Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1935, Page 7

Fálkinn - 11.05.1935, Page 7
F Á L K I N N Gömul saga Móðir hans hafði verið fögur og blíð og eins og madonna Rafaels. Þannig lifði hún enn í huga hans, þó langt væri um liðið siðan hann hjelt kaldri hendi hennar í sinni, í sið- asta skifti. Einmana og yfirgefinn var hann þangað til hann komst á herskip sem sjóliði. Árin liðu og það var eins og dýrlingsbaugur vefðist um mynd móður hans. Hún var draum- sýn hans og honum fanst að lifandi meðsystur hennar hlytu að vera eins og hún, hreinar og dýrðlegar eir.s og hún var. Hann varð liðsforingi og hafði nú farið þrisvar kringum hnöttinii. Og hann kom heim og varð með háttsettum vini sínum til höfuðstað- arins. Hann var ókunnugur þar, ráf- aði þar um eins og silalegur og óframfærinn klunni af sjónum. Hann stóð við eina ystu súluna i danssalnum. Það skrjáfaði i dýru silkikjólunum kringum hann og hon- um fanst svo mörgu skritnu vera hvislað að sjer. Stúlkurnar liðu framhjá honum eins og draummyndir og hann horfði á þær með barnslegri að- dáun. En eftir þvi sem hljóðfæra- slátturinn kættist sló hjarta haus hraðar og nú leituðu augu hans að- eins einnar. í sægrænnum kjól með vatnsliljur um háls og brjóst sveif hún fram hjá það var neisti í síkvikandi augunum hennar og drættir krintj- um varirnar, sem lokkuðu hann ó- mótstæðilega. í hvert sinn sem hún dansaði fram hjá honum leit hún sem snöggvast á alvarlega andlitið á unga sjómanninum. — Þá kom vinur hans til hans, lagði höndina á öxlina á honum og sagði: — Hafið þjer lofað næsta dansi, André? — Jeg dansa ekki, yðar hágöfgi —■ hefi aldrei lært það. ' ,— Það er sama — þá sitjið þjer yfir. Jeg ætla að fara með yður til greifynju Pareaux —- og jeg óska yður — til hamingju! — Er hún ekki lofuð í næsta dans? stamaði liann og fann hvern- ig blóðið steig honum til höfuðs. — Hún hefir sinar kenjar, sagði kunninginn hlæjandi og ypti öxlum. — Nú segist hún vilja dansa við yður, og hún er altaf vön að fá þvi framgengt sem hún vili. Jæja, á stað með yður, ungi maður! Greifynja Pareaux stóð hjá móð- ur sinni og var að festa smaragds- djásn á sig. — Hvern ætlarðu að dansa við næst? spurði gamla kon- an í hálfum hljóðum. — Við kunningja hans hágöfgi! Greifynjan bærði blævænginn fram og aftur og sneri höfðinu þannig að liðsforingi einn sem stóð rjett hjá hiaut að taka eftir hvað hún var faileg á vangann. — Ertu frá þjer? sagði gamla greifafrúin. — Maðurinn á ekki grænan túskilding! En alt í einu hvarf honum allur efi. Hann var oröinn róleg- ur aftur. Og án þess aÖ senda skeytið um að selja lilutabrjefin, sneri hann við og fór heim til Erik Carlsen aftur. Hann sneri sjer beint að honum og sagði: ,.Jeg ætla að halda hlutabrjef- unum! Þeir mega kalla mig gamlan álf sem vilja, en eng- inn skal geta sakað mig um að skjóta mandarininn!“ Eftir Raquel de la Valette. — Gott fyrir hann, mamma, þá er honum óhætt fyrir mjer! -—- Hvaða tiltektir eru þetta, að ætla að fara að dansa við hann? — Kenjar! svaraði dóttirin þreytu lega. — Og hvað á barónin að gera á meðan? — Bíða! Það var eins og leiftur kæmu úr augum greifynjunnar, hún laut niður að gömu konunni og hvíslaði: — Hann er farinn að verða volgur, mamma, jeg ætla að orna honum, jeg má til að auð- mýkja hann, skilurðu. Það þýðir ekkert að dufla við hann framar, jeg hefi dekrað of mikið við hann. Nú ætla jeg að gera hann afbrýðis- saman! Og hún brosti um leið og hún kinkaði kolli til móður sinnar og rjetti dansherra sínum arminn. Mjúkir valstónarnir liðu um sal- inn, sætan og ögrandi ilm lagði úr opnum bikurum vatnaliljanna. Greif- ynjan hallaði lokkaljósa höfðinu aft- ur og horfði á sjómanninn, hún opnaði varirnar og sagði margt, sem honum þótti yndislegt. Hana langaði heldur ekki til að dansa, hún ætlaði að sitja hjá honum .... Hjarta hans barðist og hann hugs- aði til móður sinnar, sem hafði aldrei látið ósatt orð koma sjer yfir varir; það var eins og hann dreymdi og hann fann að hugur fylgdi máli, er hann sagðist aldrei raundu gleyma henni .... Það var eins og dimmum skugga brygði fyrir augu henni og augu hennar flögruðu út að útgöngudyr- um salsins, þar sem lífvarðarfor- ingi stóð brúnaþungur og mcð hrukkur í enninu. Hann sagði fleira. Hann sagði að leyfi sinu væri lokið á morgun, og fanst að nú færi hann í burt ríkari en nokkur konungur, því að nú hefði hann endurminninguna um hana með sjer. Þá andvarpaði hún og sagði: — Já, hugsið til mín, jeg er svo einmana. — Við sjómennirnir erum skrílið fólk, sagði hann. — Við byggjum skýjaborgir og trúum á hugsjónir. Þessar löngu ferðir gera okkur trygga, við hugsum heim og lifum í endurminningunum. Visið blóm, bandspotti — svolitill hanski, verð- ur eins og helgidómur hjá okkur. Þá leysti hún ofurlitla slaufu af öxlinni á sjer og rjetti honum svo að enginn sá: — Getur þetta orðið að helgidómi fyrir yður? ■—■ Það er blessun, ef jeg má skoða það sem pant fyrir ást og trygð — má jeg það? Hún leit á hann og augu hennar voru eins og blár himinn einlægni og trúfesti. í sama bili stóð lífvarðarforing- inn fyrir framan þau og hpeigði sig. Greifynjan stóð upp og um leið og hún tók arm hans sneri hún sjcr heit í andliti til sjómannsins og svaraði honum þöglu jái. Öldurnar risu og l'jellu. Mánuðir liðu, hægt og tilbreytingalaust. Ungi sjómaðurinn stóð á þilfarinu og þráði heim. Sægrænan kjól bar fyr- ir innri sjónir hans og úr fjarska blasti við honum ástúðlegt andlit og hló til hans með augum greif- ynjunnar. Loks bar þá að landi. Hann ferð- aðist dag og nótt til að komast til höfuðborgarinnar, hann leit hvorki til hægri nje vinstri — en flýtti sjer — til hennar. Það glumdi i dyrabjöllunni og einkennisbúinn þjónn kom til dyra. — Eru dömurnar heima? Sjómað- urinn rjetti fram nafnspjaldið sitt hann var skjálfraddaður og herp- ingur i kokinu. Hurðinni var lokið upp á gátt og hann stóð inni í Um- andi kvennabúri. íburðarmikið skraut hvar sem litið var — en hann sá ekkert af þvi, sá aðeins eina veru, sem sat i lágum stól viö arininn, granna hönd, sem teygði sig fram til hans. — Jeg er nú alveg hissa, sæfugi- inn sifarandi, brosti hún. :— Svo að þjer efnduð þá það, sem þjer lof- uðuð höfuðstaðnum — að koma aft- ur! — Höfuðstaðnum? — Jeg lofaði yður þvi, greifynja. — Trygðatröllið, en hvað það var fallegt! Ef jeg ætti ráð á orðum þá skyldi jeg gera yður að riddara; en nú — og hún hallaði höfðinu aftur svo að bjarmann frá eldinum lagði um hárið á henni, og brosti svo sást í perluhvitar tennurnar — en nú verð jeg að fara gætilegar með að votta aðdáun mína en áður, með- an jeg hafði fult frelsi, annars gæii nöldrið mitt tekið upp á því að verða afbrýðissamur. -— — Afbrýðissamur? Hver? Hann varð fölur eins og nár. — Maðurinn minn, auðvitað, sagði greifynjan hlæjandi. — Þjer vitið víst að jeg er gift? Og hún kastaði höndunum í fang sjer og hjelt áfram. — Hefði jeg vitað að það væri svona leiðinlegt að vera giftur þá — — Gift! Þetta skar í eyrun á hon- um eins og gjallandi hæðnislilátur. — Það var reglulega gaman að þjer komuð, vinur minn. Jeg vona að þjer komið oft og styttið mjer stundir, hjelt hún áfram. — Jeg cr svo oft ein, eins og stendur er mað- urinn minn á dýraveiðum. — Maðurinn hennar! André beit á jaxlinn. — Hvenær •— hvenær trúlofuðusl þjer? Orðin komu slitrótt. — Nokkrum dögum eftir dans- leikinn þar sem við sáumst í fyrsta sinn —- og eina sinnið. Munið þjer það ennþá? Munið þjer, við döns- uðum víst mikið saman? Það var reglulega gaman og eiginlega náði það eklci nokkurri átt, hvað þjer dróguð yður eftir mjer þá. Hann sveið fyrir hjartanu. - - Þjer — munið alt — og samt — — Greifynjan tók saman höndunum: — Því ekki það? Æ, mikil börn er- uð þið sjómennirnir. Maður hittist á dansleik, dansar saman — og svo segir maður eitthvað sem maður getur ekki staðið við; hvernig er hægt að taka slíkt í alvöru? Svona var það þá. Þannig lýsli hún því. Hann sundlaði, stofan hringsnerist fyrir sjónum hans og og það var eins og napur kuldi færi um hann allan og nísti hjarta hans — hló hann, grjet hann —? Hann gat ekki sagt hvort var. Rakur næt- urkuldinn næddi um enni hans. Og svo liðu mörg, einmana ar. Kapteinninn á skólaskipinu var al- varlegur maður og fátalaður og hafði orðið gráhærður löngu fyrir tímann. Hann var kallaður sjervit- ur. Hann tók sjer aldrei leyfi, and- lit hans var altaf eins -— hann gerði skyldu sína. Einu sinni sáust þó einkennileg svipbrigði á honum; það var þegar hann var að skrásetja nýliðana og spyrja þá til nafns, oð lítill og skin- inn piltur nefndi nafnið sitt. Faðir hans var lifvarðarforingi, móðir hans hafði svo mörgu að sinna utan heimilisins, að hún gat lítið sinl börnunum. —- Þessvegna hafði drengurinn lent í ýmsu og nú var það tekið til bragðs að senda hann til sjós. Oft stóð kapteinninn með kross- lagðar hendur og starði eins og i draumi á þennan óstýriláta dreng. Stundum talaði liann lengi við hann í einu, og þegar honum gekk illa að læra tók kapteinninn hann inn til sín og sagði honum til sjerstaklega — í stuttu máli, það varð einskonat vináttusamband milli kapteinsins og drengsins. Og hann stiltist brátt og léerði betri siði. Svo var það einn dag að iskald- ur stormurinn næddi á þilfarinu. Það var slæmt i sjóinn, öldurnar risu hátt og löðrið sem lenti í reið- anum varð jafnóðum að frostperlum. Skipshöfnin var öll i uppnámi. — Nýliði hafði hrokkið fyrir borð. Ivapteinninn hleypur til eins ög óður maður til þess að bjarga auga- steininum sínum. Hann fleygir sjer fyrir borð. Nú hefir hann náði tala á honum og syndir að skipinu, og það tekst að ná þeim báðum. Kapteinninn stendur hægt upp og rennir augunum yfir hópinn. Svo hrekkur Ilann við, þrýstir hendinni að brjóstinu og leitar í vösunum. — Vasabókin mín! hrópar hann. — Þarna er hún á floti! Og áður en hægt er að stöðva hann er hann kominn i sjóinn aftur. Skipstjórinn liggur á þilfarinu. Vatnið drýpur í þungum og köldura dropum úr hárinu, niður á stirnað og bleikt andlitið. Varir hans hafa kiprast saman og augu hans eru brostin. Stirnuð höndin er krept um svarta vasabók. Það er ekki hægt að losa hana úr hnefanum nema með átaki. — Hvað getur verið i vasabókinni? Best að láta hana fylgja honum í gröfina — það er hvort sem er engirin í heiminum, sem gerir kröfu til Jxess, sem hann lætur el'tir sig. En samt vija þeir sjá hvað i bók- inni sje — Jxað hlýtur að vera eitt- hvað dýrmætt — og bókin er opn- uð. Ofurlítil, upplituð slaufa dettur út úr hólfinu. Að öðru leyti er vasabókin tóm. Irland kvlkmyndar. Dublin er sögð vera mesta kvik- myndaborg heimsins. Kvikmynda- húsin eru mörg — og alstaðar fult, kvikmyndir til umræðu i hverri viku. Þó hefir ekki verið neinn kvikmyndaiðnaður í írlandi en leikhúsin eingöngu sýnt innfluttar myndir. En í einum klúbbnuin hafa verið teltnar „amatör-kvikmyndir“. Nú er þessi klúbbur að færast í aukana og ætlar að fara að taka myndir til sýningar á kvikmynda- húsunum. Hefir ein mynd verið tek- in, gerð eftir sögu írska rithöfund- arins Frank O’Connor, sem heitir „Guests of the Nation“ og gerist á borgarstyrjaldarárunum í írlandi. Leikendurnir eru allir frá einu leik- húsinu í Dublin. Undrabarnið i New York. Blaðið Times segir frá Jivi, að í New York sje komið fram á sjón- arsviðið undrabarn, óvenjulega minnisgott og gáfað. Er það 6 ára drengur. Vísindamenn hafa haldið „gáfnapróf“ yfir barninu og kom- ist að þeirri niðurstöðu að greind- einkunn þess sje 196, en svo háa einkun fær ekki eitt barn af miljón. Venjulegar gáfur eru taldar 100 stig og drengurinn er 5—6 árum tmdan aldri sinum að gáfum. Því er hald- ið leyndu hvað drengurinn heitir og hvar hann er niðurkominn. Hann var altalandi þegar hann var þrett- án mánaða og tvei.mur mánuðum siðar gat hann þulið alt stafrófið — bæði aftur á bak og áfram.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.