Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1936, Blaðsíða 11

Fálkinn - 11.01.1936, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Fjelagið Ingólfur, senr slofnað er i þeim tilgangi, að safna og gefa út söguleg skilriki um landnám Ing- ólfs Arnarsonar, hefir nú gefið úl l'yrsta rit sitt. En áður hefir það haldið hjer sýningu á gömlum Heykja víkurmyndum (í Barnaskól- anum) og haft skuggamyndasýniug- ar á samskonar myndum, með skýr- ingum á þeim. Þetta fyrsta hefti i safni til sögu landnáms Ingólfs flytur 128 bls. af hinni fróðlegu lýsingu Skúla land- fógeta á Gullbringu og Kjósarsýslu. Er þar margvíslegan fróðleik að l'inna um þessar sýslur, eins og þær voru íyrir nálægt liálfri annari öld, og furðu ítarleg athugun á ýmsu, sem ætla mætti að látið væri liggja milli hluta í slíkri lýsingu, svo sem dýralífi og náttúrufyrirbærum, t. d. mismuni flóðs og fjöru á ýmsum stöðum. Má yfirleitt segja að höí- undurinn láti sjer ekkert óviðkon;- andi, jafnvel segir hann til uin, að í sýrublöndu sje einn hluti sýru hafður móti 11 af vatni og er það lil marks um, hve itarlega hann lýs- ir lifnaðarháttunt fólks.V Er lýsing ]>essi því ótæmandi fróðleiksnáma um aldarfar og ástæður þess hluta | jóðarinnar, sem lifði í Guíibringu- og Kjósarsýslu á þeim tíma, sem lýsingin f.jallar um. Sjerlýsingu hinna einstöku sókna í umdæminu lýkur þar, sem hann er að byrja að lýsa Reykjavíkur- sókn, sem þá tatdi aðeins G jarðir, nfl. Skildinganes, Arnarhóll, Reykja- vík, Effersey, Sel og Hlíðarhús. ,,Á þessum (i jörðum búa 8 bændur, að með töldum kaupmaúninum og for- stöðumanni fangahússins, 24 hjá- leigubændur og 59 þurrabúðarmenn að með töldu starfslólki klæðaverk- smiðjunnar. AIls verður það 91 fjöl- skylda. En mannfjöldinn í sókn- inni var árið 1781: 394 og búfjár- l'jöldinn sama ár: G9 kýr, 1 kvíga, 1 naut, 2 kálfar, 20 ær, 9 sauðir, 106 hestar, hryssur og ótemjur.“ Um útgerðina segir svo: „Árið 1780 var sjór sóttur um vetrarvertíð a bátum úr sókninni sjálfri, lOferær- ingum og 25 tvíæringum. Áhöfn þeirra var G0 heimamenn, G Austan- menn, 17 Sunnlendingar og 7 Norð- lendingar........ Alls nam veiðin 14040 fiskum; verða það 78 skp. harðfisks". — — Fjelagið Ingólfur á mikið og þarft verk fyri'r höndum. Um framkvæmdir ])ess fer vitanlega eftir því, hversu margir gerast fje- lagsmenn. Með sæmilegri þátttöku almennings í Reykjavik og ná- grenni ætti fjelagið að verða þess megnugt, að auka bókaútgáfu sína frá því sem hún hefir verið í ár, og væri vel við eigandi, að fólK streymdi í fjelagið á þessu ári, sem er 150. ár höfuðstaðarins sem kaup- staðar. Árgjaldið er aðeins G krónur. Stjórn fjelagsins er þannig skipuð: (ieorg Ólafsson bankastjóri (form.). Gíuðni Jónsson níag. art. ritari., Steindór Gunnarsson prentsmiðju- stjóri gjaldkeri og meðstjórnendur Matthías Þórðarson fornmenjayör.ð- ur, Ólafur Lárusson prófessor, Pjel- ur Halldórssoh borgarstjóri og Sveinn Jónsson kaupmaður. En for- maður fulltrúaráðs er dr. Jón Helga- son biskup. Forstjórinn (við skrifstofustúlk- una) — Hafið þjer nokkuð sjerstak- lega að gera á sunnudagskvöldiö, ungfrú James? Nei, jeg er laus. Var það nokk- uð? —- Já. Þá ætlaði jeg að biðja y'5- ur um að gera tilraun til þess, að koma stundvíslega á mánudagsmorg- úninn. DONSK PLUGVJEL FERST. Flugvjel nr. 84 úr danska sjóhern- um týndist fyrir skömmu i flug- ferð. Gerðu flugvjelar leit að henni, en árangurslaust en loks fundu sænskir sjómenn hana nokkru fyrir austan Salthólm. Hafði hún hrapað en flugmennirnir druknað. Á annári myndinni sjest flugvjelin og flug- mennirnir tveir .. lautinant Holger Petersen (t. v.) og Erling Pries. Á neðri myndinni er tundurduflaskip- ið „Quintus" að draga leifarnar af flugvjelinni inn á þilfarið. KONUNGURINN Á DÝRAVEIÐUM. þar fer Kristján konungur á veiðar og sjest konungur þar ásamt fylgiliði Myndin hjer að ofan er tekin í á ári hverju. Er myndin lekin i sínu. Efirtekjan varð niu refir, 28 dýragarðinum við Fredensborg, en hausl, daginn sem veiðarnar hættu rádýr og tveir hjerar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.