
hefur. Og hvað dettur þjer í liug Jimmy?“
Jimmy stóð upp og sagði liátíðlega. „Jeg
líef þann lieiður að vera alveg á sama máli
og háttvirtur síðasti ræðumaður. Jeg liefi
ætíð kosið að ganga beint að verki. En
livað segir vor æruverði sálnahirðir sjera
Monk?“
„Jeg segi að þetta er einhver mesta
heimska, sem jeg nokkurntíma hefi heyrt
tvo menn vera sammála um“, sagði Molly
skýrt og ákveðið.
„Mjer þykir leitt að þurfa að vera áhefluð
við yður herra Oliver, en þetta áform ykk-
ar er óframkvæmanlegt með öllu. Haldið
þjer------Dettur yður í hug að þó að við
kæmumst til Valónabrúarinnar, sem er al-
veg óvíst, að okkur yrði leyft að flækjast
])ar fram og aftur? Áuðvitað mundu þeir
]>egar vita hvert áform okkar væri“.
„En við vitum hvenær þetta skeður, og
yrðum að sjá um að koma þangað á sama
augnabliki og orustan hefst“ mótmælti
Jimmy.
„Og hvað svo?“ sagði Molly reiðilega „Haf-
ið ])jer þá vopnaðan flokk, sem vill taka að
sjer að myrða lieilt herfylki til þess að hjarga
stúlkunni? Dettur yður i hug að þeir mundu
leyfa yður að sletta yður fram í málefni
þeirra? Það er fremur ólíklegt. Jeg býst við
því, að það væri eins gott fyrir okkur að
fremja sjálfsmorð hjer úti á skipinu“.
Guy ypti öxlum. „Þjer hafið rjett að mæla.
En livað anqað er liægt að gera? Hjer er
fckki um annað ráð að ræða“. Molly laut
ofurlitið áfram, og hláu augun hennar tindr-
uðu af geðshræringu. „Jú, jeg lief annað
úáð“, sagði hún rólega.
Þau þögðu um stund.
„IJaltu bar áfram“, sagði Tony. „Við hlýð-
um á“.
„Ef við getum komist til Valona“ hjelt
Molly áfram, og talaði hratt. „Hver getur
þá varnað okkur að komast alla leið til de
Saint Amea hallarinnar?“
„Hamingjan góða!“ sagði Jimmy; en átt-
aði sig svo, og settist niður.
„Já“, sagði Molly í hrifningu. „Að vísu
er þetta allmikil áhætta“.
,,Það er algerlega vonlaust fyrirtæki“, tók
Guy fram í.
„Lát þú Molly ljúka máli sínu“, sagði
Tony. „Við getum svo fundið að því á eflir“.
„Heyrðu mig“, sagði Molly. „Eftir því er
jeg best veit er engum af Pjeturs mönnum
kunnugt um veru okkar hjer i Lívadiu.
Það er trompfásinn okkar, og ef við ekki
spilum honum út, þá getum við hætt spil-
inu undireins“. Hún sneri sjer að Jimmy.
„Hvar er þessi höll? Getið þjer sagt mjer
það? Er hægt að komast þangað í bifreið,
án þess að fara um Portrigo, eða Valona?“
Jimmy kinkaði kolli. „Það er liægt að
fara út af aðalveginum uppi í fjöllunum,
hjer um bil fimm mílum frá Braxa. Eftir
þvi, sem jeg hefi heyrt sagt mun liægt að
fara þá leið til hallarinnar í bifreið. En ef
dæma skal eftir því, sem hersirinn sagði
við Tony, þá er litil von til þess að við kom-
umst áleiðis".
„Þá hlið málsins skuluð þjer ekki kæra
yður um“, sagði Molly kuldalega. „Ef að ])jer
eruð kunnugir leiðinni, þá skuluð þjer láta
mig um hitt“. Hún stakk hendinni í barm,
og tók upp þykka pappirshlaðið, sem leit
svo tignarlega út, og hún liafði áður sýnt
Tony. „Ef þetta hjálpar okkur ekki til að
komast í gegn um lítilfjörlegan hermanna-
vörð“, bætti hún við; og henti blaðinu á
borðið, „þá getum við þegar snúið skipinu
lieimleiðis“.
„Jeg lilýt að vera mjög lieimskur“, sagði
Guy nsestum því ruglaður. „En mjer er ó-
mögulegt að sjá hvað þið ætlið að gera þó
að þið komist til hallarinnar“.
Molly dró djúpt andann. „Það er aðeins
eitt, sem hægt er að gera“, sagði hún liægt
og skýrt. Prinsessan og jeg vgrðum að skifta
um hlutverk, á einn eður annan hátt. Það
er eina ráðið, sem um er liægt að ræða“.
Guy leit út eins og sprengikúlu hefði lost-
ið niður við fætur honum, og jafuvel Jimmy,
sem þó kallaði ekki alt ömmu sína, glápti
á liana eins og tröll á lieiðríkju.
„Skipta um hlutverk", endurtók Guy loks-
ins, „Er yður alvara með að gera það“.
„Já, auðvitað er mjer alvara“, sagði Molly
óþolinmóð. „Er yður ekki ljóst hve það er
þægilegt? Eftir því sem mjer hefur verið
sagt erum við Isabella svo líkar að varla er
hægt að þekkja oklcur í sundur. Þó enginn
geti trúað því, sem aðeins hefur sjeð mig
i þessum húningi. Sjáið til, ef liægt væri að
koma því svo fyrir að við Isabella gætum
verið tvær einar í svo sem einn stundarfjórð-
ung, þá þyrftum við aðeins að skifta um föt,
og getur liún þá farið óáreitt leiðar sinnar
í minn stað“. IJún leit á þá sigri lirósandi.
„Jeg skal veðja hundraði á móti einum,
um að enginn sjer þetta, það er að segja ef
að Isabella er nógu hugrökk til að leika sitt
lilutverk“.
„Jeg skal ábyrgjast hugrekki hennar",
sagði Tony. „Það er eitt af því, sem Isabella
hefur í ríkum mæli“.
„Er það áform yðar að koma í stað Isa-
bellu í framtíðinni?" Það var Jimmy, sem
spurði.
„Auðvitað“, sagði Molly. „Til þess er jeg
liingað komin“.
Hann starði á liana með mikilli aðdáun,
án þess að koma upp nokkru orði. „Hvert í
þyngjandi", varð honum að orði. „Þjer liafið
taugar i lagi! En hvað haldið þjer að gert
verði við yður?“
Molly hrosti vingjarnlega. „Jeg ímynda
mjer að jeg verði með heiðri og sóma gift
Pjetri í dómkirkjunni í Portriga. Mjer er
ekki Ijóst livað þeir geta annars tekið til
bragðs. Þeir eru tilneyddir að lialda brúð-
kaup, og þar sem jeg er fús til þess að leika
prinsessuna, og sennilega engum dettur i
hug að lcoma upp um mig, þá hýst jeg við
því að þeir reyni að gera svo mikinn mat úr
þessu, sem unt er“.
Tony lagði vindlinginn frá sjer og hall-
aði sjer aftur á halc. „Molly“, sagði hann.
„Þú ert eins gáfuð og þú erl falleg“.
„Þetta er framúrskarandi ráð“, sagði
Jimmy, ennþá yfirkominn af undrun, og
aðdáun. „Hið erfiðasta verður að gefa yð-