Fálkinn


Fálkinn - 11.11.1933, Blaðsíða 1

Fálkinn - 11.11.1933, Blaðsíða 1
Reykjavík, laugardaginn 11. nóvember 1933 VI. 11. NÓVEMBER / dag eru liðin rjett ellefu ár síðan friðarveifan var dregin upp gfir skotgröfunum á vesturvigstöðvunum og fulltrúar Banda- manna og Miðveldanna komu saman á fund til að gera samninga um það vopnahlje, sem varð undanfari friðarsamninganna í Versailles. Og í dag kl. 11 árdegis minnast hernaðarþjóðirnar fallinna sona sinna með allsherjarstöðvun í tvær rnínútur og safnast saman við grafir ókunnu hermannanna og minnismerki þau, sem sett liafa verið um þá. Helsta hermannaminnismerki tíreta er það, sem sjest hjer að ofan og heitir „The Cenataph". Stendur það í miðri götu fyrir utan stjórnarbyggingarnar i Whitehall í London, en hin enska gröf ókunna hermannsins er í kirkjudyrunum í Westminster Abbey. Myndin hjer að ofan sýnir mannfjöldann kringum „Cenotaph“ síðastliðinn 11. nóvember. Þar er haldin stutt minningarathöfn og heldur konungur að jafnaði aðal ræðuna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.