Fálkinn - 24.08.1935, Page 6
6
F Á L K I N iN
Herbergið
John Chester hefði aldrei átt að
verða stjórnmálamaður. Jeg er sann-
færður um, að hann hefði orðið á-
gætur skáldsagnahöfundur og sög-
urnar hans hefðu runnið lit. En í
stað þess að gera það, liafði hann
nú setið á þingi í 2 ár.
John Chester var hermannlegur í
framgöngu. Hann líktist marskálki,
með hvíta yfirskeggið og beina bak-
ið. Hann þekkir alla, er alstaðar og
á fleiri kunningja en flestir menn
í Evrópu. Hann er þannig, að ja'fn-
vel dulustu menn gera hann að trún-
aðarmanni sínum.
Fyrir viku snæddi jeg miðdegis-
verð með honum í einu fínasta veit-
ingahúsinu í borginni. Kunnur fyr-
verandi ráðherra sat við næsta borð.
Chester hafði verið óvenjulega þög-
1111, og jeg. fór að halda að hann
væri i slæmu skapi. En þegar ráð-
herrann stóð upp og fór, brosti
hann og sagði:
— Þarna fór merkilegasti maður-
inn í öllu Englandi.
Já, jeg veit það.
Það er sjerstök gáfa hjá hon-
um að geta ráðið gátur, sem enginn
annar botnar í. Það var hann sem
rjeð Farringham-gátuna. Og samt
Chester þagnaði og horfði á mig,
eins og jeg væri að trufla hann.
Af og til, hjelt hann áfram
hægt og bítandi og sneri skeggið,
er jeg að velta því fyrir mjer hvort
hann viti ekki meira úm það má!
en hann lætur. Sem forsætisráð-
herra ætti hann að gera það. Hann
var nefnilega forsætisráðherra þeg-
ar það gerðist.
Þjer gerið mig forvitinn, sagði
jeg. Chester tæmdi glasið.
- Þjer hafið þá aldrei heyrt um
Farringham-málið? Nei, það er ekki
að furða. Það eru um þrjátíu ár
síðan.
Jeg kveikti í vindli og bjó mig
undir að heyra eina af mörgum
kynlegum sögum, sem Chester var
meislari í að segja.
Frú Farringham var falleg
ekkja, lióf hann máls. Hún var sólg-
in í að ferðast. Hún var rík og
ferðaðist úr einu landi í annað,
eins og aðrir fara milli klúbba. Hún
hafði aldrei vinnustúlku með sjer,
en dóttir hennar, sem ávalt var
með henni, gerði alt til að vera
henni tii aðstoðar. Jeg hitti þær
einu sinni í Firenze. Dóttirin mun
hafa verið um tvítugt og frú Farr-
ingham um fertugt, þó luin væri
ekki stórum ellilegri en dóttirin. Hún
var með ítölskum prinsi, sem anri-
að livort mun hafa átt að verða
maðurinn hennar eða tengdasonur
hennar. Jeg botnaði ekki í hvernig
því var varið, og vildi auðvitað
ekki spyrja um það. Hún bauð mjer
að koma heim til sín þegar lnin
kæmi til London. Jeg hafði hugsað
mjer að þiggja þetta boð, þegar jeg
kæmi heim, en nú skuluð þjer heyra
hversvegna jeg fjekk ekki tækifæri
til þess. Þetta gerðist árið sem sýn-
ingin var í París, 1900. Farring-
hamsmæðgurnar höfðu verið á ferða-
lagi um Rússland og Tyrkland. Þær
höfðu dvalið viku í Stambul og ætl-
uðu sjcr þaðan austur í Asíu, en
Jiað fór alt út um þúfur, því að frú
Farringham fjekk alt í einu þá
flugu að fara heim og kaupa gólf-
dúka í stofurnar sinar í London.
Mæðgurnar fóru til Thomas Cook.
sem skýrði fyrir Jieim hvernig Jiam
ættu að komast heim á Jiægilegastan
og fljótlegastan hátt. Hann ráðlagði
á fjórðu hæð.
Saga eftir RALPH STRAUS.
þeiin að staldra við tvo daga í París.
Sýningin hafði sem sje nýlega ver-
ið opnuð. Jeg held ekki að frú
Farringham hafi kært sig neitt um
liessa sýningu, en dóttir hennar var
hrifin af ráðleggingunni og það varð
úr, að þær skyldu standa við einn
sólarhring i París.
Þremur dögum síðar óku þær inn
á járnbrautarstöðina í París. Klukk-
an var átta að kvöldi. Þær höfðu
snætt miðdegisverð i lestinni. Þær
fengu sjer bíl og bílstjórinn náði i
flutninginn, þrjú stór koffort og
græna handtösku, sem hann setti
ofaii á bílinn. En áður en hann ók
af slað tók hann grænu töskuna
ofan aftur og setti hana fram í, við
hliðina á sjer. Hann mun hafa venð
hræddur um, að hún dytti ofan af
bílnum á leiðinni.
Þegar þær koniu á eitt af stóru
gistihúsunum — jeg man ekki leng-
ur hvað liað hjet — báðu þær um
tvö samliggjandi herbergi.
Hótelstjórinn hristi höfuðið. —
París er full af sýningargestum,
sagði hann. Mjer er ómögulegt að
útvega tvö herbergi saman. En ef
frúin vill gera sjer að góðu herbergi
á fjórðu hæð og ungfrúin annað á
fimtu, þá skulum við reyna að láta
fara eins vel um ykkur og unt er.
Öll framkoma hans lýsti því, að vegna
Jiess hve frúin var lagleg vildi
hann gera alt sem í hans valdi
stæði. Mæðgurnar gengu að þessu
og rituðu nöfn sín í gestabókina.
Ármaðurinn annaðist um koffortin
og stúlka fylgdi mæðgunum til her-
bergjauna. Herbergi frú Farringham
var ekki stórt, en þægilegt og vist-
legt. Herbergi dótturinnar var beint
upp yfir.
Ármaðurinn flutti tvö koffortin
upp á herbergi dótturinnar en setti
eitt stóra koffortið og grænu tösk-
una inn í herbergi frú Farringham,
eins og hann hafði verið beðinn
um. Hann fjekk vikaskilding sinn *
og fór. Stúlkan fór líka út og mæðg-
urnar sátu einar eftir.
Ungfrú Farringham sat um stund
hjá móður sinni og hjálpaði henni
að taka upp úr koffortinu. En hún
var þreytt og hafði orð á að fara
að hátta.
Svona snemma? sagði móðir
hennar. Klukkan er ekki orðin níu!
- Jæja, sagði stúlkan. Jeg ætla
liá að leggja mig svo sem hálftima
og svo kem jeg niður til þin aftur.
Og svo fór hún upp í herbergi
sitt á fimtu hæð.
Hún var ósköp syfjuð. Maður
hlýtur að verða syfjaður þegar mað-
ur ferðast tvo sólarhringa viðstöðu-
laust án þess að hvilast. Hún lagðist
á rúmið í öllum fötunum og var
steinsofnuð eftir tvær mínútur. —
Chester tók málhvild og helti a
glasið sitt.
— Ósköp venjuleg saga, finst yð-
ur ekki? sagði hann.
Jeg brosti. — Ef jeg þekki yður
rjett Jiá fer hún að verða spenn-
andi, svaraði jeg.
— Klukkuna vantaði tíu mínútur
í tólf Jiegar unga stúlkan vaknaði
aftur, hjelt hann áfram. Hún fór
niður á fjórðu hæð og drap á dyrn-
ar lijá móður sinni. En liað kom
ekkert svar. Hún opnaði hurðina og
fór inn. Það var dimt i herberginu
og hún kveikti. Itúmið var ósnert og
leit út fyrir, að herbergið hefði
verið búið undir að nýr geslur kæmi
þangað. Hún hjelt fyrst að hún
hefði farið inn í skakt herbergi og
fór fram á ganginn. En öðru megin
við dyr tóma herbergisins var bað-
klefi en við dyrnar hinumegin stóðu
karlmannsstígvjel. Hún Jióttist líka
viss um, að hún hefði munað núm-
erið rjett. Hún hringdi á stúlkuna.
— Jeg hefi víst vilst, sagði hún.
Jeg hjelt að þetta væri herbergi
móður minnar — þetta er fjórða
hæð er ekki svo?
Stúlkan liorfði undrandi á hana.
- Jú, þetta er fjórða hæð, en hvað
eigið Jijer við? Það var enginn með
yður þegar Jijer komuð á gistihúsið.
Þjer voruð alein! —
John Chester horfði á mig yfir
borðið, á líkan hátt og jeg hugsa
mjer að stúlkan hafi horfl á ung-
frú Farringham. Það leið nærri liví
mínúta liangað til hann hjelt áfram.
Jeg hafði enga hugmynd um hvað
hann ætlaði sier að segja, en mjer
fanst við vera komnir langar leið-
ir burt frá gildaskálanum sem við
sátum á. Jeg hallaði mjer li! hans
yfir borðið.
— Haldið þjer áfram, sagði jeg.
Ungfrú Farringham stóð og
starði á stúlkuna, hjelt hann áfram.
— Yður hlýtur að skjátlast, sagði
hún. Það voruð Jijer sem fylgduð
okkur til herbergjanna liegar við
þegar við komum hingað klukkan
hálf níu í kvöld.
Stúlkan virtist alls ekki botna í
þessu. Á jeg að hringja til ármanns-
ins spurði hún.
Ungfrú Farringham kinkaði kolli.
Ármaðurinn kom upp og ung-
frú Farringham kannaðist við hann
aftur. Hún endurtók spurningu sína,
en árangurslaust. Ármaðurinn sagði,
að ungfrúin hefði verið alein, hann
hefði sjálfur borið koffortin henn-
ar tvö upp i herbergið á fimtu hæð.
Hvernig gat hún spurt svona?
Ungfrú Farringham vissi ekki
hverju hún átti að trúa. Þetta hlaut
að vera grátt gaman. Eftir stutta
stund mundi hún hafa náð fundi
móður sinnar aftur. Hún hvesli
augun á Jijónustufólkið.
— Sækið hótelstjórann, sagði hún
svo.
Hann kom að vörmu spori. Hvað
væri að? livorl ungfrúin væri ekki
ánægð með herbergið? Gæti hann
orðið henni að einhverju liði?
Unga stúlkan gerði grein fyrir
málinu. Móðir liennar hefði fengið
herbergi á fjórðu hæð. En síðan
hefði hún hlotið að flytja í annað
herbergi. Hvar hún væri nú? Hún
spurði Jiessara spurninga mjög ró-
lega, Jió að hjartað hamaðist í
brjósti hennar.
Framkoma hótelsstjórans breyttist
í einni svipan. Hann ljet greinilega
á sjer sjá, að hann væri gramur
Jiví, að láta vitlausa enska stelpu
gabba sig upp á fjórðu hæð.
Þjer leyfið yður að gera að
gamni yðar, sagði hann kuldalega.
.4 Jiessu augnabliki fann ungfrú
Farringham fyrst í raun og veru
hve óttaslegin hún var. Væri móðir
hennar horfin þá stóð hún ein uppi
í París.
— Mamma og jeg komuin í sama
bílnum af brautarstöðinni, sagði
hún skjálfrödduð. Þjer útveguðuð
okkur herbergin sjálfur. Þjer af-
sökuðuð, að við gætum ekki feng-
ið samliggjandi herbergi, því að
Jiað væri svo gestkvæmt. Þjer mun-
ið Jió víst að við skrifuðum nöfnin
okkar í gestabókina?
Forstjórinn ypti öxlum.
— Jeg endurtek, að þjer hljótið
að vera að gera að gamni yðar.
Hann sneri sjer að ármanninum.
— Sækið Jijer gestabókina!
Bókin kom og ungfrú Farringham
skoðaði hana. Loks fann hún nafnið
silt — það stóð í línu milli ein-
hvers greifa og ensks aðalsmanns.
Nafn móður hennar var alls ekki í
bókinni.
Það má hugsa sjer hvernig henni
hefir orðið við. — Ungfrúin er má-
ske Jireytt eftir ferðina, sagði hótel-
stjórinn stimamjúkur. Hann vissi
af reynslu, að enskar stúlkur eru á-
kaflega viðkvæmar.
— En — móðir mín? stamaði
stúlkan. Hvað á Jietta að Jiýða? Jeg
skil Jiað ekki.
— Það er læknir hjerna á hotel-
inu, ef ungfrúnni ....
Hún tók fram í. — Þjer haldið að
jeg sje veik, en það er jeg ekki.
Það verður að rannsaka alt gisti-
húsið. Kanske móðir mín hafi hitt
einhverja kunningja, og að hún hafi
farið niður í veitingasalinn. Jeg er
svo hrædd. Þjer verðið að hjálpa
mjer.
Forstjórinn ypti öxlum, en skip-
aði að leita um alt húsið.------—
John Chester rjetti mjer vindlinga
hylkið sitt. — Já, hjelt hann áfram,
það var leitað liátt og lágt um gisti-
húsið en frú Farringham fanst
hvergi. Forstjórinn gerði alt sem i
hans valdi stóð. Honum tókst meira
að segja að ná í bílstjórann, sem
hafði ekið stúlkuna af brautarstöð-
inni.
Ungfrú Farringham þekti hann
þegar í stað aftur.
Þjer munið víst eftir mjer?
sagði liún.
— Já, ungfrú. Þjer komuð um
klukkan átta og lijer voruð ein. Jeg
ók yður hingað. Þjer höfðuð tvö
koffort með yður.
■— Munið þjer ekki Jiegar Jijer
fluttuð grænu töskuna um leið og
Jijer voruð að leggja af stað? Þjer
hafið víst haldið að hún mundi ekki
tolla á þakinu. Þjer settuð hana við
hliðina á yður. Ó, þjer hljótið að
muna það.
En bilstjórinn mundi það alls
ekki. — Það var engin græn taska
sagði hann. Jeg man vel, að flutn-
ingurinn var tvö koffort. Jeg man
líka að jeg Jióttist vita að ungfrúin
mundi vera ensk eða ameríkönsk
úr Jiví að hún væri ein á ferð.
Ungfrú Farringham sat kyr um
stund og starði framundan sjer. Svo
hnje hún niður meðvitundarlaus.
Hún var lögð upp í rúm og henni
lofað að senda skeyti til Englands.
Daginn eftir fór hún. Á Charing
Cross stöðinni tóku kunningjar
hennar á móti henni og urðu jafn
undrandi yfir tiðindunum og hún
hafði orðið sjálf. Og sama kvöldið
varð hún hættulega veik. Heilabólga.
En móðirin? spurði jeg.
Móðirin. Hún hefir ekki gerl
vart við sig siðan. — —
Nú var Ghester kallaður i símann
og jeg varð að bíða eftir fram-
haldinu. Því að jeg þóltist sann-
færður um, að sögunni væri ekki
lokið. — Jeg kein eftir tíu minút-
ur, sagði Chester. Nú getið Jijer
reynt að ráða gátuna á meðan. Ráð-
herrann hafði einmitt tíu mínútur
til að leysa hana.
Auðvitað gat jeg ekki ráðið neitt,
og Jiegar Chester kom aftur, var
jeg fullur eftirvæntingar.
Hann settist og kveikti sjer í nýrri
sigarettu. Loks hjelt hann áfram.
— Jeg hefi oft brotið heilann um,
hversvegna frú Farringham fór alt
í einu að hugsa um að kaupa nýja
gólfdúka i húsið silt. Kanske hei'ir
þetta bára verið fyrirsláttur, kanske
hefir hún hætt við Asíuferðalagið
vegna þess að heilsa hennar hefir
ekki verið eins góð og skyldi. Jeg
veit ekki.
— En eitt er víst. í París gerast
viðburðir, sem geta hvergi gerst