Fálkinn - 11.05.1935, Qupperneq 3
FÁLKINN
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested.
Aðalskrifstofa:
Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210.
Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6.
Skrifstofa i Oslo:
Anton Schjöthsgade 14.
BlaPifi kemur út hvern laugardag.
Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði;
kr. 4.50 á ársfjórSungi og 18 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftanir greiðist fyrirfram.
Aughjsingaverð: 20 aura millimeter
flerbertsprent, Bankastræti 3.
Skraddarabankar.
Óttinn við að ofgera.
ÞaS er ástæðulaust af þjer að
hafa beyg af þvi að sýna manngöfgi.
Versti óttinn er beygurinn af aS
vera göfugmenni.
Og smásálarlegasta ánægja ntanns-
er sú, aS gera sig ánægðan meS
aS vera eins og aSrir.
Ef þú sýnir einhverjum vini þin-
um tiltrú þá sýndu honum tiltrú
gegn um þykt og þunt. ÞaS getur
auðvitað komið fyrir, aS þú hafir
vonbrigði af honum og að hann
sýni sig ekki verðugán traustsiii».
En þjer er miklu betra, aS hann
bregðist tiltrú þinni, en að þú trúir
honuin ekki nema að noltkru leyti.
Ef þú elskar konuna þína, þá
elskaðu hana takmarkalaust. ÞaS
getur vel verið að hún kunni ekki
að meta það. En það er betra að
elska án þess að fá viðurkenningu,
en að fara á mis við þá gleði, sem
fullkomin ástúð veitir.
Vertu elcki hræddur við að „kasta
perlum fyrir svín“. ÞaS er betra
en að setja þær undir mæliker. Og
Jesús, sem orðin talaði, kastaði sin-
um perlum.
Vertu ekki feiminn við að fyrir-
gefa. Sá, sein í hlut á, er ef til vill
ekki verður þess, að þú fyrirgefir
honum; en fyrirgefning þín er eigi
minna virði fyrir það, heldur
þvert á móti.
Vertu ekki hræddur við að sýua
alúð, því að einmitt með því gerir
þú þig vináttu verðan.
Vertu ekki hræddur við að vera
bjartsýnn og vonast eftir því góða.
ÞaS er betra að hið misjafna komi
eins og þjófur á nóttu, alveg á c-
vart, heldur en að þú búist altaf
við þvi og gerir ráð fyrir að það
komi.
Vertu ekki hræddur við aS vera
alúðlegur. ,,í þessuin heimi“, segir
Marivaux, „verður maður aö vera
of alúðlegur ef maður á að vera
nógu alúðlegur.
Frank Crane.
LEIKHÚSIÐ:
Alt er þá þrent er!
Fyrir nokkrum árum sýndi leik-
fjelagið einkennilegan leik, sem
Draugalestin hjet og var eftir enska
höfundinn Arnold Rid'ey. Nú hefir
leikfjelagið tekið annan leik þessa
höfundar til sýningar hjer og var
hann sýndur í fyrsta sinn á sunnu-
daginn var. Nefnist hann í þýðing-
unni „Alt er þá þrent er“. Þessi leik-
ur er stórum skemtilegri en hinn
fyrri og persónuteikningar hans svo
sjerkennilegar, að það margborgar
sig að horfa á hann. Má þar ein.t-
um nefna aðalpersónurnar sira Fear,
sem Alfred Andrjesson leikur og
„kavaler undirheimanna", g’æpa-
manninn Meggitt, sem Brynjólfur
Jóhannesson hefir gert aS bráð-
skrítinni persónu. Leikurinn er
þýddur af frú E. Waage, en leik-
stjórnina hafði Gunnar Hansen og
er þetta síðasti leikurinn sem hann
liefir undirbúið á leiksvið hjer á
þessu leikári. Heildaráhrif leiksins
eru mjög góð óg það er áreiðanlegt,
að flestir sjá leikinn sjer til óblanct-
innar skemtunar. Myndirnar sýna i
efri röð frá v.: Alfred Andrjesson,
Brynjólf Jóhannesson og Gunnar
Möller, en í neðri röðinni sjást
Gunnþórunn Halldórsdóttir, sem
ráðskona prestsins, Nini Stefánsson
og Karl SigurSsson og Arndís
Björnsdóttir.
Knutson þingmaður i Minnesota
hefir flutt frumvarp um að banna
Bandaríkjamönnum að bera orður
erlendra rikja. Má enginn þiggja
orðu eða bera, nema hún sje feng-
in fyrir frækilega framgöngu í
styrjöld.
----x----
Fjörugt brúðkaup var nýlega
haldið i Grodno i Póllandi. Gest-
irnir urðu ósáttir og fóru að berj-
ast með hnífum, öxum og öðrum
vopnum sem til náðist. Og smám
saman flæktust allir „vopnfærir
þorpsbúar i bardagann. Að leiks-
lokum lágu þrir fallnir i valinn en
tvær hlöður höfðu verið brendar
til ösku.
Þriðji sonur Alfons Spánarkon-
ungs hefir trúlofast prinsessunni
Maríu de las Mercedes. Ef konung-
dæmi kemst aftur á i Spáni er það
þessi prins sem stendur til rikis-
erfða því að hinir eldri synirnir
báðir hafa fyrirgert rjetti sinum
til ríkisins með því að giftast ótign-
um stúlkum.
Pjetur Hjaltested stjórnarráðs-
ritari verður 70 ára 12. mai.
Jón Guðmundsson bóndi í Ljár-
skógum varð 65 ára 7. maí.
Ekkjan Agnes Gíslad. Bakka-
koti verður 70 ára 14. mai.