Fálkinn


Fálkinn - 01.07.1933, Blaðsíða 6

Fálkinn - 01.07.1933, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N Sunnudags hugleiðing. Nina Apkina; , M6s 4, sv,ui' Keisarinn í Mansjukuo. Er því ekki þannig farið: ef þú gjörir rjett, þá getur þú verið upplitsdjarfur; en ef þú gjörir ekki rjett, þá ligg- ur syndin við dyrnar, en þú átt að drotna yfir henni. Enn er það huggorms-mynd- in, sem fyrir áugun her, and- styggilega dýrið, sem starir lymskulegimi augum á smáfugl- ana, uns þeir stirðna af hræðslu og steypast niður í opið orms- ginið með leikandi morðtung- una; viðhjóðslega dýrið, sem itringar sig utan við dyrnar okkar og situr um færi að renna sjer inn og vinda sig saman í iidiverju skúmaskotinu. . Eða það er glefsandi úlfurinn, sem sulturinn rekur heim til bæjar; þar legst hann við bæjardyrnar, í von um að eitthvert barnið komi út, svo að liann geti bitið um kverkar því. Svo andstyggileg og óttaleg er syndin, — og hún liggur við dyrnar hjá þjer. Hún veit það vel, að í hjarta þínu má hún ekki hafast við, sje það helgað Jesú; en hún vonar samt, að ef til vill munir þú þá opna dyrnar nægilega til þess, að hún nái að smjúga inn. Og strax verður hún þess var, er Jni hefir ekki gætt þín sem skyldi; það má sjá það á and- liti þínu: það verður skugga- legt og niðurlútt, eins og á Kain. Þú ert aldrei glaður, þeg- ar þú hefir drýgt synd. En þú átt að drotna yfir henni! Sláðu lokum fyrir dyr lijarta þíns -— í Jesú nafni! Fyrir örv- um Guðs orðs snýr höggormur- inn á flótta. Sjái úlfurinn skygð- an skjöld trúarinnar, þá snaut- ar liann burtu. Og þegar þú hefir þannig unnið sigur á syndinni, — hve glaður þú ert þá og upplits- djarfur! Olf. Ric. Á. Jóh. Syndin er lands og- lýða tjón Guð freistur einskis manns; en sjerhver verður fyrir freist- ingu, dreginn og tældur af eig- in girnd. Þegar girndin er orðin bunguð, elur hún synd; og þeg- ar syndin er fullþroskuð, fæðir hún dauða. — Jak. 1:13—16. Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft lif í Jesú Kristi, Drotni vorum. Róm. 6:23. „Þrátt fyrir róg Evrópumanna og Ameríkumanna og eitraðar lygar Jjeirra, er það staðreynd, að það er Mansjukuo sem er í stríði við Kínverja, en ekki Jap- anar. Við Japanar höldum orð okkar og stöndum við það sem við höfum sagt. Og við höf- um sagt oftar en einu sinni við Alþjóðasambandið að við óslc utn aðeins að lifa í friði við Kina. Hitt er annað mál að við verðum að vemda rjettindi okk- ar og eignir í landi sem stóð undir yfirstjórn Kina, úr því að Kínverjar brugðust skyldu sinni. Þessum skyldum hefir nú hið nýja Mansjukuoriki tekið við, og það á görnul viðskifti ó- uppgerð við Kínverja. Var það ekki Mansjukuo-fursti, sem braust gegnum ldnverskamúr- inn 1644 og lagði Kína undir sig? En Kína gleypti þessa göf- ugu fursta með húð og hár- fljettu. Þeir urðu keisarar i Kina og gerðust svo djarfir að inn- lima hina gömlu ættjörð sina í kínverska ríkið, þar sem hún átti alls ekki heima. Þvi að Kína er Kína og Man- sjukuo er Mansjukuo og múr- inn myndar landamærin. Kína hefir aldrei hugsað um velferð Mansjukuo en þvert á móti hald- ið öllu Jiar niðri með innflutn- ingsbanni, svo að þetta ágæta land, sem hefir margfalt meira ræktanlegt land en Japan og og allskonar auðæfi i jörðu, er aðeins bygt 3 miljón sálum. Loks komst Kína svo langt i heimskunni, að það rak Mansju- keisara af stóli og gerðist lýð- veldi og óþjóðalýðurinn fjekk frjálsar hendur, svo að nú eign- aðist rússneski gammurinn ný færi í Mansjukuo. Með þolinmæði þeirri og still- ingu, sem japönsku þjóðinni er gefin höfum við lengi horft á smitunarliættuna frá Rússlandi breiðast um Kína og nálgast okkur. Þegar síðasti afspringur hinnar eðlu Mansjú-ættar varð að bjarga lífi sínu með því að flýja úr Kína, opnuðum við hjörtu okkar fyrir lionum og fengum honum til ibúðar liöll í Tientsin. Og þegar Mansjukuo- hraust undan Kínversku óstjórn- inni og heimtaði fursta simí aft- ur, sýndi japanska stjórnin skilning sinn á þessari kröfu og ljet Jijóðina fá vilja sinn og gerði vináttusamning við Man- sjukuo, sem Japan hefir hjálp- að bæði að fje og vinnu. Og Jiessu fylgir og skylda til að verja Mansjukuo gegn öllum hættum, sem ógna því“. Lesandinn hefir máske ekki áttað sig á þessum linum, en Jiær innihalda kjarnann úr und- irróðri þeim, sem Japanar beita gegn Kina til að æsa liugi Man- sjukuobúa og Japana. Hinn ungi kínverski keisari, sem nú er „toppfígúran“ í Man- sjúkuo hefir verið á valdi Jap- ana siðan þjóðernishrinn kín- verski tók Peping 1924; flýði ann þá allslaus með konu sinni. Það eru sex ár síðan jeg lieyrði kínverska ættjarðarvini fara þess úm orðum um það mál: „Líf og framtíð hins unga keisara er ekki háð Kina eða stjórninni þar. Örlög hans eru ráðin í Tokíó á leynifundum japönsku stjórnarinnar. Og það- an koma peningarnir, sem gera ribbaldahershöfðingjunum ldn- versku fært að heyja strið inn- hyrðis. Og tilgangur Japana með Jjessu er sá að gera Kína ör- magna, svo að Jiað standi mátt- laust gegn Kinverjum". Þessi ummæli eru gömul en eru að sannast við fallbyssu- þrumurnar. En lítum nú á „að- almanninn“ stríðsins, Pu-yi keis- ara í Mansukuo. Hann fæddist 1906 í Peping og var gerður að keisara tveggja ára undir nafn- inu Hsuan Tung, en keisara- ekkjan Tzu-Hsi annaðist stjórn- ina. Fólk taldi að hún liefði drepið foreldra unga keisarans á eitri — þau dóu með fárra daga millibili og þótti ekki ein- leikið um dauðdagann. Kerling þessi var kölluð „vondi Búdda“ og var hjákona keisarans en nr. 2 að virðing- um. Þegar hún tók við stjórn- inni hófust reynsluár hjá Kin- verjum. Sun Yet Sen, kynblend- ingur frá Honolulu hóf lýðveld- ishreyfingu i Suður-Kína, sem var farin að breiðast út i Peping 1911. Þá fól „vondi Búdda“ mar- skálki sinum Yuan Shi Kai að verja keisaraættina og ríkið, en hann var viðsjálsgripur og kaus •emur að verða fyrri til en Sun Yat Sen og gera byltingu og verða sjálfur lýðveldisforseti. Sagði þá „vondi Búdda“ af sjer keisaratign fyrir sína liönd og Hsuan Tung, sem þá var aðeins sex vetra. Þetta gerðist 12. febrúar 1912. En lýðveldisstjórn- in fór vel með kerlinguna og unga keisarann, þau fengu riku- leg eftirlaun og höll til íbúðar, í stað þess að þau væri hengd eða hálshöggin. „Vondi Búdda“ fór sjálf með þær fjórar miljónir dollara, sem hún og litli keisarinn fengu í sárabætur og hjelt ríkulega hirð. Sex hundruð geldinga liafði liún í Jijónustu sinni og yfirmaður þeirra, Li-Lian sá um uppeldi Hsuan Tung. Auk. hans hafði keisarinn litli þrjá kennara, Shih I Iso mandarín, sem var hirð- meistari .og kendi honum kín- verskar bókmentir og sögu, Chu-I-Fan sem kendi honum Iærdóm Kungfutze og fagrar listir, þar á meðal að skrifa kín- \erska stafi. Þriðji kennarinn var Englendingurinn Johnston og honum á litli keisarinn að þakka kunnáttu sína i ensku og kynni af! vestrænni menningu. Þegar jeg dvaldi i Kína tókst mjer að ná tali af keisaranum í liallargarði lians í Tientsin. En

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.