Fálkinn - 23.11.1935, Side 14
14
F Á L K I N N
Kristján H. Magnússon, málari
hefir haft sýningu á um fjörutiu
málverkum sínum nú undanfarið, í
hinni nýju vinnustofu sinni á Skóla-
vörðustíg 43. Eru myndir þessar
víðsvegar að, en flestar frá Þing-
en flestir íslenskir málarar. Hefir
hann haldið sýningar hæði í Ame-
ríku og Englandi og ágætt safn
vestra, Worcester Art Museum, hefir
keypt myndir eftir hann og fer mjög
Einár .Kristinn Auð-
unsson, handsetjari
í Ríkisprentsmiðj-
unni Gutenberg, á í
dag 70 ára afmæli.
Hættir hann nú
störfinn eftir að
hafa unriið að
prentverki í sam-
fleytt 56 ár, lengur
en nokkur annar
prentari hjer á
iandi. En þótt hann
hverfi nú frá vinnu
fyrir aldurs sakir,
er hann ekki á
flæðiskeri staddur,
þvi að hann mun
fá lífsuppeldi af
sjóðum prentara. í
kvöld halda starfs-
bræður hans hon-
um samsæti. Mynd-
ina tók K. Ó. B. af
Kristni við setjara-
kassann.
Adam Ouickery í New Jersey var
gjaldþrota og alt var tekið af hon-
um, búðin, húsið og yfirleitt alt sem
'hann átti. Einasta vonin hans var
að sonur hans mundi sjá fyrir hon-
um það sem éftir var af æfinni. En
sonurin hafði flust til Argentínu
fyrir allmörgum árum og ekkert lát-
ið heyra frá sjer. Nú var því um
að gera að komast í samband við
hann. Og gamli Ouickery fann ráð
til þess. Hann þekti auðsjáanlega
son sinn vel, því hann sló vin sinn
fyrir nokrum dollurum í auglýsingu
— og auglýsti „eftir erfingja að því,
sem eftir var af auði Adams Ouick-
ery í New Jersey“. Auglýsingin birt-
ist i dagblaði í Buenes Aires óg bar
þann árangur að margir gáfu sig
fram, þar á meðal sonurinn. Iiann
tók sjer ferð á hendur norður til
New Jersey og þar var hann dæmd-
ur til þess að sjá föður sínum far-
borða meðan hann lifir.
STÆJRSTA GISTIHÚS HEIMSINS.
er Waldorf Astoiúa Hotel í New
York, sem nýlega hefir verið reist í
stað eldra hótels með sama nafni.
Er það 47 hæðir og hefir 2200 her-
bergi. Byggingar kostnaður varð jafn
margar miljónir dollara og hæðirnar
eru margar.
— Stúlka. nokkur hafði verið
kvödd sem vitni í máli og dómar-
inn kallar hana fyrir sig.
— Hvað eruð þjer gömul? spyr
hann.
— Jeg er tuttugu og sjö ára og
nokkurra mánuða, svarar hún.
1— Hm! sagði dómarinn og ræskti
sig um leið og hann virti hana
fyrir sjer.Hvað margra mánaða þá?
Þjer vitið, að það getur komið til,
að þjer verðið að vinna eið að öllu
sem þjer segið hjer fyrir rjettinum.
Sætubrosið hvarf af vitninu og
stúlkan stokkroðnaði í kinnum,
meðan hún reiknaði og reiknaði.
Loks svaraði hún:
— Eitt hundrað tuttugu og
þriggja mánaða!
völlum og af Fjallabaksvegi, enn-
fremur úr Kjósinni, frá Vestmanna-
eyjum, af Fljótsdalshjeraði, Snæ-
fellsnesi og víðar, en stærsta mynd-
in er af Hrafnabjörgum, sú sem
myndin er af, sem sjest hjer að
ofan. Kristján á sjer marga vini og
unnendur sem listamaður, bæði ut-
an lands og innan og er víðförlari
lofsamlegum orðum um liann. Og list-
dómarar ensku blaðanna „The
Times“, „Morningpost" og „Ob-
server“ hafa farið mjög lofsainleg-
legum orðum um myndir hans. —
Á sýningunni eru fjöldamargar gull-
fallegar myndir, sem ráða má fólki
til að sjá.
S.TERLEYFIN í ABESSINÍU.
Eins og menn muna varð uppi
fótur og fit í haust, er það frjettist
að ýmsir útlendingar hefðu fengið
víðtæk sjerleyfi í Abessiníu. Var
nafn Standard-olíufjelagsins bendl-
að við málið, en þó einkum ann-
ars manns, sem Leo Chertok heitir,
og kvaðst hafa enskt auðmagn að
baki sjer. Myndin er af Chertok og
tekin er hann kom af fundi við
sendiherra Abessiníu í London.
Elínborg Tómasdóttir frá
Stakkhamri, nú á Hringbraut
Vi6, verður 70 ára þ. 29. nóv.
Á LEIÐ TIL KEISARANS.
Myndin er af höfðingja einum í
Abessiníu, sem er á leið til Haile
Selassie keisara til ])ess að bjóða
honum aðstoð sína í hernaðinum
gegn ítölum. Er gamli maðurinn all
vígabarðalegur að sjá og skeggjaður
eins og keisarinn. En að litlu gagni
kemur honum sennilega skjöldurinn
gegn skeytum ítala.
JACKIE COOGAN,
sem á barnsaldri varð frægur fyrir
leik sinn í kvikmyndum, með Cliarlie
Chaplin er nú svo vaxinn að aldri,
að hann hefir trúlofað sig. Konuefn-
ið er Toby Wing kvikmyndaleikkona
og sjást þau hjer á myndinni.