Fálkinn - 29.04.1933, Page 12
12
F A L K I N N
b.IÓÐÞING IiANDARÍKJAMANXA.
l'ndir eins og Franklin Roosevell
hafði tekið viS forsetaenibœtf inu
kvadfti hann þingiS saman lil l'und-
ar, einknm til þess aS VáSa Iram
úr fjárhags- og gjáldeyrismálum
rikjanna. HafSi hver baiikinn eltir
inan orðiS aS hætta viSskiflnm
þá undanfariS. I'yrsta verk stjórn-
arinnar var aS veita öllum bönk-
um greiSslufresl i nokkra daga á
meðan verið væri að ná þinamönn-
um saman og að banna úlfluining
gulls úr landi. —- Kom þingið svo
saman 9. mars. — Hjer að rifan er
mynd af sameiginlegum fundi
beggja þingdeilda i fundarsal rieðri
deildarinnar, en lil vinstri sjest
fótksfjöldi fyrir utan kauphiillina
í Ncw York.
Um víða veröld.
SKEMTILEGUR FYLGDARMAÐUR
Spánverji nokkur, Juan Mares að
nafni befir gert sjer það að atvinnu
aS fvlgja yfir landamæri Sþánar
og Fraklánds verkamönnum, sem
vilja komasl úr einu landinu i ann-
að til að leita sjer að atvinnu, en
þessháttar ferðir eru bannaðar meS
lögum nú og því ekki bægt að kom-
ast venjulegar JeiSir, þar sem vega-
þrjefs er krafist. Hefir Mares lekið
stórfje fyrir þessar „fylgdir“, sem
jafnframt eru smyglun.
Nýlega fór hann frá San Sebast-
ian með þrjá Portúgala, sem vildu
komasl ylir landamærin. Komusl
þeir þetla á þremur dögum og liöfSti
Portugalarnir borgað Mares G00 pe-
seta fýrir. En þegar komiS var yf-
ir tandamærin dróst Mares aftur úr
með einum manninum og þreif þá
kuta sinn og ætlaði að drepa hann.
Ilinn varðist og svo komu fjelag-
ar hans að og gátu bjargað honum,
og fóru með hann á sjúkrahús i
næsta bæ. Þar komst alt upp. Mares
náðist og var handtekinn. Var hann
sladdur nálægl þremur gröfum, sem
lvann hafði grafið og játaði hann,
að hann hefði ætlaS að drepa alla
mennina og jarða þá þarna. —
Lögregluna grunar að hann hafi
rekið þessa atvinnu lengi, að fylgja
mönnum leynileiðir yfir landamær-
in og ræna þá og drepa.
DEYFINGABAltÓNINN
Lögreglan i Brighton veiddi vel
nýlega, er hún handsamaði stór-
svikarann Emile Hoffmann, ungan
Syisslending, sem utn tíma hafði
haldið sig á einu besta gistihúsinu
í Brigbton undir nafninu Jaques
r.lemenceau. Tilefnið til handtök-
unnar var það, að hann reyndi að
borga fyrir sig með falskri ávís-
un. Emile Hoffmann kvaðst vera
af aðalsættum og heita Clemenceau
en hafa notað Hoffmannsheitið stund
um jtegar hann hafði lent í fjeglæfr-
um, til þess að hryggja ekki fjöl-
skyldu sína í Frakklandi. En lög-
reglunni tókst að sanna, að maður-
inn hjeti í raun og veru Emile Iloff-
mann, væri fædriur í Biel í Sviss og
hefði verið þjónn á ýmsum gistihús-
um i París, London og Budapest,
liangað til honum fór að leiðasl þetta
og skifti um hlutverk. Fór hann nú
að lifa rikmannlega á gistihúsum
og láta aðra þjóna sjer' og tókst
þetia vel. Hoffmann hafði lært
„mannasiði“ meðan hann var þjónn
og kunni að haga framkomu siuni
jxannig, að enga grunaði annað en
hann væri rikur heldri maður, sem
hefði tekið aS ferðast. Og kven-
fólkið var hrifið af honum.
Hoffmann nolaði til skiftis ýnis
aðalsnöfn og var lengi vel ung-
verskur greifi. Greifinn borgaði
jafnan með fölsuðum ávísunum og
sá jafnan urri að fara af gistihúsun-
um á kvöldin og vera kominn á bak
og hurt jægar ávísunin var sýnd i
banka daginn eftir. Eða að hann
borgaði í peningum, sem hann
hafði fengiS fyrir gimsteina, sem
hann stal af kvenfólkinu á gisti-
húsunum.
Þetta gekk lengi vel. Kvenfólkið,
sem stolið var frá var að jafnaði
af tignum ættum og kynokaði sjer
við að láta Jögregluna vita, að þær
hefðu látið stela af sjer. Því að
oftasl var ástaræfintýri liður i mál-
inu. Þegar kona rendi býru auga
lil barónsins gall hann jafnan í
sömu mynt, hauð henni i bilferðir,
lór með henni á söfnin og bauð
henni svo á herbergið sill upp á
kampavínsglas á kvöldin. Glösin
urðu stundum fleiri en eilt, en hann
bauð aldrei nema eina sígarettu,
því aS undir eins og konan fór að
reykja liana steinsofnaði húii. Síg-
arettan var mettuð af svefmeðali.
Og meðan konan svaf hurfu allir
dýrgripir hennar og baróninn sjálf-
ur.Og þegar hún vaknaði aftur vgr
hún að jafnaði svo „rykuð“ að
bún tók ekkert eftir stuldinum fyrst
i stað. Svona gekk koll af kolli og
þær eru orSnar margflr, sem hafa
ferigið sígarettu hjá Emile Hoff-
mann. En nú verður hann á Jxeiin
stað næstu árin, þar sem hann ge(-
ur hvorki veitt kainpavín eða sígar-
ettur með svefnmeðali.
400.000 KRÓNUR í TRJEFÆTINUM
í vetur var einfættur betlari einn
i Praba fluttur á sjúkrahús, að fram
kominn. Margir könnuðust við hann
þvi að hann hafði áratugum saman
haldið sig á einni brúnni i borg-
inni og betlað þar frá morgni lil
kvölds. Þegar hann var lagður inn
á spítalann grátbændi hann bjúkr-
uarkonuna um að mega hafa trje-
totinn sinn hjá sjer í rúminu og
enginn vildi neita dauðvona mann-
inujn um þá bón. Svo dó karlinn
milli jóla og nýárs og var þá skip-
að fyrir um að brenna trjefótinn
með fatagörmunum hans. En starfs-
maður a spítalanum varð eigi lítið
forviða, er liann fann leynihólf í
trjefætinum og í jiví 400.000 aust-
urrískar krónur í allskonar verð-
brjefum. Svo að ættingjar hans,
sem höfðu aumkað hann fyrir fá-
tækt fengu álitlega fúlgu í arf eftir
hann.
—:—x----
Heitmann’s
kajdur litur til
heimalitunar.
•■*•*.*• "<u. « ■••M*-o o • •■*•.- • e o o -a|«M-o :
Drekkiö Egils-öl
o •“«».' o O
Kvöld eitt um daginn komu tveir
menn með kofforl til prests nokk-
urs i þorpi á Austur-Rússlandi og
báðu hann um að geyma fyrir sig
kofforlið lil næsta dags. Klerkur
gerði það, en um kvöldið dall hon-
um skyndilega í hug, að það gæti
verið best að gá að hvað væri i
koffortinu, sem var ólæst. Hann
opnaði það — og fahn þar lík af
manni. SiSan hefir auðvitað éiiginn
bvorki sjeð nje heyrt til mannanna,
sem komu með koffortið.
-----x----
Sovétstjórnin hefir ákveðið að efiia
til alþjóðasamkepni um béstu til-
lögurnar að minnismerki Karls Marx,
sem reisa skal á torginu fyrir fram-
an ráðstjórnarböllina í Moskva. Þrjú
verðlaun verða veitt, 100.000, 50.000
og 30.000 rúblur.
-----x----
Betlari einn var nýlega handtek-
inn í Wien. Við yfirheyrslur koin I
ljós, að hann átti mörg jaisuml sehill-
inga á sparisjóði og rúina 3000
schillinga hafði hann á sjer þegar
hann var tekinn.
‘OSKAÐLEGT’
ULLARFLÍKUM
LUX
Halda peisur ykkar og sport ullar-
föt mýkindum og lit ef þau eru
þvegin ? Auðvitað gjöra þau það
ef Lux er notað. Luxlöðrið skilar
öllum ullarfötum eins ferskum
og skærum eins og þau væru ný.
Enginn þráður hleypur þegar Lux
er notað og flíkin er altaf jafn
þægileg og heldur lögunsinni.
Eina örugga aðferðin við þvott á
ullarfötum—er að nota freyðandi
Lux.
LEVER BROTHKRS UMITED
PORT SUNLIGHT, ENGLAND
STÆRRI PAKKAR og
FÍNGERÐARI SPÆNIR
Hinir nýju Lux spænir, sem eru
smærri og fíngerðari, en þeir
áður voru, leysast svo fljótlega
upp að löðrið sprettur upp á ein-
ni sekúndu. Skýnandi og þykkt
skúm, fljótari þvottur og stærri
pakki, en verðið helzt óbreytt.
i ■"**• • ‘K»' O -•Ik. • • •"**>.
M-LX 397-047A IC