Fálkinn - 09.02.1935, Blaðsíða 5
FÁLKíIN'N
5
ur sjöundi, var blaðið gefið út
í 112.000 eintökum.
Þessir tveir menn, Barnes og
Delane eiga mestan þátt í þvi
áliti, sem The Times hlotnað-
ist og hefir haldið jafnan síðan.
En aðrir eins snillingar og þeir
eru ekki á hverju strái. Eftir
að Delane ljet af ritstjórn þótti
blaðið setja niður og verða
þurrara og einhæfara, þó að
enginn neitaði því, að það hjeldi
trútt við þá gömlu venju að
vera áreiðanlegt og hlutlaust.
Það gerði sjer ekki eins mikið
far og hin nýju hlöð sem hlupu
af stokkunum á þeim árum,
um að flytja gífurtíðindi og
flenna stórar fyrirsagnir yfir
þverar síðurnar; enn þann dag
í dag sker The Times úr öðr-
um blöðum að því leyti, að
það notar tiltölulega smátt fyr-
irsagnarlelur. Og önnur ensk
hlöð lærðu af því að nota smá-
an stíl.
The Times liefir löngum átt
fleiri aðdáendur og tryggari
vini í Englandi en nokkurt
annað blað og einu sinnni var
það að þessir vinir urðu á-
hyggjufullir um örlög þess.
Það var þegar Northcliffe lá-
varður náði yfirráðum yfir Tlie
Times. Meðal eiganda hlaðsins
voru ýmsir ætlingjar Jolin
Walters og móti vilja þeirra
eignaðist Alfred Harmsworth
sem síðar varð Northcliffe lá-
varður — meiri hluta hlutafjár-
ins árið 1907. Fyrstu árin Ijet
hann blaðið halda sama striki
og áður, en árið 1912 gerði
hann Geol'frey Dawson sem nú
er ritstjóri blaðsins — að rit-
stjóra. Nortlicliffe vildi aulca
kaupendalölu hlaðsins, og setti
verð þess niður í einn penny,
en það hafði þau áhrif, að
kaupendal'jöldinn steig upp i
150.000 á einum degi. Þetta var
14. mars 1914. Svo kom heims-
styrjöldin og með því óeðlileg-
ur blómatími fyrir The Times
eins og öll önnur Dlöð, en sá
ofvöxtur, liefir víðast haft aft-
urkipp í för með sjer. Það var
The Times sem kom fram kröf-
unni um, að sett væri á stofn
sjerstakt liergagnaráðuneyti
undir stjórn Lloyd George og
það var sama blað, sem geksl
fyrir samskotum til Rauða-
krossins enska og söfnuðust þar
sextán miljónir punda. Og The
Times hafði betri og fljótari
frjettir frá vígstöðvunum en önn-
ur blöð. Einu sinni var það, að
hlaðið fjekk merkilegt skeyti
— það var um undanhaldið hjá
Mons — og þótti blaðinu skeyt-
ið svo ótrúlegt, að það þorði
ekki annað en strika yfir það
merkilegasta úr því, áður en
það var sent til blaðaskeyla-
skoðarans, sem þá var Birken-
head síðar lávarður. En Birken-
liead samþykti alt það, sem
strikað hafði verið yfir, og
sagði að það mætti birtast og
tók því um leið á sig ábyrgðina
á því Ramakveini, sem varð
um alt landið, þegar fólk frjetti
ósigur enska hersins við Mons.
Árið 1922 varð hlaðið aftur
eign Waltersættarinnar og John
Jacob Astors majórs, sem nú
er formaður í stjórn blaðsins.
Og jafnframt því og þessi eig-
endaskifti urðu var búið svo
um linútana, að trygt þykir, að
hlaðið geti aldrei orðið valda-
gráðugum blaðkongum að hráð
framar. Sjerstök nefnd hefir
verið skipuð til þess að sjá um,
að blaðið komist aldrei undir
völd manna, er nota það í eig-
inhagsmunaskyni. í þessari
nefnd sitja m. a. forseti hæsta-
rjettar, forstjóri Englandshanka
formaður fjelags löggiltra end-
urskoðenda og vísindafjelags-
ins enska og á nefndin að gæta
þess, að hlutabrjef fyrirtækis-
ins komist aldrei í „viðsjálar"
hendur.
The Times lieldur afmæli sitt
hátíðlegt með þvi að gefa út
rit í þremur bindum, sögu sjálfs
sín frá upphafi. Fyrsta hindið
er komið út fyrir allöngu og
nær fram lil ársins 1841. Eng-
inn nafngreindur höfundur er
að ritinu, en það er skrifað af
núverandi og fyrverandi starfs-
mönnum hlaðsins í sama anda
og blaðið sjálft er skrifað — og
nafnlaust eins og greinarnar í
Tlie Times, þvi að þar skrifar
enginn blaðamaður undir nafni
eða merki.
Bráðum á að byggja brú, sein kosl
ar um 10 miljón krónur, yfir Mis-
sourifljótið i Omaha. Meðal þeirra,
sem keptu um teikninguna að
brúnni var kornung stúlka, verk-
fræðinemi, sem lijet Edilh Reed.
Hún hafði meiðst við bílslys og datt
í hug af rælni, að gera leikningu
af brúnni meðan hún lægi í rúm-
inu hvort eð var. Og það ólíklega
skeði, að það var teikning stúlk-
unnar sem var valin.
-----x-----
Svíar hafa veitt 15 miljón krón-
ur á fjárlögum fyrir 1935 til end-
urbóta á flugskilyrðum og nýjum
flugvöllum. Meðal annars á að
byggja í vor nýja flugvita, átla tats-
ins meðfram vesturströndinni, alla
leið frá Malmö og upp að landa-
mærurn Noregs. En norska stjórn-
in leggur til, að ekki verði veittar
nema 315.000 krónur til bættra flug-
skilyrða í Noregi.
-----x-----
Árið 1929 fiuttist Þjóðverjinn dr.
Karl Ritter til Galapagoseyja ásamt
frú einni, Hilde Lörwin. Voru þau
bæði orðin þreytt á heimsborgar-
lífinu og ætluðu að lifa eins og
Adam og Eva í Paradísinni þarna á
Galapagoe. Nýlega fundu amerískir
veiðimenn tvö lík, af karli og konu
niður við fjöru á Charles Darwins-
ey á Galapagos og þykir víst, að
það sjeu lík Ritters og frú Lörwin.
Hafa þau dáið úr hungri.
----x-----
Poincaré fyrverandi Frakklands-
forseti liafði gefið ríkinu hús sitt í
Sampigny áður en hann dó. Skal
ekkja hans hafa ibúð þar til æfi-
loka en síðan skal gera barnaheim-
ili á staðnum. Ennfreinur hafði
hann iagt fram fje í sjóð, sem skal
varið til þess að gefa hverju barm
dálitla peningagjöf um leið og það
fer af heimilinu.
----x-----
Þýska loftskipið L. Z. 129, sem
nú er í siníðuin í Friedrichshaven á
að hyrja farþegaflug yfir Atlants-
hafið, milli Þýskalands og Lake-
liurst eða Miami á Florida um iniðj-
an júlí. Loftskipið teliur 50 far-
þega og getur auk þess flutt 20 smá-
lestir af póstflutningi. Flugtíminu
er óætlaður 48 tímar vestur yfir
hafið en 55 tímar austur og far-
miðinn kostar 300 dollara.
----x-----
Skáldsaga Kristmanns Guðmunds-
sonar, „Morgun lífsins“ hefir birst
sem framhaldssaga i þýska viku-
blaðinu „Die Woche“ i sumar og
er nú komin út i bókarformi á for-
lag Piper & Ci í Múnchen. Þessi
skáldsaga hefir einnig verið seid
forlagi Heinemanns í London, Hol-
ger Schildt í Stokkhólmi og Werner
Söderström í Helsingfors. Auk þess
kemur hún út á ítölsku á forlag
Mondatori í Mílano og ætlar það
forlag líka að gefa út „Sigmar",
„Den förste vár“ hefir verið þýdd
a þýsku, dönsku og hollensku, og
„Den blaa kyst“, sem fyrir nokkru
er komin út á þýsku, er að koma
út á tjekknesku. Sama bók hefir
verið þýdd á ungversku, nýgrísku,
hollensku pólsku og frönsku. „Helga-
fell“ er nýkomin út á dönsku lijá
Hasselbalch og hefir einnig verið
]>ýtt ó ameríkuensku.
----x-----
Innocenz Carzara gestgjafi í Berg-
amo er nýlega orðinn pabbi í 23.
skifti. Hann er nú 61 árs. f fyrsta
hjónabandi átti hann tíu börn og
lifa fjögur þeirra. í öðru hjóna-
bandinu átti hann sex börn og af
þeim lifa tvö. Og í þriðja hjóna-
bandinu eignaðist hann 12 hörn,
sem öll lifa. Hann á alls 18 börn á
lífi, og segist geta bætt við mörgum
enn.
----x-----
Á strútabúi einu í Kaliforníu er
verið að gera vísindalegar tilraun
ir með því markmiði að kenna
strútunum að fljúga. Eru valdir úr
þeir fuglarnir, sem hafa best brjóst
og vængvöðva. En vængir fuglanna
eru óhæfir til fiugs. Þó ólíla vis-
indamenn, að strúturinn hafi getað
flogið forðum daga, því að annars
liefði hann ekki verið skapaður
með vængjum. Nú á að reyna að
kenna fuglunum flugtökin og er
búist við að það takist að gera
strútinn fljúgandi.
----x-----
Klukkan í Hollandi hefir hingað
til verið 40 mínútur undan Mið-
Evróputima og 20 mínútum eftir
Greenwichtíma. Nú á að breyta
þessu og vill innanríkisróðuneytið
seinka klukkunni um 40 mínútur,
svo að hún fylgi Mið-Eyróputíma.
-----------------x-----
Fellibylur varð fyrir nokkru í
Shanghai og hafði lyft með sjer
tveggja metra langri eiturnöðru, og
lenti hún á götu í útlendingahverfi
borgarinnar og kom öllu í uppnám.
En huguðum manni tókst að drepa
nöðruna áður en hún gerði ilt af
sjer.
----x-----
Ameríkanska kvikmyndakonan
Edwina Booth, sem Ijek í mynd-
iiini „Trader Horn“ fyrir nokkrum
árum — en sú inynd var tekin suð-
ur í frumskógum Afríku, hefir höfð-
að mál gegn Metro-Goldwyn-Mayer
og krefst þess að fjelagið greiði sjer
4 miljón krónur í skaðabætur. Ilún
hefir verið rúmföst að mestu siðan
hún var í Afríku. Þar hafði hún
fengið sólstungu og malaria og það
er óhugsandi að hún geti starfað að
kvikmyndaleik framar.
----x-----
Það er sagt um íbúa Rússlands
nú á tíinum, að þeir brosi aldrei.
Hinsvegar verður ekki annað sagt
en þeir lesi mikið. 1 Moskva einni
eru 2152 bókasöfn með 42.000.000
bókum. Samkvæmt skýrslum eru
bókalántakendur í Moskva 3. 147.105
-----------------x-----
ítalska lögreglan tók nýlega fasta
tvo menn, sem versluðu með fölsk
heiðursmerki. Þeir höfðu t. d. búið
til „orðu hins heilaga Georgs af
Belgiu“. Fjöldi manna hafði látið
blekkjast af þessari verslun og
höfðu borgað alt að 5000 lírur til
þess að fá orðuna.
----x-----
í Portland í Oregon dóu 24
manns af áfengiseitrun rjett fyrir
jólin, en 10 urðu blindir. Áfengið
höfðu allir fengið á sama staðnum,
á leyniknæpu við höfnina.
----x-----
Á skotmóti sem haldið var i
New York í desember og Ameríku-
menn, Þjóðverjar og Englendingar
tóku þátt í, fjekk Ameríkumaðurinn
Bond 400 stig af 400 mögulegum
— hitti í blett í hverju einasta skoti.
Gamla heimsmetið átti Englending-
urinn Longhurst og var það 396
stig en fyrra heimsmet átti Svíinn
Bertil Rönmark, 393 stig. En nýja
metinu verður ekki hrundið. Skot-
maðurinn skaut öllum skotunum
liggjandi.
——x-------
Hajli turninn í Písa er nú kom-
inn að niðurlotum, til mikillar
skapraunar öllum Písa-húum, sem
hafa grætt miljónir á turninum.
Ilann hallast nú meira og meira
og nefnd sem skipuð var til að at-
huga turninn hefir komist að þeirn
niðurstöðu, að honum verði ekki
við bjargað. Fregnin hefir vakið
þjóðarsorg um alla Ítalíu.
----x-----
Kirkjan í Meráker i Þrændalög-
um átti 60 ára afmæli ýnlega. Það
þótti sjerstætt við þetta afmæli, að
sami organistinn, sem spilaði á or-
gelið þegar kirkjan var vígð, er
enn organisti kirkjunnar.
----x-----
I Mojave í Ivaliforníu hefir ný-
lega fundist gull í jörðu og hafa
gullgrafarar þyrpst til bæjarins
undanfarið. Þau fáu hús, sem voru
í þorpinu eru orðin troðfull af
námamönuum, en fjöldi liggur i
tjöldum eða úti á víðavangi í von
um að fá útmældan námuteig. Mest
af þessu fólki eru atvinnuleysingjar.
-----------------x-----
Ufa-kvikmyndafjelagið hefir ný-
lega lokið við kvikmyndina „Si-
gaunabaróninn“, óperettu eftir Jó-
hann Strauss og er að byrja á stór-
mynd, sem heitir „Barcarole“ og
gerist i Venezia. í Þýskalandi er
verið að undirbúa töku þriggja
sögulegra stórmynda; fjallar ein um
Ágúst sterka Pólverjakonung, önn-
ur um Oliver Cromwell og sú
þriðja um Joh. Sebastian Bach og
á að koma ó markaðin í ór, i til-
efni af 250 ára afmæli tónskálds-
ins.
----x-----
Á eyjunni Ceylon hefir malaria-
sótt gengið og verið skæð undan-
farið. Snemma i desember voru um
800 malaria-sjúklingar ó spitölun-
um og er það óvenjulega mikið.
Skemtiferðaskipin hafa aflýst kom-
um sínum þangað vegna sóttar-
innar.