Fálkinn


Fálkinn - 04.03.1933, Síða 13

Fálkinn - 04.03.1933, Síða 13
F Á L K I N N 13 Tveir skautameistarar. Hjer gefur að líta frægt skauta- fólk. Karlmaðurinn er Karl Scliaff- er, austurríkismaður, sem vann Ev- rópumeistaratign fvrir listhlaup á skautum í Davos uði. En stúlkan er hin fræga Sonja Henie frá Osló. Hefir lienni nýlega verið dæmd heims- . . meistarafign .. kvenna fyrir list- hlaup á skautum að afstöðnu móti í Stokkhólmi. Er þetta í sjöunda skifti i röð, sem hún vinnur tign- ina og eru slíks ekki dæmi um nokkra konu áð- ur. Heíir enginn norskur skauta- garpur unnið sjer jafnmikla frægð og hún síðan Oscar Mathiesen stóð upp á sitt hesta og þótti ó- sigrandi í þol- lilaupi á skaut- um. Og líklegl' er að Sonja litla geti lialdið tign- inni í nokkur ár enn, þvi að hún er aðeins rúm- í síðasta mán- lcga tvítug og hefir aldrei verið kjör- inn jafn ungur lieimsmeistari og hún. þegar hún vann tignina í fyrsta sinn. Sonja er dóttir kvenkápusala í Oslo. Meistari V orst Skáldsaga eftir Austin J. Small (,Seamark‘) gá aö tvisvar til að sjá þær. Þunn eyru, eins og mótuð úr vaxi — og líta út eins og stökkt sje í þeim — og yfirskeggstopp- ur undir nefinu, sem er líkastur því sem strokið hefði verið með augnabrúnalit. Þetta er í stystu mál Jaan Vorst, maðurinn með heiðarlegt Hollendingsnafn, en sál frá hinum dularfullu Austurlöndum. — Nú, nú; Fyrir fimtán árum dó Jaan Vorst. Jeg myrti hann. Það sögðu að minsta kosti málafærslumennirnir, og eins og kunnugt er ljúga þeir aldrei. Þeir söhnuðu það, svo ekki var nokkur skuggi af vafa um það. Dómarinn sagði, að það hefði ver- ið einfaldasta mál, sein hann hefði dæmt. Þeir játuðu að vísu, að þeir væri ekki viss- ir um hvernig jeg hafði gert það, en vissi uppá víst hversvegna og hvenær. Hann átti að hafa verið skotinn i bakið og svo hrint út í ána — það virðist sem læknarnr liafi fundið eina eða tvær merkur af vatninu úr Mersey-ánni i lungum hans, auk kúl- unnar. Hann var að minsta kosti steindauð- ur þegar hann var veiddur upp. — Blöð, sem fundust á líkinu, sönnuðu nægilega, að það væri af Jaan Vorst og að hann hefði verið hræddur um lif sitt.. Á hverju augnabliki hyggist hann við að verða myrtur og sá, sem hann var hræddur við, var Kellard Maine, læknir frá London. Eitt brjef, sem stílað var til fjelaga hans, en ekki hafði enn verið sett í póst, sagði ber- um orðum, að hann byggist við byssukúlu frá Maine, áður en langt um liði. Önnur skjöl sem voru illa læsileg vegna vætu, skýrðu frá því, að jeg hefði stöðugt verið að ógna lio'num. Og þau gáfu líka í skyn, að dauða- hatur væri á milli okkar frá gamalli tið. Til þess að leggja síðustu hönd á þetta ■vandaða verk, liafði úr, vindlingaliylki, nafnspjöld og veski, sem alt tilheyrði Vorst, verið látið á líkið og fanst þar. í veskinu var brjef frá mjer, þar sem hótað var að skjóta hann við fyrsta tækifæri. Laglega útbúið, finst yður ekki? Mjer er nær að halda, að það sje sjaldgæft að falsa lík á þennan hátt. En hugmyndin er góð og ennþá betur framkvæmd. Jeg gat auðvitað ekki borið annað fyrir mig en það, að jeg hefði ekki framið verkið og að þetta væri ekki líkami Jaan Vorsts, sem þarna lá. Að öðru leyti fanst víst málafærslu- mönnunum alt vera í stakasta lagi. — Þjer skiljið mig? Þetta er aðalsmerki hins hugsandi bófa. Maðurinn hefir hug- myndaflug. Og heila. Eins marga mismun- ándi heila eins og Argus gamli hafði augu. Og einum þessara heila beitti hann við mig, svo að jeg lá og tók andköf eins og þorsk- ur á þurru landi. Þvi Vorst var í raun og veru svo svivirðilega dýrslegur að myrða einhvern óþektan mann, setja sönnunar- gögn á líkið og flej^gja því síðan í ána. Við það vann hann tvent, að drepa mig og losna sjálfur við að vera til í þeirra persónu, sem var farin að verða honum til trafala og vandræða. Og alt, sem jeg gat gert var að standa þar í sakamannakróknum og mjálma um sakleysi mitt. Maine þagnaði rjett sem snöggvast, er blaðsali kom liægt upp eftir götunni með fyrstu veðhlaupaútgáfur kvöldblaðanna. Hann staðnæmdist fyrir framan Maine og sagði: — Blað, herra minn? Veðhlaupa aukanúmer? Blaðsalinn var ógeðslegur útlits og rödd- in þaðan af verri. Maine leit á hann nokkrar sekúndur, þögull. Síðan leitaði hann í vasa sínum og sagði: — Jeg get víst eins vel keypt það, eins og láta þrengja því upp á mig. Hvað mikið færðu fyrir að bera út „dánartilkynningar“. Maðurinn þrýsti samanbrotnu blaðinu í hendur Maines, og sneri þögull frá og stökk upp í sporvagn, sem þaut niður í áttina til Westminster. Hollis horfi á þetta og hleypti brúnum, án þess að vita upp eða niður. Höndin var aftur komin í hálsbindið. Skrítinn náungi þetta, sagði Maine hugsandi og horfði á eftir sporvagninum. Þektuð þjer hann? — Nei, sannarlega ekki, svaraði Hollis. — Þjer hittið hann sennilega seinna, sagði Maine. Hann leit yfir blaðið, sem hann hafði fengið, með daufu brosi. — Skrítið, að það skyldi koma einmitt núna, þegar dálítil sönnun .... Hann þagnaði og tautaði: — En jeg var víst að tala um Vorst, var það ekki? Hvar jeg var — já, jeg var í fanga- króknum. — En nú skuluð þjer reyna að setja yð- ur inn í þetta eins og það bar fyrir mig. Jeg var staddur í Liverpool að bíða eftir skipi, sem átti að flytja mig til Hebrides- eyjanna — þangað hafði vinur minn boðið mjer til skemtunar. 1 einu blaðinu þá um kvöldið var skýrt frá dularfullum sjúklingi á einu sjúkraliúsinu þar i borginni, sem læknarnir gátu ekki fundið, hvað að gengi. Það leit helst svo út sem maðurinn hefði fengið í sig eitthvert eitur, sem enginn þekti. Þetta var nokkuð fyrir mig, svo að jeg fór og gerði rannsóknir og komst að furðanlegri niðurstöðu. — Læknarnir hlógu að þessari niðurstöðu minni — eins og gömlu mennirnir gera oft- ast þegar nýliði á i hlut. En jeg vissi að mað-

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.