Fálkinn


Fálkinn - 04.03.1933, Page 8

Fálkinn - 04.03.1933, Page 8
8 F Á L K I N N Umhirða skrautgarðanna í erlendu stórborgunum er ekkert smáræð- isverk. Umsjónarmennirnir hafa fjölda fólks í þjónustu sinni, þar á meðal lærða garðyrkjufræðinga, til að gróðursetja blóm og hirða um trjen. Og þegar trjen hafa felt lauf á haustin þarf lieila hersingu af fólki til að raka burt laufinu, eins og sjá má af myndinni. Myndin sýnir brú, sem varla getur hugsast af einfaldari gerð. Tveir strengir eru settir samsíða yfir ána og bílnum ekið' eft- ir þeim, en hringirnir þó teknir af áður. Má varla mikið út af bera, að bíllinn fari í ána, enda virðast farþegarnir við því búnir. Þeir eru allir í baðfötum. Myndin er frá síðustu radiosýningunni í Kaupmannahöfn. Sjest þar kúlan úr „himnafari“ Piccards, sem svo mörgum þótti fróðleg að sjá. Mennirnir á litlu myndinni eru próf. Vald. Poulsen, heiðursgestur sýningarinnar og aðstoðarmenn hans tveir, Sörensen verkfr. (t. v.) og Benny Dessau forstj. t. h. Til dæmis um neyðina í stórborgunum má nefna, að nú er það algeng sjón, sem eigi þektist áiður, að sjá börn vera að safna saman kvistum og rusli í skemtgörðunum og bera heim til sín, til þess að hafa í eldinn. Líklega er þetta þó Ijelegt elds- neyti. En nota flest í nauðum skal. Myndin hjer að ofan er ein hinna sjaldgæfari mynda af Björnstjerne Björnsson, tekin átta árum áður en hann dó.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.