Fálkinn


Fálkinn - 11.11.1933, Blaðsíða 4

Fálkinn - 11.11.1933, Blaðsíða 4
I F Á L K I N N Sunnudags hugleiðing. Ábyrgðin. I. Mós. 44:34. Hvernig gæti jeg farið heim til föður míns, sje sveinninn ekki með mjer? Það var Júda, sem ekki dirfð- ist að fara heim til síns aldraða föður, Jakobs, nema hann hefði Benjamín,yngsta hróðurinn heim með sjer. Hann hafði tekið á- byrgð á sveininum og heitið því, að koma með hann heiin aftur heilan á húfi. „Hvernig gæti jeg farið lieim til föður míns, nema sveinninn sje með mjer?“ Það er ein- kennilega fagur viðkvæmni- hreimur í þessum orðum, og gott væri okkur að hugleiða þau vel. Við erum sem sje einn- ig á ferð í framandi landi. Vor ! imneski Faðir hefir sent okk- ur í útlegð; en um það er að gera, að við, með hverjum degi sem líður, færumst einni dagleið nær okkar rjetta lieimkynni. Og þá er líka mikils um það vert, að við komum ekki einir heim. Eiiinig við höfum ábyrgð á yngri hróður, — það þarf ekki neint að vera bróðir okkar, get- ur eins vel verið samverkamað- ur, fjelagi eða fjelagsbróðir i kristilegu fjelagi ungra manna, einhver, sem við höfum áhrif á, og þá ábyrgð að sama skapi. Getur þú komið heim til Guðs, nemg að hann sje í för með þjer? Láttu texta dagsins vera þjer alvarlega áminningu um ábyrgðina á þeim, sem þú um- cngst. Það ætti kristilega æsku- lýðshreyfingin að liafa innrætt okkur. Og það er líka í bestu sam- ræmi við Hann, sem sagði: Faðir, jeg vil að þeir, sem þú gafst mjcr, sjeu hjá mjer þar sem jeg er, til þess að þeir sjái dýrð mína, sem þú gafst mjer. (Jóh. 17:24). Olf. Rich. __ Á. Jóh. Gjör þjer það ljóst, að þú berð ábyrgð á þeim, sem þú um- gengst. — Dýrmætasta eign Krists á jörðu eru mannssálirn- ar, sem hann hefir keypt með blóði sínu. Og liann væntir þess af þjer, í hvaða stöðu sem þú ert, að þú notir sjerhvert tæki- færi til að vinna með hans ástúð og nákvæmni að frelsun sálnanna, gefir þig að þeim í kærleik og auðmýkt, leggir þeim alúðleg ráð og leiðbeining- ar í sáluhjálparefnum þeirra, bendir þeim á góða bók, eða hvað helst annað, sem í þínu valdi stendur að liðsinna þeim. Rosenius. Heitmann's kaldur litur til heimalitunar. Marteinn Luther 1483—1933. Að ofanverðu ú myndinni sjest höllin og hallarkirkjan i Wittenberg, þar sem Lútlxer setti upp 95 setningarnar sína 31. okt. 1517. í þeirri kirkju liggur hanri grafinn. Að neðan stofa Lútliers á Wartburg. Það var þar sem hann kastaði blekbyttunni eftir djöflinum og hitti vegg- inn til vinstri við ofninn. í gær voru liðin 450 ár síðan höfundur siðskiftanna Marteinn Lúther fæddist í þennan heim. Hvað sem trúmálaskoðunum manna líður munu allir vera á- sáttir um, að áhrif hans hafi markað róttæk tímamót í lieim- inum, eða þeim hluta hans, sem játar kristna trú. Lútlier var af þýskum bænda- ættum. Faðir hans, Hans Lúlhei1, sem dó 1530 fjekk ekki jörð í sinn hlut við erfðaskiftin eftir föður sinn og gerðist því verka- maður í námum í Saxlandi. En móðir lians, Margarete (f. Zieg- ler d. 1531) hafði vanið son sinn við harðan aga og hefir það orðið bernskuhlutskifti ým- isra mikilmenna. Fyrstu árin ólst Lútlier upp í Mansfeld við Eisleben en var sendur 14 ára á skóla í Magde- burg og þaðan til Eisenach tveim árum síðar. Á báðum þessum stöðum varð hann að hafa ofan af fyrir sjer með því að syngja ásamt öðrum fátækum drengj- um við dyr gjafmilda fólksins. Honum vildi það til, að góð kona, Ursula Cotta skaut skjóls- húsi yfir hann og dvaldi hann á heimili liennar þangað til liann byrjaði háskölanám i Er- furt 1501. Faðir hans var þá orðinn svo efnaður að liami gat styrkt son sinn til náms og ljet liann stunda lögfræðismentun þegar undir- búningsmentuninni á háskólan- um var lokið. — 1 þá daga þótti það mesta prýði uppvaxandi mentamanna að vera finiir í að dispútera á latínu og varð Lúther brátt leikinn í þeirri list. Einnig kynti liann sjer með á- huga kenningar húmanismans, sem þá var ráðandi stefna við ýmsa háskóla og kyntist fröm- uðum hennar i Erfurt. Auk þess kyntist hann fornbókmentum Grikkja og Rómverja, sem þá voru að komast til virðinga á ný og húmanistarnir höfðu í hávegum. Á þessum árum hafði heimsskoðun rnanna breyst mjög við liinar landfræðilegu uþþgötvanir Columbusar og eft- irmanna lians. Lúther sóttist námið vel og tók meistarapróf 1505. Sagt er að hann liafi sjeð biblíuna í l'yrsta sinn á háskólabókasafn- inu í Erfurt. En nú gerðist það fyrsta er benti á, að liann ætti annað eftir en að verða lærður rólvndismaður. Iiann hafði mist vin sinn sem hann tregaði rnjög og þetta í sambandi við að hann lenti út í ógurlegu fárviðri sum- arið 1505, er sagt að hafi komið því til leiðar að liann breytti um áform og ákvað að leita sálu sinni friðar í klaustri. Vinir hans urðu mjög forviða, er hann að afloknu stúdenta- sumbli livarf inn í Ágústína- klaustrið í Erfurt 17. júlí 1505 og vann klausturheitið og tók prestvígslu tveimur árum síðar. En það kom brátt fram, að sú ró og sálarfriður, sem ungi maðurinn hafði vænst hlotnað- ist lionuni ekki í klaustrinu,' þrátt fyrir allar klausturiðkanir og sjálfspyntingar. Sálarangist iians fór þvert á móti vaxandi, svo að honum lá oft við ör- væntingu. Þá var það að gamall ldausturbróðir benti honum á, að Guð hefði lofað þeim fyrir- gefningar sem iðruðust synda sinna, og það var þetta sem rjeð stefnuhvörfum í lífi Lúthers. Hann hafði sjálfur lifað skeið volaðs manns, sem leið sálar- kvalir og árangurslaust hafði liann reynt þau náðarmeðul, kirkjan bauð í þá daga og á- rangurslaust fastað og pyntað sig. Hann liafði reynt fánýti liinna ytri siða og fundið mun- inn á ytri og innri guðsdýrkun. Og upp frá þessu verður það lifsstarf Lúthers að benda mönn um á kjarnann í trúarbrögðun- um. Vitanlega gat ekki hjá því farið, að liann lenti bráðlega í ónáð hjá kaþólsku kirkjunni, sem hjelt fast við hinar viður- kendu trúarvenjur. f fyrstu mun Lúther ekki hafa gert sjer þetta ljóst. Hann sá ekki að þessi stefnubreyting var hvorki meira eða minna en bylting í trúar- brögðunum. En undir eins og hann sá fram á þelta liófst liann lianda með meiri krafti en áður, nú sjer hann að liann verður að heyja stríð gegn hinu mikla of- urefli sem kirkjuvaldið var þá á dögum og hann leggur út í þá baráttu, með þeim árangri, að lianp síðar er talinn meðal mestu mikilmenna kirkjusög- unnar. . Árið 1511 fer hann til Róma- horgar og kynnist af eigin reynd hnignun og misfellum páfakirkj- unnar, en ris þó eigi þegar gegn hénni. Hann verður doktor í guðfræði árið eftir, eða „doktor i heilagri ritning“ eins og liann kallar. En þá kemur dominika- anamunkurinn Jöhann Tezel og aflátssala hans til sögunnar og

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.