Fálkinn


Fálkinn - 04.03.1933, Side 12

Fálkinn - 04.03.1933, Side 12
12 FÁLK I N N Ef þjer viljið eignast GÓÐA BÖK þá kaupið SAMLÍF- ÞJÓÐLÍF eftir Dr. Guðm. Fiimbogason. Fæst hjá bóksölum. Send gegn póstkröfu um alt land. Verð kr. 5.50 bundin og kr. 4.00 óbundin. Fyrir eina 40 anra á viku Getur þú veitt þjer og heim- ili þinu bestu ánægju tvo daga vikunnar, laugardag og sunnudag. Ekkert blað er skemtilegra og fróðiegra en Ensk-lslensk orðabók kom út nú í sumar, í 3. út- gáfu. Geir T. Zoéga, rektor, haföi lokið við að endurskoða hana og búa undir prentun skömmu áður en hann dó 1928. Þessi 3. útgáfa er mikið aukin, bæði að orðaforða, nýjum þýðingum og einkum skýring- ardæmum, setningum og tals- háttum, enda er hún mun stærri en 2. útgáfa, eða rúml. 44 arkir en 2. útgáfa var 35 arkir. Verð bókarinnar í vönduðu shirtingsbandi er kr. 18.00 og er það mjög ódýrt sje tillit tekið til eldri úgáfu bókar þessarar. Nokkur eintök hafa verið bundin í skinn og kosta þau kr. 23.00 eintakið. Bókin fæst hjá bóksölum og í Bókaverslun Sig. Kristjánssonar Bankastræti 3. — Reykjavík. Heitmann’s kaldur litur til heimalitunar. ICOSNINGARNAR í ÍRLANDI. Myndirnar hjer að ofan eru frá ensku kosningunum 24. janúar. Til vinstri sjást kjösendur vera að merkja á kjörseðlana við kjörborð- ið og má af myndinni sjá, að kosn- ir.garnar eru ekki nærri eins „leyni- legar“ og þær eru hjer, því að menn geta vel sjeð á kjörseðlana liver hjá öðrum. Til hægri sjest einn af stræta fundum Cosgraveliðsins. JOHS’ V. JENSEN SEXTUGUR. Mesta skáld Dana, Johannes V. Jensen varð 60 ára 20. jan. síðast- liðinn og var afmælis hans minst um öll Norðurlönd og víðar. Bár- ust honum kveðjur fjölda frægra rithöfunda, sem keptust um að syngja honum lof.. Myndin er tekin af skáldinu á skrifstofu hans dag- inn eftir afmælisdaginn. POUL BONCOURT Á QUAI D’OR- SAY. Stjórn Poui Bouncourts, sem nú er fallin, fjekk við yaldatökuna 380 atkvæði gegn 166 i þinginu: og er liún skifti méð sjer verkum tók stjórnarforsetinn jafnframt við störf- um utanrikisráðherra og settist að í ráðherrabúsfaðnum Quay d’Orsay. Og það Vakti athygli, að hann ljet sjer ekki nægja sömu skrifstofurn- ar og fyrirrennara hans heldur tók liann sjer skrifstofur á efri hæðinni í viðliafnarsölum liallarinnar, þar sem innbúið er metið á 12 miljónir franka. Sjest hann hjer á myndinni i einum af þessum sölum, ásamt að- stoðarmönnum sínum, Pierre Cot, Eugene Frot'og M. G. Paul-Roncourt. Það bar við seint í janúar að Henry Ford bifreiðakonungur stöðv- aði vinnu í hinum miklu verk- smiðjum sínum í Detroit. Upptök þessa voru þau, að verkamenn á Briggs-smiðjunum, sem Ford hefir keypt yfirbyggingar á vagna af, gerðu verkfall. Voru þeir 6000 alls. Ford svaraði óðar með þvi, að leggja verkbann á þau 40.000 manns, sem vinna í smiðjum hans sjálfs og skýr- ir hann þetta tiltæki sitt svo, að verkfallið hjá Briggs hafi verið gert fyrir tilstilli ýmsra keppinauta sinna, sem njóti stuðnings ýmsra stórbanka til þéss, að reyna að setja Ford- smiðjlinum stólinn fyrir dyrnar og koma þeim fyrir kattarnef. Kvað hann verkbannið eina vopnið til þess, að afstýra frekari aðgerðum keppinautanna. — En innan nokk- urra daga hófst vinna aftur i Ford- smiðjunum, svo að líklega hafa ein- hverjir samningar tekist milli Fords og keppinauta hans. Best að aufllýsa i Fálkanum.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.