Fálkinn


Fálkinn - 11.11.1933, Blaðsíða 3

Fálkinn - 11.11.1933, Blaðsíða 3
F Á L K I N N VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli. Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. AOalskrifstofa: BanKastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka. daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Það er mikilsverðara að þekkja og kunna að vara sig á brestum sinum, en að vita yfirburði sína. Það er gott að vita hvað maður getur,- en betra að vita hvað maður getur ekki. Allir hafa sinar takmarkanir. „Jeg varð fullur einu sinni“, sagði John Johnson, „og hagaði mjer eins og afglapi. Síðan hefi jeg ekki bragð- að áfengi. Jeg er aldrei að þreyt!| fóík með því að ráðleggja því hvað það skuli gera, jeg veit bara, að jeg þoli ekki að drekka“. Annar maður, sem jeg jaekti var sólginn í að spila poker. Hann sá, að hann var orðinn of sólginn í það. Spilið var farið að ginna hann, kom í bága við störf hans, var orð- ið einskonar spennandi óþægindi. Og hann fann brest sinn og hætti að spila. Þegar einhver löngun er orðin svo sterk, að hún svo að segja rek- ur manninn áfram gegn vilja hans, þá verður að svelta hana í hel. Veikleiki, sem ekki er haldið i hemilinn á er innri óvinur, svikari í manns eigin húsi. Svo best að barátta sje hafin gegn honum og hann sigraður og drepinn, þá verð- ur hann fyr eða síðar til þess að koma manninum á knje. Jeg álit að það sje ekki skaðlegt nð njóta, en tel að sá sem það ger- ir verði sí og æ að vera á verði. Það er skaðlaust upp að vissu tak- marki, en þegár komið er fram úr j>ví þá missir maður fjelagsskap fólksins, sem ber virðingu fyrir sjálfu sjer, en kemst í fjelag þeirra, sem sama breyskleikanum eru haldnir. Fyrsta skylda hvers manns er að vera sterkui. Og það fyrsta sem fólk sjer styrkleik manns á, er hvernig honum tekst að stjórna sjálfum sjer. Fullkomin afneitun hins eða þessa, hefir aldrei verið töfralækn- ing. Hershöfðinginn vinnur orustuna með því að þekkja veikleika and- stæðingsins. Kaupmanninum hepn- ast viðskiftin, af því hann þekkir sínar eigin takmarkanir. Aðeins sá nær framförum, sem gerir sjer Ijósa vanþekkingu sína og galla og það er mjög ósennilegt að maður geti styrkt skapgerð sína, ef hann gerir sjer ekki ljóst, hvað hann vantar og hvað hann þarf. Þar með er ekki sagt, að hann eigi einkum að hugsa um galla sína og tala um þá; hann þarf aðeins að þekkja þá. Að jafnaði er rjett að leyna þeim. Það er fyrirgefanlegt að gabba aðra, LEIKFJELAG REYKJAVÍKUR: •lens Waage sem Loftur Leikfjélag Reykjavikur Í9H). Frú Stefanía Giiðnmnsdóttir sem Steinunn. ./. M. Jónatnnsson skósmiður, Akureyri verður 50 ára í rfag. Helga Bjarnadóttir, 53 fí verður 60 Vestárg. ara a morgun. en að gabba sjálfan sig er ófyrir- gefanlegt. Sá maður sem ekki vill taka mark á brestum sinum, sem skammast sín fyrir að játa þá fyrir sjálfum sjer, og ekki vill taka tillit til þeirra, verður annaðhvort fífl eða heimskingi. Frank Crane. Hannes Jónsson alþm. verður hO ára 17. þ. m. Galdra-Loftur. IIr. Jens Waage og angfrú Emilía Indriða- dóttir sem Loftur og Dísa. ísland hefir víst fáa glæsilegri leikendur átt en þau Jens Waage og frú Stefaníu Guð- mundsdóttur meðan bæði Ijeku saman og voru upp á sitt besta. Þegar þau ljeku þyrpt- ist fólkið í leikhúsið, þvi ajlir vildu sjá þau í hlutverkum eins og John Storm, Karl Hin- rik, Ókunni maðurinn, Sigurður Ilraa, Toin- etta, Áslaug álfkona, Úlrikka og Kamelíu- frúin. Og þó eru ótal- in þau tvö hlutverk þar sem þessir ágætu leikendur náðu einna hæðst í list sinni, en það voru hlutverkin Galdrá-Loftur og Stein- unri í sjónleik Jóhanns Sigurjónssonar. Enginn furða þó sumum hafi hrosið hugur við, er Leikfjelagið ákvað að taka Galdra-Loft enn einu sinni ti! meðferðar, og ljetu í ljósi hrakspár um gengi leiksins í höndum núver- andi leikenda fjelagsins. En svo vel hefir tekist til, að leikurinn hefir unnið hina fornu hylli sína aftur fyrir leik hinna nýju leikenda og ber einna órækast vitni um það að- sóknin, sem er að leiknum. Val leik- enda er enda hið ákjósanlegasta þar sem Indriði Waage fer nú með hlutverk föður síns, en frú Soffia Giiðlaugsdóttir, tilþrifamesta leik- kona þessa lands, fer með hlutverk hinnar látnu listakonu og ágætustu leikkonu, sem uppi hefir verið með þjóð vorri. Leikurinn stendur og fellur með þessum tveimur höfuð- hlutverkum og er gleðilegt til þess að vita, að hinum ungu leikenduin vorum skuli veitast jafn ljett að lyfta hinum þunga arfi. L. Þorleifur //. Bjarnason yfir kennari várð 70 ára þ. 7: þ. m Finnur Thorlacius húsameist ari verðiir 50 ára lfí. þ. m. Minst 201 0 gleraugna- búðin, LAUGAVEG 2. :o Æ ‘ca ódýrari en annarstaðnr eru "

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.