Fálkinn


Fálkinn - 18.11.1933, Blaðsíða 11

Fálkinn - 18.11.1933, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Yngstu lesendurnir Fljótur og auðveldur þvottur með Rinso Það er ljett verk að þvo þvott. Þegar Rinso er notað. Leggið þvottinn í Rinso-upplaustn nætur- langt, og næsta morgun sjáið þjer, að öll óhreinindi eru laus úr honum yður að fyrirhafnar- lausu. Þvotturinn þvær sig sjál- fur, á meðan þjer sofið. Rinso gerir hvítann þvott snjóhvítan, og mislitur þvottur verður sem nýr. Rinso verndar þvottinn frá sliti og hendur frá skemdum, því alt nudd er óþarft. Reynið Rinso-aðferðina þegar þjer þvoið næst, og þjer notið aldrei gamaldagsaðferðir aftu*-. Rinso VERNDAR HENDUR, HELDUR ÞVOTTINUM ÓSKEMDUM M-R 79-33 IC R. S. HUDSON LIMITED, LIVERPOOL, ENGLAND Skemtileg Nú er kominn kaldur vetur og þið fáið ekki tækifæri að leika ykkur úti nerna endur og eins. Og svo dimmir líka snemma í skamm- deginu og þegar dimt er orðið þá eiga börnin ekki að vera úti. Þess- vegna ætla jeg í þetta sinn að benda ykkur á ýmislegt sem þið getið skemt ykkur við inni í frístund- unum. Svolílil teiknilist. Þegar þið eru orðin leið á bók- unum og leikföngunum er stund- um gott að leita athvarfs hjá blý- antinum sínum. Þegar þið hafið tekið hann i hönd opnast margir og skemtilegir möguleikar. Það eru ekki allir listamenn, en samt geta allir teiknað grísinn, sem myndin hjer að ofan er af. Fyrsta myndin er ekki erfið, en þegar hún er búin er næsta myndin ennþá auðveldari og svo höldum við áfram, eins og sýnt er á mynd- unum 3 og 4 og áður en þið vitið er grísinn fullgerður. Þó ætla jeg að minna ykkur á eitt: að strok- leðrið er nærri þvi eins nauðsyn- legt og blýanturinn. dægradvöl. Allir hafa gott af að dunda við eitfhvað og prófa sig áfram. Þess- vegna skulum við gera það! Hjerna að ofan sjerðu skrítna mynd; þar er alt í hrærigraut og þú botnar víst ekki i neinu. Þú sjerð víst elcki einu sinni hvað upp er og hvað niður.. Þessvegna verðum við að Iaga myndina, svo að bæði þú og aðrir geti sjeð, hvað hún á að sýna. Ilver veit nerha þú eigir einhver- staðar gamlan litarkassa eða ef það er ekki, þá stokk með allavega lit- um blýöntum, því að það er ein- mitt annaðhvort af þessu, sem þú þarl't að nota. Svo reynirðu að gera myndina skiljanlega með því að mála alla reitina, sem merktir eru með sömu tölu með einum lit, aðra sem merkt- ir eru með annari tölu með öðrúm lit og þannig koll af kolli þangað þú ert búinn að mála alla reitina. Og þá skaltu sjá til að þú skilur myndina. Merkilegt töludýr. Úr því að við erum nú farin að eiga við teikningu á annað borö þá finst mjer að jeg megi til að sýna ylckur þetta einkennilega dýr, sem er gert úr eintómum tölum. Þessvegna er það kallað töludýr. Og tölunum er svo sniðuglega fyrir komið, að teikningin hefir orðið falleg. Reyndu nú að geta, hvað summ- an af öllum tölunum er há. Þú gel- ur meir að segja náð i aðra krakka og fullorðna líka, og látið fara fram verðlaunasamkeppni. Þeim ykkar, sem ekki getið rjett skal jeg segja töluna áður en jeg skil við .ykkur. Snúrulaust hringspil. Útvegaðu þjer litla trjeplötu, 50 sentimetra á hvern kant. Skrúfaðu svo i hana þrettán króka, eins og sýnt er á myndinni og svo skrifar Jiú lága tölu við hvern lcrók. Svo verður þú að útvega þjer nokkra litla hringi, t. d. gluggatjaldahringi; hver veit nema hún mamma þín geti tánað lijer Jiá. — Þvínæst heng- ir þú plötuna upp á vegg og þú og fjelagar þínir skiftást á um að kasta hring tíu sinnum á krókana. Vitan- lega verða allir að standa í sömu fjarlægð þegar þeir kasta. sá sem fær hæstan stlgafjölda hefir unnið. Annað hringspil. Tennikojt-hringspil er afar mikið iðkað á sumrin, en af livi að Jiað er útileikur, sem við getum ekki leikið núna, skal jeg kenna ykkur annan leik, sem hægt er að nota áhöldin við inni. Þú festir gamalt kústskaft á trje- plötu þannig að það standi beint upp úr plötunni. Og svo standið þið í ákveðinni fjarlægð frá skai't- inu og hver fær að kasta hring tíu sinnum. Sá sem hittir oftast á skaft- ið hefir unnið. Tóta frænka. ----x---- SUMMAN AF TÖLUFÍLNUM er 144. LITMYNDUNIN. Til litmyndunar- innar ráðleg.« jeg ykkur að nota: + svart, 1 ljósrautt, 2 rauft, 3 ljós- brúnt, 4 brúnt, 5 gult, 6 dökkbrúnl, 7 ljósblátt, 8 ljósgrænt, 9 dökkgrænt. Litmyndagerð.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.