Fálkinn


Fálkinn - 29.04.1933, Side 3

Fálkinn - 29.04.1933, Side 3
F A L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: BanKastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjörðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Anglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. íslenska vikan er að hefjast og þátttakan er meiri en i fyrra. hjóð- in er að vakna. Iðntegundum fjölgar og þær sem fyrir eru fullkomnast. Og neylendurnir eru farnir að skilja, að þeir efla eigi aðeins hag 'iðn- slofnananna heldur lika liag sjálfs sín með því að kaupa íslenska vöru. Sjerstakar ástæður, sem sje kreppa og' gjaldeyrisskortur hafa orðið til þess að hjálpa innlenda iðnaðinum áleiðis. En framleiðendur mega ekki fagna þeirri hjálp um of eða miða atvinnurekstur sinn við það sjer- staka ástand; sem nú er. Þeir verða að hafa í huga, að einhverntima og kannske von bráðar ljettir krepp- unni af og verslunin verður frjáls á ný, og þessvegna miða framleiðslu sína og afkomu hennar við heil- lu’igða tíma. Og það gera þeir með því, að framleiða góða vöru, með .samkepnisfæru verði. Sú framleiðsla sem elcki getur gert þetta er óheil- brig'ð og verður ekki nema dægur- fjpga, sem hverfur von bráðar. Ein- mitl á þeim timum eins og nú standa yfir, er hætta á, að menn freistist til að byrja á iðn, sem get- ur þrifist eins og stendur en er dauðadæmd undir eins og verslun- tirviðskiftin færast í samt lag aftur. Þar með er ekki sagt, að þetta hafi gerst hjer undanfarið, en aðeins bent á, að kapp er best með forsjá í þessu efni. Annars gæti það verið nijög sam- boðið verkefni Alþingis íslendinga, sem að vísu starfar kappsamlega |jessar vikurnar að löggjöf uni geld- ingu nauta og hesta og um salerna- löggjöf sveitanna, að sinna iðnmál- unum. Hjer er um nýtt landnám að ræða, sem getur fjárhagslega varðað miljónum króna fyrir þjóðina og atvinnu þúsunda. Það er beinlínis nauðsynlégt, að fram fari rannsókn á því, hvaða iðngreinar nýiar mundu borga sig best lijer á landi og hvaða iðngreinar borgi sig eliki. Úrslit þeirrar rannsóknar gætu orðið mik- ilsverð leiðbeining þeim, sem vilja ráðast í ný iðnaðarfyrirlæki hjer á landi. Og ríkisvöldin gætu gerl meira. Þau gætu stutt að stofnun þesskonar fvrirtækja, annaðhvort með styrlc til einstakra manna, með lánveitingum eða með þátttöku í nýjum fyrirtækjum. Því að enn sem komið er eru þau sviðin fá, sem á er róið. Það hefir að ganga svo hjer, að ef einhver Ityrjar iðnrekstur sem gefst vel þá sigla aðrir í sama kjölfarið, svo að fyrirtækin verða fleiri og minni en l'ramleiðslukostnaður hvers eins þá vilanlega hlutfallslega meiri. Væri ekki betra að nota fjeð til nýrra jðngreina? EINAIt KRISTJÁNSSON SÖNGVARI er nýkominn heim frá Þýskalandi og hjelt hljómleika hjer í gær. Ein- ar er á miklum framavegi og ef að Jíkum fer bíður hans hin glæstasta framtíð. Til marks um það hve mikið þykir lil raddar hans koma í Þýskalandi má geta þess, að liann var ráðinn söngvari í vetur hjá óperufjelaginu „Deutsche Musik- biihne“ i Berlín, sem ferðast um borgir Þýskalands og sýnir óperur og nýtur til þessa styrks frá ríkinu. Voru fjórir nýir söngvarar ráðnir til þessa fjelags i vetur af um 000 umsækjendum og varð Einar einn hinna fjögra sem ráðinn var, þó útlendingur væri. 'En annar útíend- ingur var þar fyrir, Olof Strand- berg. sænski barytonsöngvarinn. „Deutsche Musikbiihne“ sýndi þrjár óperur í 40 þýskum bæjuin, eftir að Einar fór að starfa þar og söng hann í tveimur þeirra, nfl. hlutverk Basi- lio í „Brúðkaup Figaros“ eflir Moz- art og aða) tenórhlutverkið í , Rode- linde“ eftir Handel. Ef fjelag þetta getur starfað áfram er Einar ráðinn þar og verður þá að vera kominn til Þýskalands í bvrjun júní, og enn- fremur hefir honum boðist að syngja i óperum á hátíðaviku seni haldin verður i Dresden 1.1,—18. júní. Verð- ur dvöl hans þvi'áð líkinduni stutl hjet- í þetta sinn. Munu allir gleðjasl þeim frama, sem honum hefir hlotn- ast og óska honum góðs gengis. A morgun kl. 3 syngur Einar í Gamla Bió. Utlend blaðaummæli bera þess vott, að það niuni enginn verða vonsvikinn á því að hlusta á hann PETER O. BERNBURG, fiðluleikai i verður fimtugur i dag. Það eru nú liðin 32 ár síðan hanri kom hing- að lil lands kornungur, og hefir hann alið hjer aldur sinn síðan og tvímælalaust á Bernburg heiðurinn af því, að hafa látið flesta hjer- SKÓGERÐ L. G. LÚÐVÍGSSONAR Hún byrjaði að starfa fyrir ári liðnu og framleiðir einkum morgun- skó og lekfimisskó. Eru ]iað einkum liessar tegundir, sem gerðar eru: Leikfimisskór, hvítir og' gráir, inni- skór úr svörtu lakkleðri, tillskonar litu skinni og svo flókaskór. Króm- garfað leður er eingöngu notað i sólana, enda reynist það betur lil endingar i svona skó en nokkuð annað. Eru skórnir hinir smekkleg- ustu og vandaðir vel og fyllilega samkepnisfærir við erlenda fram- leiðslu. Vjelar þær sem notaðar eru við vinnuna eru einkum saumavjel- arnar og svo mótskurðarvjelin, með fjölda mismunandi skurðmóla, til þess að sníða sólana og íleppana. Starfa fimm manns á skógerðinni og getur hiin framleitt alt að 75 pörum á dag. Hjer er mynd af skó- gerðinni og önnur af skósmiðavinnu- slofu firmans, sem nú er sú elsta í borginni. lenda mehn lilusta á fiðluleik í fyrsta sinn. Því að þegar Bernburg kom hingað um aldamótin, var fiðl- an svo fágætt hljóðfæri lijer, að þeir voru ekki nema fáir, sem liöfðu heyrt það eða sjeð. Þessi ár sem Bernburg hefir dvalið á íslandi eru merkileg fyrir hljómlistarsögu Is- lands og miklar þreytingar hafa orð- ið á því tíniabili. En það er tví- mælalaust, að Bernburg á heiðurinn af því, að hafa vakið áhugá íslend- inga fyrir þessu merka hljóðfæri. í allmörg ár hefir Bernburg haft hljómsveit sem liann hefir stjórnað og hefir látið til sín heyra víðsveg- ar um laiul og aldrei hefir hann gleymt, að skemta sjúklingunum á sjúkrahúsunum hjer nærlendis. Munu margir renna hlýjum huga til Bern- burgs á afmælinu og þakka honum fyrir margar skemtistundir. • • 2 Nýjar gleraugnaumgerðir eru komnar; einnig vaskaskinn, sem nauðsynleg eru til að íægja með gleraugu. Allsk. viðgerðir á gler- augum, t. d. lóðningar — fáið þjer best og ódýrast í Gleraugnabúðinni, Laugaveg 2. Frú Guðný Magnúsdóttir, Loka- stíg 2ti A varð 60 ára í gær. Lögreglari i Lissabon handtók um daginn beiningamann og fór að rannsaka hver hann væri. Kom þá í ljós að þetta var vellauðugur rriaður, sem átti niargar húseignir þar í borginni og als ekki þurfti að betla. Þar að auki var hann hljómlista kennari og liafði marga nemendur. A daginn var hanri æfinlega mjög prúðbúinn. en er kvölda tók, fór hann í gamlar tuskur — og gekk úl á stræti til þess að betla.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.