Fálkinn - 01.04.1933, Page 13
F A L K I N N
13
í ! ' V> „/, ' ‘ ; 'i . /’a
"Æm
v •.•••■'•.•..;.■;
'
■
v/, y.
• /,>•/ \
WK ' ^
B...._...
.
«i
'■' /• •• •
1®
•*■•'. J '^i
..'■
■ ■■ ■■ ■ /• .,;■■■
•'. '../•;. • '•/-■. '*'.'/•
l!m síðustu árahiót tóksf loks að ná
ulveg upp flakinu af þýska æfinga-
skipinu „Niobe“, sem fórst í Eystra-
salti i liaust og 75 piltar druknuðu
af. Það var afarmiklum erfiðleikum
bundið að ná upp flakinu og þegar
það loks var dregið á land, var það
þannig útlits, sem sjeð verður á
myndinni. Þykir alls ekki svara kosn-
aði að gera við það en skipið var á
grunnri siglingaleið og gat því sfaf-
að hætta af því.
MeistariVorst
Skáldsaga eftir Auslin .1. Small (,Seamark')
reka upp öskur. Heljarstór steinn sveif í
loftinu örskamt frá höfði hans.
En öskrið kom aldrei. Hann fjekk ekki
einusinni ráðrúm til að læðast undan. Vætt
af grjóti skall á höfði hans og kramdi
það. Og hroti úr sekúndu síðar kom Maine
sjálfur á eftir — hann datt ofaná mann-
inn um leið og liann hnje niður. Lenti á
hálsi hans, en hnjen gripu utan um axl-
irnar og fingurnir læstust eins og skrúf-
stykki utan um barkann.
Fangavörðurinn kom engu hljóði upp,
áður en hann datt — gat ekki einu sinni
stunið. Maine var ofan á honum og hjelt
honum föstum. Hann rej'ndi að losa sig
frá skrokki mannsins, og um leið og hann
reis á fælur, heyrðist ofurdauft hljóð í
dvragættinni — og þrír lágir smellir.
Maine sneri sjer við og greip andann á
lofti. Dyrnar voru læstar — hann var enn-
þá fangi, lokaður inni í þessu pestarbæli
með meðvitundarlausan Austurlandabúa
sjer til skemtunar. Hann stöklc að hurð-
inni og reyndi að ná henni upp. En það
var vonlaust. Hurðin fjell svo vel í vegg-
inn, að þar var engin handfesta. Við nán-
ari athugun sá hann, að ekki var einu sinni
skráargat á henni. Hún varð ekki opnuð
nema að utan. Auk þess opnaðist hún og
lokaðist með sjálfvirkum útbúnaði.
Svei, svei, sagði hann við sjálfan sig
og neri gagnaugun, hugsandi. Þelta virð-
ist ætla að verða seinlegt nudd. Verst er,
að forðinn af þessum Asíudjöflum er lík-
legur tii að endast lengur en kraftar minir
lil að drepa þá.......
Hann þagnaði og gekk að verki sínu
rólega og með umhugsun. Iiann gaf sjer
i huganum fimm til tiu mínútna frest. Að
þeim tíma liðnum var líklegt, að fjelaga
fangavarðarins færi að gruna margt og
kæmi til að aðgæta betur. Hann losaði all-
ar kúlurnar úr byssu sinni, tók af þeim
oddana og ljet síðan sprengiefnið detta nið-
ur í dálitla hrúgu. Síðan tók hann með-
vitundarlausa manninn og leitaði á honum.
í byssu lians voru sjö skothylki og tólf i
öskju í vasa hans. Maine tók þau öll og
fór með þau eins og hin. Er hann hafði
lokið því, hafði hann fullan eldspítustokk
af sprengiefninu, sem hann þrýsti í þjett
lög.
Hann fór með þetta að hinum veggnum
og fann þar sprungu, sem var nógu stór til
að taka það. Hann þrýsti því inn í sprung-
una eins fast og hann gat, með hlaupinu
á byssu sinni. Þvínæst smurði liann eld-
spýtu með eitraða smjerinu og stakk henni
gegn um lokið á stokknum, þannig að liaus-
inn vissi niður. Hann kveykti í hinum end-
anum, lokað rifunni með gegnhlauta vasa-
klútnum og setti tvo þunga steina þar fyr-
ir framan.
Þá flýtti hann sjer eins og hann hesl gal
að fela sig bak við grjótlirúguna. Hann
var rjett aðeins kominn í skjól þegar alt
sprakk. Hvítt ljós glampaði snögglega, en
virtist breytast í gulleitán blossa. Og drun-
ur heyrðust svo hræðilegar, að honum
líanst eins og hljóðhimnurnar í evrum lians
springju.. Hann kastaðist fast upp að steina-
hrúgunni og fanst eins og meidda gagn-
augað hefði brotnað. Heitur, þurr loftþrýst-
ingur kom á andlit hans með heljar krafti
og vasaklúturinn kom hvinandi fram hjá
höfði hans og lenti í veggnum, eins og
sterni hefði verið kastað. Og vatnið beljaði
inn í kjallarann!!! Maine starð á þetta eins
og dofinn. Síðan greip hann í örvæntingu
i vasaljósið og lýsti á vegginn. Vatnið
streymdi inn um gat, sem var hjer um bil
alin í þvermál. Þrír steinar höfðu losast al-
gjörlega úr veggnum og endarnir hrotn-
að af tveimur. Innum gatið streymdi svo
foss af vatni eins og þegar vatn sogast aft-
ur niður i á, eftir stórflóð.
Næstum áður en hann var búinn að
jafna sig eftir áreksturinn, náði það hon-
um upp í hnje og áður en hann hafði lýst
á vegginn var það í mitti. Tíu sekúndum
síðar varð Maine að svnda til að forða lífi
sínu og buslaði eins og hundur í hringiðu
og hjelt ljósinu eins liátt og hann gat upp
úr vatninu.
Hann flaut eins og lcorktappi í ólgandi
hringiðunni, ýmist meðfram veggjumun eða
hann rakst á grjótið, og stundum snerist
hann eins og snarkringla í miðri iðunni.
Vatnið steig og Maine um leið. Brótt rakst
liendin, sem hann hjelt upp úr vatninu, í
loftið. Hann lijelt sjer þar í múrhrot og
stöðvaði sig, og tók hinar síðustu miðanir
sínar áður en ljósið slokknaði. Vatnið hevrð-
ist vella inn beint fyrir neðan hann og
ýtti upp fótum hans svo að þeir lágu lá-
rjettir en hann hjelt sjer dauðahaldi. Loks
sleppti hann vasaljósinu og Ijet það sökkva,
og sásl óljós hjarmi af því niður í vatn-