Fálkinn - 22.04.1933, Qupperneq 3
F Á L k I N N
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested.
A ðalskrifstofa:
lianKastræti 3, Reykjavik. Sími 2210.
Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7.
Skrifstofa í Oslo:
A n t o n S c h j ö t h s g a d e 14.
Blaðið kemur út hvern laugardag.
Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði;
kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftanir greiðist fyrirfram.
Aughjsingaverð: 20 aura millimeter
Herbertsprent, Bankastræti 3.
Síra Þórður Ólafsson fyrv. Sigurður Halldórsson, skósm., Kristinn Giiðnmndsson, bústjóri
prestur á Söndum, nú Fram- Akranesi, verður 50 ára á á Lágafelli í Mosfellssveit, varð
nesv. 10, verðnr 70 ára 2i. />. m. morgun. fertugur 17 þ. m.
Skraddaraþankar.
Dagurinn er Ijósið, nóttin er
myrkrið. Dagurinn er sólin, nóttin
er kuldinn, Menn vænta sjer jafnan
meira af Ijósinu og sólinni en nótt-
inni og kuldanum og fagna því
ælíð vaxandi degi og rjenandi nóttu.
Og þegar sá vöxtur er orðinn svo
mikill, að dagurinn er orðlnn lengri
en n'óttin hefst sá timi, að menn
cru komnir yfir meðaltalið og fara
að vænta sjer hata af lífinu það
árið. Menn fagna sumri og vori, þvi
missirinu sem færir en ekki rænir,
sem lífgar en deyðir ekki. Og vakna
lil nýs lifs eins og grasið á grund-
inni.
Þetta er liið eðlilega. Menn fagna
hirtunni og hlýjunni, uppskerunni
og gagnseminni, sem sumarið muni
færa. En sumir láta sjer standa á
sama. Þeir þykjast vera svo reynd-
ir menn að þeir liafi lært. að mað-
ur eigi aldrei að hlakka til neins,
all sje hve.rfull -— sumarið líka. Vit-
anlega er mikið til í þessu. En eru
þeir menn ekki ófarsælir, sem hafa
lainið sjer að hlakka ekki til neins?
Er þeim ekki líkt farið og manni
sem væri á ferð á eilífu sljettlendi
sæi ætíð yfir breiða sljettu og vissi
jafnan hvað fram undan væri. Allir
viðurkenna að það sje leiðinlegt að
ferðast um sljetlíendi en gaman að
fara yfir mishæðirnar, þreyta göng-
nna upp brekkuna, hlakka til að
komast upp á hálsinn og sjá hvað
hinu megin er og hvíla svo fótinu
á göngunni niður á móti h'.nu meg-
in. Það er tilbreytingin, sem gerir
lífið vert þess að lifa, óvissan um
jiað sem fram undan er og tilhlökk-
tinin til þess að njóta meðbyrsins
jiegar hann keniur. Og það er sælla,
að eiga von á góðu og verða fyrir
vonbrigðum en að gera sjer aldrei
von um ltað sem gott er og láta sjer
slanda á sama um alt. Bernskan er
sælasta skeið mannsæfinnar, með-
fram vegna joess, að tilhlökkunin er
aldrei eins rík eins og þá. Og þó
neilar því engin, að vonbrigðin eru
engum eins sár eins og viðkvænm
barnshjarta.
Sá maður er meðaumkunarverður
sem kann ekki að hlakka til. Hann
er orðirin kalinn á hjartanu, tllfinn-
ingarsljór, og þó að hann telji sjer
fil tekna að hann hryggist aldrei,
þá fer liann þó á mis við það sern
meira er: að geta aldrei orðið glað-
ur. Hann finnur hvorki ti) napur-
leika vetrarkuldans nje sólaryls
sumardagsins. Hann er hvorki í
diinmu nje birtu og hann á hvorki
vetur eða sumar. Hann óskar eng-
um gleðilegs sumars. Hann óskar
aldrei neins.
Poul Reumert
Hjer í blaðinu birtist nýlega mynd
af Önnu Borg Reumert og hjer kem-
ur mynd al' manni hennar, Poul
Reumert leikara, sem varð fimtugur
2(5. f. m. og hefir nú meira en 3(1
ára leikferll að baki sjer. Hann er
af leikaraættum en getur rakið ætl-
ir sínar víða ef langt er sótt aftur;
þannig er bæði spánskt og færeysld
blóð í æðum hans. Reumert byrj-
aði að leika á Folketeatret 1902 og
var þar til 1908, og varð þegar
afburða vinsæll leikari, eigi síst
fyrir lífsljör sitt og' æskuþrótt, en
rjeðist jjaðan að Det Ny Teater og
var þar lil 1911 og ljek þar jöfn-
um höndum gaman og alvoru og
söng auk þess aðalhlutverk i söng-
leikjum, þvi að hann hafði ágæla
söngrödd. Þannig var frægt hlul-
verk hans í óperettunni „Zigauner-
blod“, sem gekk samfleytt í leikhús-
inu mikinn part úr vetri. Mátti heita
að Reumert ljeki daglega alt leik-
árið þau árin og tvisvar á sunnu-
dögum, enda hafði liann j)á hæst
laun allra hinna yngri leikenda í
Danmörku. — Reumert sá fram á,
að hann mundi lýjasl um aldur fram
með þessu áframhaldi og ennfrem-
ur fullnægðu hlutverkin á „Det ny
Tealer“ ekki listköllun hans svo að
hann fór lil Kgl. leikhússins og var
þar til 1918 og ljek jafnan fjölda
nýrra aðalhlutverka á hverjum vetri
En 1919—-’22 var hann aðalleikari
Dagmarleikhússins og ljek fjölda
lislrænna og merkilegra hlutverka.
Þá fór hann aftur að Kgl. leikhús-
inu og var þar þangað til breyting-
in var gerð á stjórn leikhússins fyr-
ir fáum árum og Adam Poulsen
gerður að forstjóra. Fór hann þá
aftur að Dagmar og hefir verið þar
siðan, en jafnframt leikið sem gest-
ur víða um Iönd. — Er hann eini
leikarinn danski, sem leikið hefir
með Frökkum á aðalleikhúsum í
París, enda er frönskukunnátta hans
talin með afbrigðum . Frændurnir
Poul Reumert og Johs. Poulsen hafa
löngum verið laldir mestu leikarar
Dana á síðustu áratugum og lelja
flestir Reumert fjölhæfasta leikara,
sem Danir eigi nú.
Mr. Irvin Schenkman
heitir ameriskur pianóleikari, sem
er komin til Reykjavikur og ætlar
að dveljast lijer um tíma. Er hann
af rússneskum ættum en fæddur i
Ameríku og hjelt fyrst opinbera
hljóndeika fyrir átta árum og hefir
ferðast viða um álfuna við hinn
ágætasta orðstír. Hr. Schenkman
hefir lagl stund á norrænar hók-
mentir og lært íslensku svo vel, að
hann les málið sjer að fullu gagni,
einkum fornmálið og er hann ná-
kunnugur fslendingasögunum. Til-
gangur hans með ferðinni hingað
er, jafnframt því að halda hljóm-
leika, að kynna sjer hvernig is-
lenskan er töluð og sjá sögustaði
hjer nærlendis og gcrir hann ráð
fyrir að dvelja hjer. fraín á suniar-
ið. Að öllu forfallalau.su heldur hann
hljómleika á mprgun í Gamla Bió.
— Hr. Schenkman hefir dvalið I
Finnlandi, Svíþjóð og nú siðast í
Noregi síðan laust eftlr nýár og hald
ið hljómleika i ýmsuni finskum
borgum og i Stockhólm og Oslo og
fengið hin ágætustu Ummæli list-
dómaranna. Talar hann norðurlanda
mál undra vel eftir svo skamman
dvalartíma. — Telja má víst að is-
lenskir tóníistavinir hafi mestu á-
nægju að því að kynnast leilc hr.
Schenkmans, enda er nú langt síð-
an erlendir ppianóléikarar hafa ver-
ið hjer og ameríkanskur píanóleik-
ari mun hjer enginn hafa verið síð-
an Arthur. Shattuck.
Hin
aukna
sala
af Qlob-
usmen
rakblöðum er trygs;ing fyrir gæð-
um. Kaupið þau. Einkasala í Rvik:
Glerauflnabúðin, Laugaveo 2
Aðalumboðsmaður verksmiðjunnar
iryrf ísland: K. Bruun, P. O. Box 222