Fálkinn


Fálkinn - 04.03.1933, Blaðsíða 9

Fálkinn - 04.03.1933, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 Myndin sýnir haustplægingu og hún sýnir um leið, að vjelabúskap- urinn hefir ekki alstaðar náð yfir- ráðunum. Þó að akurinn sje stór, þá notar bóndinn hestana fyrir plóginn eins og áður. En það er samtals eklci smáræðislengd á plógfarinu, sem hestarnir rista upp á hverjum degi er alt gengur vel. Hjer sjest nokkur hluti brúarinnar yfir Litlabelti, sem verð- ur stærsta brú í Evrópu, þegar hún er fullgerð. Það er ekki smáræðis atvinna, sem þessi smíði veitir núna í kreppunni. í Frakklandi er afar mikil sykurrækt. Myndin sýnir fransk- an bónda, sem er að aka heim til sín sykurrófum af akrinum á kerru, sem ætluð er einum hesti. En hann beitir þremur fyrir, Iwerjum fram af öðrum. Þessi indverska pagóða er bygð á lausum kletti, grettistaki, og er það trú Indverja, að það sje eút af höfuðhárum Búdda, er heldur klettinum í jafnvægi. En líklega er það orðum aukið. Þjóðvérjar halda hálíðlegan „dauðradaginn“ á hverjum vetri í nóvembermánuði. Myndin hjer að ofan er tekin í þýskri kirkju á „dauðradaginn" og sýnir fólk á bæn fyrir látnum ættingjum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.