Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1935, Qupperneq 11

Fálkinn - 11.05.1935, Qupperneq 11
F Á L K I N N 11 YMft/W LS/&H&URHIR Ú t i I e i k i r. ÞiÖ eigiö nú líklega ekki erfitl með að finna ykkur eitthvað til skemtunar þegar sumariö fer í hönd og þið getið verið úti öllum stundum. En jeg ætla samt að minnn ykkur á nokkra útileiki, sem þið sjálfsagt kannist við, en hafið ekki gert ykkur grein fyrir hvað lítið þarf til þess að leika þá með og þessvegna gengið á snið við þá. Ef þið leitið vel hjá ykkur heima, þá efast jeg ekki um, að þið finnið einhversstaðar gamalt þvottaklapp, eða einhverja spítu, sem líkist klappi. Og þá get jeg ként ýkkur skemtilegan leik, sem lítinn útbúnað þarf við, þó að það sje vitanlega betra að hafa gamlan tennisspaða en klappið. Líka getið þið tálgað ykkur spaða úr fjöl, lil þéss að hafa i þessum leik. Hann heitir stangartennis. Þið fáið ykkur þriggja metra langa stöng. og grafið hana vel nið- ur svo að hún skekkist ekki. Efsl á stönginni hafið þið trissu og um hana snæri, á að giska 5 metra á lengd. í annan enda snærisins festið þið tennisbolta eða annan óholan gúmmíbolta; er best að festa hann með því að ríða neti utan um hann. Hinn endann bin.d- ið þið fastan um stöngina að of- an, þannig að boltinn verði uin einn meter frá jörðu. Og nú getur leikurinn byrjaö. Þátttakendurnir eru tveir og hafa þeir hvor sinn spaða eða klapp. Standa þeir sinn hvoru megin við stöngina. Og nú er leikurinn í því fólginn að verða fyrstur til að slá boltann í sífellu, án þess að missa nokkurntíma af lionum, þannig að snærið vefjist utan um stöngina og boltinn komist alveg að henni. Þetta er alls ekki auðvelt, því að mótstöðumaðurinn gerir sitt til að slá i boltann á móti svo að hann fari í öfuga átt, svo að boltinn fari öfuga leið kringum stöngina, þvi að þá sigrar hann. Það þarf mikla leikni til að hitta boltann þar sem hann er á ein- lægu iði í loftinu, og jeg er viss um að þið hafið gaman af að glíma við það. Hefir ykkur nokkurntíma hug- kvæmst livað það getur verið gam- án af að hafa stökkstöng, eins og strákarnir í Þjettmerski hafa, til þess að hlaupa á yfir girðingar, skurði og þessháttar. Á stökkstöng- inni komist þið yfir allskonar tor- færur og eins og þið vitið er stang- arstökk mjög falleg íþrótt. Þið skuluð stinga upp á því við kunn- ingja ykkar að útvega sjer stökk- stöng og svo skuluð þið hafa kapp- hlaup með stökkstöngum, helst þar sem nóg er af torfærum, og sjá hver verður fræknastur. 1 Bandaríkjunum, þar sem svo mikið er um bílana að fimti hver maður á bil, hafa 'börnin fundið upp nýja tegund af rólum. Þau taka bíladekk, sem eru orðin ónýt og hefir verið fleygt, og búa sjer til rólur úr þeim. Ef þið eignist gamalt bíladekk og finnið hentug- an stað til þess að hengja upp Einföld róla. rólu, til dæmis þvottasnúrustólp.a — þvi að ekki hafið þið nein trje til að hengja róluna upp í eins og strákurinn á myndinni — þá getið þið reynt hvernig þessar amerík- önsku rólur eru. Það skaðar ekki að vita það. Rólan er aðeins með einu bandi, svo að hún getur hreyfs.t í allar áttir. KROCKEY. Ef þið eruð orðin leið á að spita krocket þá getið þið breytt til og tekið upp alla krocketbogana og notað völlinn fyrir „krockey-völJ“. Ef þjer notið hina in- dælu ilmsápu Lux, munuð þjer komast að raun um, hversu auðvelt það er að hafa fallegt hörund. Hlustið á Claudette FEGURÐARSÁPA KVIK- MYNDADÍSANNA 846 af 857 helstu stjörn- unum í Hollywood varð- veita fegurð sína með Lux sápu. Hún er notuð í öll- um stóru kvikmyndahöll- unum. Lux sápan gefur mjúka og hressandi froðu, sem hreinsar gjörsamlega burtu öll óhreinindi, sem safnast á húðina og í svitaholurnar, og gerir húðina blómlega ogsljetta. Ef þjer notið ekki þegar Lux, skuluð þjer breyta til nú þegar og várðveita feg- urð yðar, éins og kvik- myndastjörnurnar. Stjarna hjá Paramount. Lux Toilet Soap X-LTS 365-50 lever brothers hmited, port sunlight, enqland Þið skiltið ykkur i tvo flokka og gerið um eins metra breitt mai k við báða enda vallarins. Svo takið þið hver sína krocketkylfu og veljið úr þá kúluna sem minstar ójöfnurnar erú á og notið. hana fýrir hnött. Svo gilda sömu reglurnar í þess- um leik. eins .og hockey eða knatt- spyrnu. Leikurinn hefst á miðjum vellinum og er í því fólginn að koma kúlunni gegnum varnarlinu andstæðinganna og i inark. Tóta frænka. Orðasafnlð. í þessum leik geta verið svo marg- ir sem vilja. Hver þátttakandi fær sitt blað og svo á sá sem stý.rir leikn um að nefna einhvern bókstaf, t. d. B. Þá taka allir til óspiltra málanna og skrifa á blaðið eins mörg orð og þeir muna, og þau verða öll að byrja á stafiiium sem nefndur var. Eftir eina mínútur er leikurinn stöðvaður og blöðín skoðuð og hef- ir sá unnið, sem flest orðin hefir á sinum lista. Þessvegna er um að gera að velja svo stutt orð sem mað- ur getur. Andrevv Mellon fyrv. ráðherra i Bandaríkjunum og auðmáður, ver miklu fje til' málverkakaupa. Hann hefir t. d. keypt fimm fi-ægustú rrtál- verkin úr rússnesku veiðihöllinni „Eremitage“ fyrir samtals 3.30U.000 dollara eða um 14 miljón krónur. Þessi málvérk eru: „Altarislafla“ eftir Perúgino (fýrir 200.000 doll- ara), „Tilbeiðsla konunganna“ eftir Boticeííi (850.000), „Snyrting Venus- ar“ eftir Tizian (500.000), „Madonna" Rafaels (1.200.000) og „Boðunin" eftir van Éyck (-500.000 dollarar). Mellon á 8 myndir eftir Rembrandt, þar á meðal eina sem fanst í Vahás í Sviþjóð fyrir nokkrum árum og hann keypti fyrir 1.500.000 doll- ara. Nú ætlar Mellon að reisa bygg- ingu fyrir fyrir listasafn sitt í Washington. ----x----- Metro-Goldwyn-Mayer-fjelagið 1 Hollywood kvað nú ætla að kvik- mynda óperur fyrir um 2 miljónir (lollara. Er hljómmyndin orðin svo fullkomin, að það er talið borga sig . að ráða dýra söngvara til þess að syngja óperuhlutverk á kvik- myndir. Það eru fleiri . en filmleikararnir sem græða peninga. Höfundar kvik- mynda græða óspart líka. í Holly- wood eru um 2000 manns sem lifa á því að semja kvikmyndahandrit og fá þeir að meðaltali 500 dollara í kaup á viku en það er meira en leikarnir fá að meðaltali. ----x----- Amanullah fyrrum konungur i Afganistan hefir verið búsettur i Rómáborg i nokkur ár en fór ný- lega þaðan til þess að takast á hendur pílágrímsför til Mekka. Ætl- .ar hann að biðjast fyrir við gróf spámannsins ásamt hirð sinni.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.