Fálkinn - 11.01.1936, Blaðsíða 2
2
F Á L K I N N
GAMLA BÍÓ.
Hven-njðsnarino.
Ástamynd úr lífi njósnara.
Tekin af: Metro Goldwyn-Mayer.
Aðalhlutverk: Myrna Loy, George
Brent, Lionel Atwill.
Þessi kvikmynd, sem tekin er af
Metró-Goldwyn- Mayer undir stjórn
Sam Wood, byggist á mikið lesinni
skáldsögu eftir Leo Birinski. Aðal-
persónan er stúlkan Annemarie
(Myrne Loy), sem gengur undir
nafninu „Fraulein Doctor“ og e:
]>ýskur spæjari, starfandi undir
stjórn hins óbilgjarna njósnarfor-
ingja Von Sturm (Lionell Atwill).
í Konstantínópel hefir fallið grun-
ur á einn samherja Þjóðverja, Ali
Bey (C. Henry Gordon) að hann
liafi selt fjandmönnunum leyndar-
mál, og er í ráði að senda þangað
spæjarann Kreúger, en Annemarie
færir sönnur á, að þessi sami mað-
ur hafi njósnað fyrir Breta og er
hann fangelsaður þá samstundis og
cnnfremur ameríkanskur maður,
Douglas Beall (George Brent), sem
þó getur sannað sakleysi sitt. En
Annemarie er send til Konstantínó-
pel til þess að færa sönnur á svik
Ali Bey.
Þau hittast samt áður, Douglas
Beall og Annemarie og verður hún
í fyrsta sinni ástfanginn við þá
l'undi. Hún er sannfærð um, að
ungi Amerikumaðurinn sje ekkert
við njósnir riðinn, en samt vill hún
ekki opinbera honum ást sina, þvi
að það er staðreynd, að ástfangnar
stúlkur duga ekki til njósna. Þeirra
hlutverk er, að leika sjer að til-
finningum karlmannanna. Og hún
yfirgefur hann. En það kemur á
daginn að það er ekki ljett að losna
við Douglas Beall. Hann eltir hana
til Konstantínópel og við flugárás,
sem gerð er á járnbrautarlestina á
leiðinni sýnir hann svo mikla hetju-
dáð, að hún getur ekki iengur dulið
tilfinningar sínar. Hann slæst í för
með henni og hún kallar hann ritara
sinn.
Annemarie kemst i kynni við Ali
Bey, en Douglas fær ekkert að vita
um hið eiginlega erindi hennar. Þá
loks að hann kemst að þvi reynir
hann að fá hana til að flýja, vegna
hættunnar sem hún sje i, en hún
neitar því og tekst að s'anna sekt
Ali Beys. Von Sturn kemur til Kon-
stantinópel og hittir Annemarie, og
tilkynnir henni, að Douglas hafi
verið skotinn sem njós'nari. Verður
henni svo mikið um þetta, að hún
missir ráð og rænu. Og þegar mynd-
in hefst er hún sjúklingur á hæli i
Sviss og hugsar aðeins um elskhuga
sinn. Myndin leysir að lokum úr
því, hvort draumur hennar rætist
eða ekki. Hún er prýðilega leikin
og víða mjög spennandi, enda var
sagan sem hún byggist á, afar mikið
lesin. Hún verður sýnd á Gamla Bió
innan skamms.
Jóhannes Jóhannesson fyrv.
bæjarfógeti verður 70 ára 17.
f>. 771.
Guðjón S. Magnússon skósmiður
verður 55 ára 15. þ. m.
Luðvig Lárusson kaupm., verð-
ur 55 ára í dag.
Guðjón Þórðarson, Vegamóta-
stíg 7, Verður 80 ára 17. þ. m.
NÝJA BÍÓ.
Járnhertoglnn.
Söguleg kvikmynd um hertogann
af Wellington og samtíðarmenn hans
Tekin af: Gaumont-British Film.
Aðalleikendur: George Arliss,
Gladys Cooper og Elleaine Terris.
Georg Arliss er fólki í fersku
minni eftir leik sinn i „Kotchild-
bræðurnir". Jafn ágætan leik þykj-
ast ýmsir ekki hafa sjeð enda flaug
frægð Arliss um víða veröld, er
þessi mynd kom fram.
Nú sýnir Nýja Bíó þennan sama
leikara á ný í nýju umhverfi, sem
Wellington hertoga i sögulegri kvik-
mynd, sem gerðist á hans.timum.
Og svo mikið kvað að Wellington i
heimspólitikinni á þeim árum, að
myndin er um ieið þáttur úr verald-
arsögunni og sýnir ýmsa heims-
fræga samtíðarmenn Wellingtons
eða járnhertogans, sem hann var
löngum kallaður. Það var Welling-
ton, sem öðrum fremur rjeð niður-
lögum Napoleons mikla og sem hafði
svo stórfeld áhrif á skipulag Evrópu
eftir Napoleons daga. Var hann
livorttveggja i senn hermaður og
stjórnmálamaður og enskur stór-
veldissinni og hafa verið færðar
iíkur að því, að hann hafi staðið é
bak við byltingartilraun Jörundar
luindadagakonungs, í þvi augna-
ni’iði að koma íslandi undir Eng-
land.
Myndin er tekin undir stjórn Vict-
or Saville og koma þar fram auk
Ai'liss ýmsir ágætir enskir leikend-
ur. Má þar fyrst og fremst nefna
hina frægu ensku leikkonu Gladys
Gooper, sem leikur hertogafrúna al'
Angouleme, frænku Lúðvíks átjánda.
En annað stærsta kvenhlutverkið,
Hertogafrúna af Wellington, leikur
Elleaine Terries. Allan Aynesworth
leikur Lúðvík 18. Frakkakonung, en
Campbell Gullan leikur D’Artoi.s
bróður hans. Þýska marskálkinn frá
Waterloo, Blúcher leikur Franklyn
Dyall og franska marskálkinn Ney
leikur Edmund Willard. Franska
stjórnmálamanninn Talleyrand leik-
ur G'ibb Mc Lauglin. Auk þessara
stórmenna, sem allir kannast við,
koma þarna fram á sjónarsviðið
Prússakonungur, Alexander Rússa-
keisari og austurríski kanslarinn
Metternich.
Myndin hefst þegar friður er að
komast á í Evrópu 1815. Og hún
hefir það til síns' ágætis, eins og
fleiri myndir sem gerðar hafa ver-
ið í Englandi á síðari árum, að hún
leitast við að gefa sem nákvæmasta
lýsi.ngu á aldarhætti þess tíma, sem
hún gerist á, svo að hún veitir, um
leið og skemtunina fræðslu, sem al-
menningur á ekki færi á að fá ann-
arsstaðar. Hinar sögulegu ensku
kvikmyndir hafa þannig stórmikla
menningarlega þýðingu, auk þess
sem þær vekja aðdáun fyrir góðan
leik og leikstjórn.
Amerikanskur sálfræðingur hefir
leitast við að sýna fram á, hvaða
áhrif ýms fræg tónskáld hafi á
áheyrendurnar. Kemst hann að
þeirri niðurstöðu, að tónverk Wag-
ners örfi blóðrásina, en mönnum
vaxi hugur við að lilusta á Verdi.
Bossini vekur föðurtilfinninguna
en Mozart móðurtilfinninguna og
Bizel gerir fólk hjegómagjarnt.
Beethoven örvar og skerpir liugs-
unina yfirleitt. Tsjakovski vekur
góðmenskuna í manninum og Chop-
in kinsar stæriláta menn og montna.
Nýjárskveðja.
(Eftirfarandi nýjárskveðja barst blaðinu l'rá frú einni
norður í landi. Þakkar blaðið höfundi kveðjuna og hug þann,
sem hún lýsir).
Ileill sje þjer Fálki! Jeg færi þjer óð
af fjarlægum kaldhranaströndum,
þar endalausi fennir í einyrkjans slóð
og aldan sjer hgltir á söndum.
Jeg horfði á þig fljúga um fjalldul og slrönd. .
og fögnuð í hjörtunum glæða,
og einmana sál út í Ijósfögur lönd
þú leiddir til víðsýnis hæða.
Svo hratt ber þig gfir sem örfleggan hug
í árroða og kvöldsólar skini,
en hvar sem þig langar að lægja þitt flug
þú lendir hjá unnanda vini.
Jeg óska þjer gengis á áfanga þeim,
er árið þjer markar hið ngja.
Kom djarfur og fagur til híbýla heim
og hurðirnar þarftu ekki að knýja.
M. J.