Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1935, Page 6

Fálkinn - 23.11.1935, Page 6
Hún — Mary — Mary, umlaði haiin í sífellti í óráðinu. Allan Murdoch sat með kvaladrætti í andlitinu og hlustaði á þetta. Hann var maður Mary. — Veslings ])ilturinn, hugsaði hann meðan hann taldi kíníndroþ- ana með skjálfandi hendi. Oft og morgum sinnum hafði hann sagt við sjálfan sig, að hann þyrfti hvorki að vantreysta Mary eða vini sínum. En það var ógæfa fyrir Gredale að verða ástfanginn af giftri konu. Annars var engiu furða l)ó Gredale yrði ástfanginn af Mary, jafn ung og falleg og hún var. Gredale var ungur líka, og þeg- ar Allan Murdoch hugsaði til fimt- án ára aldursmunarins, sem var á þeim hjónunum, urðu þjáningadrætt- irnir í andliti hans enn dýpri. Hann stóð upp og fór'út til þess að Ijósmynda nokkur sjaldgæf dýr úr frumskóginuni, sem hann gat ekki varið lengur fyrir maurnum, vegna þess að hann hafði mist það sem hann hafði af andobaolíu í einn strenginn, þegar þeir voru á leiðinni upp ána. Þegar hann hafði gert þetta varð hann að líta eftir einum af innfæddu burðarmönnun- um, sem hafði orðið fyrir ásókn blóðsugu-leðurblökunnar nokkrar nætur í röð og mist mikið af blóði. Loks fór hann aftur inn til Gredale. Hann lá enn í óráði og hrópaði á Mary. , Murdock helti ofurlitlu af meðul- unum ofan i Gredale og fór síðan út úr kofanum, því honum fanst loftið þar inni ætla að kæfa sig. Innfæddu mennirnir voru að salta niður fisk fyrir utan, og heilar torfur af flugum suðu i kring og settust hvar sem þær gátu. Mur- doch var orðinn þjáður af Amas'on- fljótinu og öllu því, sem því fylgdi. Ef Gredale hefði ekki orðið veikur, svo að þeir urðu að snúa við, hefði leiðangri þeirra kanske verið lokið nú, svo að hann hefði getað snúið heim til Englands með Mary. Síðla nætur þegar Murdock fleygði sjer loksins í hengirekkju sína í kofanum var Gredale liættur að tala óráð og hann svaf fast. Morguninn eftir hafði hann fengið rænu. — Heyrðu, Murdock, hvar í ósköpunum erum við? spurði hann veikróma, og Murdock svaraði: — Leiðangrinum er lokið, hvað þig snertir. Við erum á bakaleiðinni til Para. — — Hvaða vitleysa, Murdock. Þetta var bara svolítið hitaflog. — Svolítið of mikið hitaflog, drengur minn. Þú hefir verið með óráði í marga daga og þú skelfur enn af veiklun. Nei, það er best að þú farir til Para með sýnishornin og þau lifandi dýr, sem við höfum safnað og farir með fyrstu skipsferð þaðan heim. En þú sjálfur? —• Þú veist eins vel og jeg, að jeg verð að halda áfram, sagði Mur- dock. Gredale var niðursokkinn í hugs- anir sinar. Murdock hjelt að hann væri að hugsa um þetta, að hann yrði að snúa við úr leiðangrinum, en næstu orð hans snerust um alt annað. — Þú talaðir um, að jeg hefði verið með óráði, sagði hann síg- andi. — Já, sagði Murdock. Hann sneri sjer frá og fór að athuga kassa með skjaldböku i. — Talaði jeg mikið? Það varð djúp þögn, og ótti í augnaráði Gre- naðran. dale. — Murdock reyndi að harka af sjer, og sagði: — Hvort þú talaðir? Jeg get ekki eiginlega sagt það. Þú umlaðir bara nokkur samhengislaus orð. — Jeg talaði þá ekkert greinilega? - Ekki um neitt ákveðið? — Nei, svaraði Murdock og beygði sig yfir kassann. Gredale fann með sjálfum sjer að hinn sagði ósatt og eftir þetta forð- aðist hann að horfast í augu við Murdock og liann gerði alveg eins. Sambúðin milli þeirra var heldur stirð næstu daga, þó að þeir á yfir- borðinu sýndi hvor öðrum alúð og innileik, sem hvorugur ])eirra mis- skildi. Það var ákveðið, að Gredale skyldi hafa með sjer öll söfnin af lifandi og dauðum dýrum og láta Murdock hafa einn bát og innfæddan vieði- mann eftir með sjer, svo að hann gæti haldið leiðangrinum áfram. Um morguninn, rjett áður en Gradale átti að leggja upp, og með- an þeir sátu og voru að snæða morgunverðinn, tók Murdock fram Iítinh böggul og sagði: — Viltu setja þennan böggul á póst fyrir mig þeg- ar þú kemur til Para? Gredale leit á böggulinn og sá að hann var til Mary Murdock. — Jeg get farið með hann til hennar sjálfur, sagði hann. — Nei, það er engin þörf á því. — Jeg hefi meira en tíma til þess. Nazare er ekki nema stuttan kipp úr leiðinni. — Jeg óska þess tvímælalaust, að þú farir ekki þangað, sagði Mur- dock ákveðinn. Það var ómögulegt að misskilja meiningu hans. Gredale fölnaði en hann stilti sig og sagðí: —. Heyrðu Murdock. Mary langar eflaust til að heyra hvernig leiðang- urinn hfir gengið og hvernig þjer leið þegar jeg skildi við þig. Henni mun finnast það einkennilegt — hún getur meira að segja orðið hrædd, ef jeg kem ekki. — Jeg hefi sagt, að jeg vil ekki að þú farir þangað, sagði Murdock. Hann var orðinn rauður í framan og augu hans leiftruðu. Þeir voru báðir óstyrkir þegar þeir stóðu upp og liorfðu hvor á annan. Það var eins og lægstu hvatir þeirra hefðu vaknað og þeir hefðu sennilega rok- ið saman ef innfæddur maður hefði ekki komið inn í sömu svifum, til þess að segja þeim, að hann hefði náð í kórallsnöðru rjett við kofann. Gredale var fyrri til að jafna sig aftur. — Það er einmitt naðran, sem við þurfum að ná i, er ekki svo? sagði hann. Murdock kinkaði kolli og fór út. Gredale fór á eftir honum þangað sem slangan lá og hringaði sig, gul, rauð og svört, með stóran trjedrumb í gininu. Murdock tók undir eins eftir einhverju, sem Gredale hafði yfir sjst og sagði: —< Nú, þetta er kvendýr. Vegna þess að hann var að gera tilraunir með móteitur, sem átti að duga gegn allskönar nöðrubiti, glenti hann upp ginið á nöðrunni og tæmdi eiturkirtlana. Þegar hann hafði kom- ið eitrinu fyrir á glas, leit hann á nöðruna og sagði: —- Þettt er óvenjulega falleg naðra. Það var leiðinlegt að við skyldum missa smurningarolíuna. — Jeg skal fara með hana lifandi til Englands, sagði Gredale ákafur. Við getum drepið annan jarakasen- ann og látið slönguna i kassann hans. Eftir Katherine Harrington. — Gættu að ])ví að þetta er kven- slanga, sagði Murdock, og ypti öxl- um en bætti svo við: — En ef þú vilt takast þá hættu á hendur þá . . — Hættu? Hún er ekki hættulegri en jarakaseninn, sjerstaklega eftir að þú hefir tæml eiturkirtlana og |)egar hún er komin í læstan zink- fóðraðan kassa er jeg ekki smeykur við hana. Nema þú haldir að hún geti skriðið út um loftgötin á kass- anum, bætti hann við. Murdock svaraði ekki. Skömmu siðar stóðu þeir niður við ána og voru að kveðjast. Og á skilnaðarstundinni var Gredale þög- ull og vandræðalegur og Murdock daufur. — Jeg hefi setl báðar liættulegu nöðrurnar undir þóftuna í bátnum mínum, sagði Gredale, til þess að rjúfa þögnina. — Það er gott. Mistu ekki sjónar á þeim þangað til þú hefir komið þeim fyrir um borð í skipinu. Þar skaltu hafa þær undir rúminu þinu og hafa klefadyrnar læstar. Það er of seint að vera varkár eftir að ein- hver forvitinn hefir fitlað við kass- ana. — Þú getur reitt þig á mig, Mur- dock. — Gott — vertu sæll. Gredale tók eftir örvæntingunni í augum Murdocks og sagði óhugsað: — Heyrðu Murdock, við höfum lifað of mikið súrt og sætt saman, til þess að þú megir efast um trú- mensku mína hvað Mary snertir. Jeg — ja, ef þjer finst það ekki þá stoðar ekki að tala um það —. Hann stamaði og flýtti sjer niður að hátnum. — Vertu sæll, Murdock, kallaði hann um leið og báturinn rann af stað niður ána. En Mur- dock hafði snúið sjer undan og var kominn á leið burt. — — Það kostaði Gredale mikið vilja- þrek að halda sjer uppi, því að nýtt hitakast var i aðsigi, og hann komst til Para á mánudegi. Næsta föstudag kom Murdock á eftir hon- um — hann hafði farið eins fljótt og hann gat — flýtt sjer meira en meira en hann lil þess að ná í fje- laga sinn en hafði orðið fyrir ýms- uin óhöppum, sem höfðu seinkað honum. Nú vissi hann ekki hvar hann átti að leita Gredale uppi en hann fór þangað, sem hann hafði leigt geymslu fyrir farangur leið- angursins, þangað til hann yrði sendur til Englands. Hann fjekk að vita, að alt hefði verið þar þangað til fyrir tveim dögum, að það hafði verið tekið í burt. Murdock varð náfölur því að nú skildi hann, að Gredale mundi vera kominn á leið til Englands. Hann hafði með öðrum orðum komið of seint. Hann flýtti sjer niður að höfninni í þeirri von, að skip Gre- dales væri ekki látið í haf ennþá, en þar varð hann lika fyrir örð- ugleikum. Enginn, hvorki i skipa- kviunum eða á afgreiðslum eim- skipafjelaganna vissi neitt um Gre- dale, og þó að Murdock fullvissaði menn um, að lijer væri um líf og dauða að tefla, var ómögulegt að fá upplýst með hvaða skipi Gredale hafði farið. Hann hugsaði til Mary. Ef Gre- dale hafði heimsótt hana, þrátt fyrir alt, mundi hún geta sagt lion- um með hvaða skipi hann hefði farið, og ef skipið hefði loftskeyti, eins og flest skip, þá væri enn von — veik von. En hús Mary var tómt. Aðeins svarta vinnukonan var i liúsinu. Hann spurði hana og komst að raún um, að Gredale hefði komið þangað fyrir fjórum dögum, aö hann hafði talað við Mary og að hún hefði í flýti tekið saman dót sitl og farið með honum. Stúlkan fjekk honum brjef, sem Mary hafði skrifað honum áður en hún fór. Grunur hans hafði þá verið reist- ur á rökum — þau voru flúin sam- an. En þau komust ekki svo langt — þau liöfðu dauðann með sjer í farþegaklefanum — hræðilegan dauða, sem ekkert gat bjargað hon- um frá nema kraftaverk. Þau máttu gjarnan fara, vinurinn og konan sem liafði svikið hann i trygðum — hann skyldi ekki rjetta út litla- fingur til að hjálpa þeim. Hann opnaði umslagið ósjálfrátt og las brjefið. Hann varð að lesa það tvisvar þangað til sannleikur- inn varð honum Ijós. Mary skrifaði „Kæri Allan. Jeg skrifa þetta ef ske kynni að þú kæmir hingað áður en jeg kem aftur. Fyrir nokkrum klukkutímum kom Gredale reikandi hingað og sagði að hann hefði átt að fara með ýmislegt frá leiðangr- inum til Englands, en að liann væri kominn að niðurlotum og jeg yrði að fara með dýrin. Þegar hann hafði gefið mjer allar nauðsynlegar upplýsingar Ieið yfir hann og var hann fluttur á spítalann. Læknarnir eru í vafa uin, hvort liann lifir þetta af. Mjer finst hörmulegt að verða að fara frá honum undir þessum kringumstæðum, en hinsvegar tel jeg skyldu mína að rækja þetta, sem hann hefir trúað mjer fyrir“. Murdock lagði brjefið í umslagið og stundi. Það var þá ekki um neinn flótta að tala — heldur um mann, sem gegndi hagsmunum fje- laga síns svo að segja fram i rauð- an dauðann. Og nú var Mary á leið til Englands með einhverju skipi, sem hún hafði gleymt að nefna nafnið á — og í klefa með dauð- anum. Síðaar um daginn eftir að hann hafði leitað sig uppgefinn á skipa- afgleiðslunum fjekk hann að Vita hvaða sjúkrahús Gredale hafði verið fluttur á. Gredale var enn meðvit- undarlaus þegar Murdock kom til hans. Næstu daga sat Murdock að kalla óslitið við rúm sjúklingsins og hlustaði á óráðshjal hans, ef ske kynni að hann heyrði nafnið á skipinu sem Mary liafði farið með. En þegar fjórir dagar voru liðnir án þess að hann hefði heyrt neitf, sem gat komið honum á sporið lá við að hann gæfist upp. Það hlaut að vera skeð nú sem verða vildi. Jafnvel þó að Gredale fengi ræn- una og jafnvel þó skipið hefði loft- skeytatæki þá mundi vera of seint að bjarga Mary nú. Næstu nótt fjell Gredale í djúpt mók. Murdock hafði ekki sofið margar nætur og hann sat enn við rúm vinar síns. Áreynslan hafði verið honum ofurefli og honum rann í brjóst án þess liann vissi af því. Og liann dreymdi einkcnnileg- an draum. Hann dreymdi að hann var i klefa um borð í skipi. Það var um nótt og geisla frá tunglinu lagði inn um kýraugað og fjell á andlit Mary, þar sem hún lá i rúminu. Svart hár hennar breiddist út yfir koddann og önnur hendin hjekk máttlaus fram af rúmstoknum, nærri því nið- ur á gólf. Tunglsgeislinn færðist eins og kastljós á blett undir rúminu. Þar stóð zinkfóðraður kassi, sem Mur- dock kannaðist vel við og þegar hann horfði betur á liann sá hann fyrst eina og svo fleiri örmjóar nöðrur smjúga gegnum loftgötin. Það sem hann hafði óttast var kom- ið fram. Naðran hafði gotið.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.