Fálkinn - 11.05.1935, Blaðsíða 5
F A L K I N N
5
ítalskt herliö að fara um borð áleiðis til Afriku í ófriðinn gegn
Etiopum.
ast þeir vera komnir í’rá Jerú-
salem og hafa mjög svipaöan
átrúnaÖ og gyðingar. En hinir
eiginlegu Etiopar, sem nú ráða
í landinu eru mjög ólíkir þess-
um þjóðflokkum í útliti. Þeir
eru langir i andliti, hafa fall-
egt nef, þykkar varir, svart hár
og gisið skegg, eru í meðallagi
á hæð og sterklega vaxnir. Þeir
kalla sig kristna en eru í trú-
málaflokki fyrir sig, etiopiska
kirkjufjelaginu.
ítalir hjeldu þvi fram, er
verið var að taka Etiopa inn í
alþjóðasamhandið, að þeir væri
á svo lágu menningarstigi, að
þeir væri ekki hæfir til að
skipa þar sæti. Að nokkru
leyti má þett% til sanns vegar
færa. Þeir eru annálaðir fyrir
leti, huglausir og hverflyndir
og óþrifnir í meira lagi, svo
áð það er undantekning ef ó-
lúsugur maður fyrirfinst þar.
Þó hefir þetta batnað á síðustu
árum. Nautnamenn eru þeir
miklir, og mestu óreiðumenn í
öllum viðskiftum. Þeir eru
gestrisnir við landa sína en am-
ast mjög við útlendingum og
sýna þeim litla kurteisi. 1 sið-
um og klæðaburði eru þeir á
lágu stigi.
Þeir lifa nær eingöngu á
landbúnaði, en mjög eru vinnu-
aðferðir þeirra á lágu stigi.
Rækta þeir allar venjulegar
korntegundir og að aulci ban-
alia, sinnep, kaffi, tóbak og
bómull. Samgöngutækin erú
mjög ófullkomin og háir það
utanrikisversluninni. Helstu út-
flutningsvörur þeirra eru kaffi,
gull, fílahein, hunang, gúmmí,
skinn og myrra. Addis Aheba,
höfuðborgin, og Harrar, eru
mestu verslunarborgirnar og er
járnbraut frá Harrar til höfuð^
borgarinnar Diibouti við Aden-
flóa i Enska Somalilandi. Fei
langmestur hluti útflutningsins
um Diibouti. — —
Það er núverandi stjórnandi
landsins, sem gengst fvrir þeim
umbótatilraunum, sem þessi ár-
in eru gerðar í Etiopíu. „Kon-
ungur konunganna af Etiopíu,
ljón Júða, guðs útvaldi", fyrr-
um prins eða .,Ras“ Negus Ta-
fari, hafði stjórnað hæði v'el og
lengi þegar hann ljét krýna sig
keisara í Etiopiu árið 1828 og
tók sjer heitið Haile Selassie 1.
Hann komst til valda árið 191(5,
þegar þjóðin sneri baki við
harðstjóranum Lei Jasu, sem
var hlyntur Múhameðsmönnum
í trúmálum og hafði þessvegna
verið ger rækur úr söfnuðum
kristinna manna. Hinn ungi
keisari Haile Selasie hann
varð fertugur í fyrra — hefir
stjórnað með myndugleik og
verið óspar á að reyna nýj-
ungar. Landið skyldi taka
framförum, hvað sem það
kostaði, og þegar peningunum
varð ekki náð á annan hátt
skattlagði keisarinn höfðingj-
ana, sem áður höfðu verið
skattfrjálsir. Hann reisti full-
kominn skóla í Addis Ababa
og setti á stofn fyrirmyndarbú;
hann keypti hraðpressu frá Ev-
rópu og síðustu árin liefir hann
einkum unnið að því, að af-
nema þrælaverslunina. Ilann
hefir sent fjölda ungra manna
til náms til höfuðborga Ev-
rópu. Og þegar hann fór sjálf-
ur í hið mikla Evrópu-ferðalag
sitt árið 1924, þá hafði hann
með sjer tuttugu prinsa til þess
að gefa þeim tækifæri lil að
kynnast heiminum og sjálfur
var hann með nefið niðri í öllu.
í þeirri ferð keypti hann sjer
hifreið og óhemju af vekjara-
klukkum, sem hann gaf æðstu
embættismönnum sínum, þeg-
ar hann kom heim!
Ýmsir kunnir menn iiafa alla
umbótaviðleitni keisarans að
háði og spotti og skýra frá því
með mikilli ánægju, að fram-
kvæmdir hans sjeu mjög illa
þokkaðar í Etiopiu, þvi að
landið hafi engin skilyrði til
áð gera sjer mat úr þeim. Þjóð-
in sje á svo lágu þroskastigi
ennþá, að hún verði að lifa á-
fram við gamla háttu og siði.
Það er gamla sagan um, að
þjóðirnar megi ekki læra nýja
siði fyr en þær sjeu orðnar
„þroskaðar“ fyrir þá - sama
kenningin, sem Mustafa Kemal
liefir svo eftirminnjlega sniiið
í villu hvað Tyrki snertir.
Haile Selassie hefir meðal
annars gert alt sem hann hefir
getað til þess að koma þjóð
sinni í samband við Evrópu-
þjóðirnar og brotið þar í bága
við innilokunarstefnuna, sem
frá alda öðli hefir verið ráð-
andi í Etiopíu. llann hlaut á-
mæli af því að láta Etiopíu
ganga í þjóðabandalagið árið
1923. En það sýnir sig nú, að
einmitt með kynningu sinni við
Evrópuþjóðirnar, liefir hann
trygt sjálfstæði landsins. Ef
Etiopia væri ekki í alþjóða-
sambandinu uú, mundu ítalir
hafa þar frjálsar hendur, svo
og aðrar þjóðir, og gætu farið
eins að ráði sínu þar og Jap-
anar hafa gert í Mandsjuko —
lagt landið undir sig þegjandi
og hljóðalaust, án þess að
nokkurt stórveldanna hreyfði
hönd eða fót. En nú ber al-
þjóðabandalagið ábyrgð á sjálf-
stæði ríkisins.
Því að þó Etiopíumenn seg-
ist hafa 800.000 manna her og
nóg af skotvopnum, má gera
ráð fyrir, að þeir mættu ekki
við ítölum.
MIÐDEGISBLUNDUR GAMLA
MANNSINS.
Vorsýningin á Charlottenborg í
Kaupmannahöfn stendur yfir um
þessar mundir og var að venju opn-
uö með konungsheimsókn og drotn-
ingar. Meðal mynda sem athygli
vekja ó sýpingunni núna, er sú sem
sjest hjer að ofan og er eftir rríál-
arann Sand Hblm. Hún heitir „Mið-
degisblundur gamia mannsins".
Sögurnar um „ríka frænda í Am-
eríku“ rætast stundum. Svo reyndist
að minsta kosti frú Záuner í Wien
nýlega. Hún rekur þar kaffi hús, en
hefir ekki tekist að verða rík. Þang-
að til að hún um daginn fjekk brjef
frá Ameríku um að hún hefði erft
;ty2 miljón dollara eða 15 miljón
austurriskra shillinga eftir frænda
sínn, sem fluttist til Ameríku fyrir
mörgum árum.
-----x----
„Komið og litið inn til mín við
tækifæri1, er Mae West kvikmynda-
leikkona vön að segja að skilnaði,
þegar hún talar í útvarpið. Martin
Ttjen frá Skagway i Alaska tók hana
á orðinu og gerði sjer ferð alla leið
til Hollywood til að heimsækja hann.
Hann fjekk bestu viðtökur og var
gestur Mae West meðan hann stóð
við í Hollywood.
-----x----
Fyrir nokkru auglýsti franskt for-
lag eftir manni til áð þýða bók úr
ensku. Það var glæpasaga og gerð-
ist að miklu leyti í fangelsi og úði
þar og grúði af allskonar orðatil-
tækjum, sem aðeins fangar kunna að
nota. Forlagið auglýsti því, að þýð-
andinn yrði að sanna, að hann hefði
verið i fangelsi í Englandi og Frakk-
landi tvö ár minst og yrði auk þess
að vera góður málamaður. Tíu gáfu
sig fra'm og einn var tekinn, því að
hailn var lögfræðingur auk þess að
hann uppfylti settu skilyrðin. Þýð-
ingin var gefin út og reyndist ágæl.
En þegar forlagið ætlaði að fara að
borga þýðingarlaunin, vildi þýð-
andinn ekki taka einn eyri. Hann
kvaðst hafa þýtt bókina að gamni
sinu og ekki þurfa á fje að halda,
því að hann væri fyrir löngu orð-
inn fjáður maður.
——x------
Huey Lohg lieitir landstjórinn í
Louisiana og er einvaldur þar. Nú
kveðst hann ætla að bjóða sig fram
við næstu forsetakosningar í
Bándaríkjunum og er þegar farinn
að halda skammarræður yfir Roose-
velt í útvarpinu og gefa kosninga-
loforð. Það eftirtektarverðasta þyk-
ir, að hann vill gera upptækar all-
ar einstaklingseignir, sem nema
meiri en fjórum miljón dollurum
til þess að bæta úr atvinnuleysinu.
Verði það gert eignast rikissjóður
165 miljard dollara — og fyrir það
er hægt að gera mikið — segir
hann.