Fálkinn - 11.01.1936, Blaðsíða 7
FÁLKINN
7
t
|
Ameríkumönnunum W. S. Stewens og Orville liefir tekist aö
setja nýtt háloftsmet og komust þeir í 22 km. hæð. Hjer sjásl
þeir og flugkúla þeirra. Afí neðan er Stewens kapteinn.
KERL KIRKJUMÁLARÁÐHERRA
nazista á ekki sjö dagana sæla, því
að þýska klérkastjettin hefir verið
Hitlersveldinu einna óþægastur Ijár
i þúfu, allra andstæðinga hans, og
er honum spáð hættu af mótspyrnu
prestanna. Hafði Hitler fengið
þjarkinn Muller, ríkisbiskup til þess
að berja niður alla mótspyrnu
klerkanna, en það mistókst. Nú
hefir verið sjerstök „ríkiskirkju-
nefnd" til þess að hafa forustu
kirkjumálanna og reyna að na
friði, en Kerrl ráðherra hefir skor-
að á ríkisbiskupinn að segja af sjer.
Hjer er rnynd af Kerrl, tekin á
l'undi í Berlín.
Myndin er af Ijótu bílslysi á Sjálandi, sem þó ekki kostaði
neinn lífið, þvi að bílstjórinn slapp, en í bílnum var — flesk.
—■«»isa—8
Til öryggis fyrir bílum í myrkri er ráðlagt að ganga m
an vasaklút sjáanlegan, til þess að bílstjórinn veiti
eftirtekt.
LIDJ YASU
heitir maður, sem var kéisari i
Abessiníu 1914—16. Er hann sonar-
sonur Meneliks annars, keisara og
komst til ríkis aðeins 17 ára gam-
all. Hefir hann setið í fangelsi i
Abessiníu síðan, í bænum Harar.
En þegar ítalir fóru að nálgast
borgina var hann fluttur suður í
land til þess að forða því, að hann
kæmist í hendur Ítala, sem vitan-
lega hefðu notað hann til þess að
(ala máli sínu, því að hann er liat-
ursmaður Haile Selassie, eins og bú-
ast má við, þár sem keisarinn liefir
haldið honum i varðhaldi i 19 ár.
Nú segir sagan, að hann hafi látist
á þessum síðustu hrakningum, enda
var hann mjög farinn að heilsu eftir
hina löngu fangelsisvist. Hjer sjest
Lidj Yasu i konungsskrúða.
ZIGAUNARAÞING í BÚKAREST.
Fyrir stuttu var allsherjarþing
zigaunara haldið í Bukarest, en zi-
gaunarar eru mjög fjölmennir í Rú-
nieníu. Margar konur mættu á þingi
þessu og höfðu þær skrúðgöngu um
horgina. Hjer sjást nokkur andlit
úr skrúðgöngunni.
NIKOULAS HORTHY
heitir einn af sonum Horthy ríkis-
stjóra í Ungverjalandi. Hann hefir
engan áhuga fyrir stjórhmálum, en
mikinn á kvikmyndum og er nú í
þann veginn að stofna kvikmynda-
i.ielag i Ungverjalandi. Býst hann
við að fá hinn fræga leikstjóra Al-
éxander Korda, sem einnig er Ung-
verji og hefir stjórnað fjölda ágætra
mynda, i lið með sjer.
í ÍTÖLSKUM SKÓLUM
segja kennararnir börnunum dag-
lega frá gangi ófriðarins í Abessf
iníu og sýna þeim á uppdrættinum
hvar ítalir sækja fram í það skiftið:
Sennilega er eitthvað minst á hetju-
(iáð þjóðarinnar við þau tækifæri.