Fálkinn


Fálkinn - 22.04.1933, Qupperneq 1

Fálkinn - 22.04.1933, Qupperneq 1
Vor í Alpafjollnm. Vorið kemur fyr og fljótar suður í Alpafjöllum en hjer. Það koma engin vorkösl og afturkippir i gróð- urinn.sem farinn er að skjóta apj) höfði, heldur má segja að vorið komi í einu vetfangi. Það breylir eirin góðan veðurdag um átt, hlýr andvari fer um hlíðar og dali, snjórinn bráðnar og lækjarfarveg- ir sem legið hafa þurrir allan vel- urinn verða að „skaðræðis fljóti“ á einum degi. Og á nokkrum sálar- hringum sveipast hin þýkka snjó- voð, sem legið hefir yfir dalnum allan velurinn, á bak og burt og jarðvegurinn með gróðri sínum kemur að kalla ósnortinn fram í vorhlýjuna á ný, því að snjórinn hefir skýll honum fyrir vetrarfrost- nnum. Eftir skamma stund er alt komið í blóma og trjen sprungin úl. Og smám saman færisl vorið upp í hlíðarnar, ef svo mætti segja; það nær fyrsl völdum þar sem lægst er en færir sig svo upp á skaflið eftir því sem þvi ve.v ás- megin og sólargangurinn lengist. Þeir sem ferðast í Sviss á vorin geta farið frá vori til sumars og frá sumri til vors á einum degi, með Jrví að fara frá hærri verustað til lægri eða öfugt. Myndin hjer tit hægri er frá smá- bænum Lugano í Sviss. Það er lít- ,11 bær og stendur við samnefnt valn í Tessin-kantónunni, 277 metr- um yfir sjávarflöt. íbúatalan er að- eins Pi þúsundir og lifir þetta fólk eiginlega ekki nema á tvennu, úr- smíði og ferðafólki. Því að bærinn er mikill ferðamannabær, eftirsótt- ur vegna hins milda og heilnæma loftslags, sem er þar nær allan árs- ins hring. fíærinn stendur suður nndir landamærum ítaliu og meiri hluli vatnsins er fyrir sunnan lundamærin.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.