Fálkinn


Fálkinn - 11.11.1933, Blaðsíða 12

Fálkinn - 11.11.1933, Blaðsíða 12
F Á L K I N N MALÆÐISHEMILLINN I ItÍKISÞINGINU. Á rikisþingi Dana er mikið skrai'- að eins og lijer hjá samhandsþjóð- inni. En líminn er peningar, ekki síst hjá þingmönnnm, og því hefir Dönum hugkvæmst það heillaráð, setja reglur uni ræðutíma þing- manna, til þess að hafa hemil á málæði þeirra. Hafa ])eir nú kom- ið fyrir kynjaáhaldi miklu á for- setabörðinu, er það lampi sem kviknar á, þegar þingmaður er bú- inn að tala þann tíma sem leyfður er. Forsetinn þrýstir á rafmagns- hnappa um leið og ræðumaður tekur til máls og er hnappur fyrir ákveðna timalengd, frá tveimur mínútum upp í 90 mínútur, en það mun vera hámark ræðutíma. Und- ir eins og hinn leyfði ræðutími er útrunninn kviknar ljós á lampan- um og þá á ræðumaður að þagna. Eigi vitum vjer hver ráð eru við höfð, ef ræðumaður gegnir ekki, en heldur áfram. — En tvímælalaust væri það heillaráð, og lil stórbót'a nú í kreppunni, að taka þessa ný- ung upp hjer, með þeirri breytingu að í stað lampans væri höfð sterk hjalla, bílhorn eða þökulúður, sem tæki lil að starfa er ræðutíminn væri útrunninn ög yfirgnæfði radil- ir ræðumanna, sem vildu halda á- fram í trássi við forsetann. Mætti eflaust finna hljóðfæri, sem væri svo sterkt að það yfirgnæfi raddir jafnvel þeirra þingmanna vorra, sem mest hvín i. DAUÐADEMANTURINN TIL SÖLU Gimsteinasali einn i London býð- ur um þessar mundir hinn fræga Goleonde-demant til solu fyrir 600. 000 krónur. Demantur þessi fanst i lok 16. aldar og hefir fjögur mannslíf ,,á samviskunni“. Maður- inn, sem fann hann var í þjónustu stórs fjelags og er hann sá, hve dýrmætur steinninn var leyndi hann fundinum. En svo gat hann ekki þagað yfir þessu og trúði kunningja sínum fyrir leyndarmál- inu og varð svó síðar hræddur um að hann mundi Ijósta því upp og drap manninn. Morðið komst upp og demantsmaðurinn var hand- tekinn. Lögreglan þekti ekki ástæð- una til morðsins fyr en maðurinn dó í fangelsinu og það komsl upp að hann hafði gleypt demantinn til þess að hann skyldi ekki finnast. Þegar líkið var krufið kom sann- leikurinn í Ijós. En læknirinn, sem Heiðraða húsmóðir! Hversvegna nota önnur þvottaefni, þegar að fil er þvottaefni, sem sameinar alla kosti — sem er ódýrt, fljótvirkt og hlífir bæði höndunum og þvottinum? Það heitir FLIK-FLAK — það þvær fljótt og rækilega. Þegar þvotturinn hefir soðið stundarfjórðung eru öll óhreinindi horfin og eftir er aðeins að skola þvottinn — og svo eruð þér búnar. Auðveldara getur það ekki verið. — Og ekkert þvottaefni getur gert það betur. Sparið tíma og pen- inga. Látið FLIK-FLAK hjálpa yður með erfiði þvotta- dagsins. Heildsöldubirgðir lijá I. BRYNJÓLFSSON & KVARAN krufði likið stal svo steininum og seldi hann ríkum kaupmanni, sem hjet Henry Mekoll og hann gaf steininn vinkonu sinni. Nokkru síð- ar hvarf þessi kona með dularfull- um hætti og steinninn með henni. Árið 1849 kom steinninn i dags- ljósið aftur. Hann var þá í eign fransks kaupmanns, sem var myrt- ur undir eins og það vitnaðist að hann ætti demantinn. Og steinninn hvarf aftur. En árið 1870 seldi demantakaupmaðúr í Amsterdam hann erkihertoga einum af Hahs- borgarættinni og það eru erfingjar hans, sem nú viíja selja. FLJÓTANDI FLUGLENDINGAR Meðan Lindbergh dvaldi i Stokk- hólmi hafði hann rætt með mild- um áhuga’ við ýmsa flugfræðinga um fljótandi eyjar, sem lendingar fyrir flugvjelar í Atlantshafinu. Þannig hafðj hann átt langa við- ræðu við Sven Lundberg verkfræð- ing um jjetta mál, en hann hefir gert uppdrætti að nýjum flotlend- ingarstöðum. Eru þeir ólíkir þvi, sem áður hefir verið um talað, að því leyti, að það er ekki gert ráð fyrir að þessar floteyjar sjeu stjór- aðar niður á ákveðnum stað heldur sje hægt að flytja þær á milli eftir því sem þörf gerist. Hafði Lind- bergh lofað að mæla með hug- mynd Lundbergs við fjelagið Pan- -American Airways. — Hjer að of- an er mynd af einni fljótandi lend- ingu, sem smíðuð var fil afnota við tökuna á kvikmyndinni ,,P. F. I. svarar ekki“, sem UFA-fjelagið tók fyrir nokkru. Innbrotsþjófar komust nýlega inn á heimili kvikmyndaleikkonunnar Lilian Harvey í Berlín. Hún var ekki heima, en vinnukonu hennar svæfðu þeir með dályfi og stálu svo þvi sem þeir fundu fjemætt, en það voru nokkur hundruð mörk í pen- ingum og eitthvað af skartgripum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.