Fálkinn - 11.01.1936, Blaðsíða 9
F Á L K I N N
Mazaroff-morðið.
/•' A ■> >*: r ’* • Jf ;• { 1 V kZ «'. 't/i
DULARFULL LÖGREGI.USAGA
EFTIR
J. S. FLETCHER.
að í'á mjer hádeg'isverS, og þar liitti jeg Maz-
aroff“.
„Hvaða mánaðardag var það?“
„Það þori jeg ekki að fara með, jeg rugla
altaf saman mánaðardögum, En hann sagð-
ist hafa komið á Ilrossagaukskrána daginn
áður. Þá getið þjer máske fundið daginn?“
„Já, mjer verða engin vandræði úr þvi.
En nnmið þjer nákvæmlega á hvaða tíma
þetta var?“
„Já, það var nálægt klukkan hálftvö sið-
degis“.
„Nú, og töluðuð þið þá aftur um deinanl-
ana?“
„Já, auðvitað. Ilann sagðist liafa hitt um-
hoðsmann sinn, hvað lijet hann nú aftur
Arm.... — eitt eða annað“,
„Hann heitir Armintrade".
„Það er alveg rjett, já, Armintrade. Hann
liafði liitt Armintrade; og þeim hafði komið
saman um, að ef Armintrade tækist ekki að
selja demantana, skyldi lafði Leeke fá þá
fvrir hundrað og sextiu þúsund sterlings-
pund“.
„Það kemur heim við það, sem Armin-
trade sagði“, skaut Maythorne að Crole og
mjer.
„Og svo skilduð þið í Gilchester?“
„Já, vitanlega. Jeg ók aftur til Jedburgh
og jiaðan áfram norður á bóginn. Það var
þar, sem jeg heyrði um morðið. Segið þjer
mjer! — Getið þjer hugsað yður ástæðuna
til jiess að hann var myrtur?“
„Nei, ekki vel“, svaraði Maythorne. „Get-
ið jjjer sagl mjer hana?“
Mallison deplaði augunum íbyggilega.
„Hann var dálítið ringlaður, held jeg!“
sagði hann. „Ljet hvern sem hafa vildi sjá
peningana sina — og ekki eingöngu peninga,
heldur líka fleira. Hann gerði þetta með
vilja. Þetla er auðsjáanlega ránmorð, á því
er enginn vafi. Jeg er nú ekki fæddur i gær“.
„Þjer hafið alveg rjett fyrir yður, mr.
Mallison, sagði Maythorne og reyndi að sýn-
ast með alvörusvip. „Og ])akka yður fyrir
heimsóknína“.
„Ekkert að þakka“, svaraði Mallison yfir-
lætislega. Og svo fór hann. I sama bili kom
skrifstofustúlka inn.
„Manners lögregluþjón og Corkerdale
rannsóknarlögreglumann langar til að tala
við yður!“ sagði hún.
„Jæja, Manners!“ sagði Maytliorne þegar
lögregluþjónninn og annar maður til kom
inn. „Hvað veldur komu yðar hingað? Setj-
ist jíið já, þjer þekkið þessa menn“.
Manners leit á Crole og mig og glotti; svo
settist hann og fór að hneppa frá sjer frakk-
anum.
„Þetta er Corkerdale rannsóknarlögreglu-
maður, frá Scotland Yard“, sagði Iiann. „Jú,
jeg kem liingað í embættiserindum. Það bar
nefnilega dálítið við í gær. Alt Elpliingslone-
fólkið fór nefnilega til London, alveg upp
úr þurru, og söniuleiðis veiðimennirnir í
High Cape Lodge — öll með sömu lestinni.
Þetta gaf vitanléga tilefni til ýmiskonar get-
gátna það segir sig sjálft. Rjett fyrir hádegið
kom svo Cowie, gamli maðurinn sem á
lieima rjett hjá Reivers Den, og sagðist hafa
dálítið á samviskunni, sem hann þyrfti að
segja mjer — svolítið, sem hann hefði ekki
viljað segja frá meðan veiðimennirnir voru
á High Cape Lodge. Og fyrst þegar jeg hafði
komið honum í skilning um, að liann yrði
ekki fyrir óþægindum fyrir, kom það upp
úr honum, að morðkvöldið liafði hann heyrt
hlepyt af hyssu rétt hjá húsinu sínu, og þeg-
ar hann hafði litið út, hafði hann sjeð tvo
menn fyrir utan girðinguna. Annar, sagði
liann, var hái og digri risinn frá High Cape
Lodge, en hitt var Parslave. Heyrið þið herr-
ar mínir! Það var Parslave!"
„Er það þessvegna sem þjer eruð hingað
kominn?" spurði Maythorne. „Til að lala
við mr. Eccleshare?“
„Já, einmitt við Corkerdale höfum nú
hugsað okkur að fara til Eccleshare og fá að
heyra, hverju hann hefir frá að segja“, svar-
aði Manners. „Pif hann og Parslave hafa ver-
ið saman þetta kvöld, þá hefði jeg ekkert á
mót.i þvi að fá að vita, hvað þeir voru að
gera, og sömuleiðis hvar Parslave er niður-
kominn núna!“
„Þjer getið sparað yður það ómak, Mann-
ers“, sagði Maythorne. „Jeg skal segja yður
hvar Parslave er! Parslave er þar, sem hann
sennilega hefir verið síðan morðið var fram-
ið. — Hann er í Paddington hjá dr. Eccle-
share“.
17. KAPÍTULI:
HVERJU Á MAÐUR AÐ TRÚA?
Eftir að lögreglumennirnir höfðu náð sjer
nokkurnveginn eftir þessar óvæntu frjettir,
lögðum við allir fimm af stað áleiðis til hú-
staðar dr. Eccleshare. Við tróðum okkur öll-
um í eina bifreið, og Maythorné ljet hana
staðnæmast við hornið á Chapel Street. Þar
stigum við út. Maythorne leit á klukkuna
sína, um leið og hann gaf okkur merki um
að koma með sjer. Við gengum inn i drykkju
stofu, sem haldin var i sambandi við fræga
vínverslun. Þar sat Cottingley, hinn furðu-
legi fulltrúi Maythornes út í horni og var að
maula eitthvað matarkyns við og við, en sat
að öðru leyti önnum kafinn við að rýna í
blað.
Við settumst liringinn i kringum hann.
„Jæja?“ sagði Maythorne.
Cottinglejr hallaði sjer fram á borðið.
„Eccleshare kom heim klukkan hálfsjö í
gærkvöldi", svaraði liann lágt. „Hann var
með þrjár handtöskur og eitt byssuhylki.
Parslave hjálpaði honum að bera dótið inn.
Og í mörgun um klukkan niu kom vöru-
flutningabifreið með sex þung og stór koff-
ort, málmslegin. Einhver kvenmannsnefna
lauk upp hurðinni — það liefir liklega verið
bústýraii“.
Maythorne leit íbyggilega á manninn frá
Scotland Yard.
„Eccleshare mun vera að hypja sig á
burt !“ sagði liann.
„Hafið þjer skipun um að taka Parslave
fástan, mr. Manners?“ spurði Maythorne þvi
næst.
„Nei“, svaraði hann. „Við höfum engin
vitni gegn manninum“.
„Það verður heppilegast fyrir okkur að
ganga beint inn, — segja að Parslave hafi
9
sjest fara inn í liúsið, og reyna að fá skýr
svör hjá þrjótunum. Jæja við göngum
heint á grenið!“
Við ljetum Gottingley halda áfram að
horða matinn sinn, en hann hafði hætt þeg-
ar við komum, og síðan fórum við inn í fá-
farna liliðargötuna þar sem Eccleshare átti
heima, með Maythorne og Manners í broddi
fvlkingar. Við komum fljótt auga á Jolin-
son, sem ljek þarna iðuleysingja, eftir öllum
kúnstarinnar reglum. Hann og Maythorne
ljetu sem þeir sæi ekki hvor annan, en skift-
ust þó á einhverjum leynimerkjum, sem jeg
skildi ekki hvað þýddu. Ráðskonan virtisl
ekki vitund hissa þegar hún sá okkur, fimm
i hóp, standa þarna í dyrunum.
„Er dr. Eccleshare heimá?“ spurði Mav-
thorne.
„Jæja, þakka yður fyrir. þá förum við
inn“.
Hann og Manners voru komnir inn í liús-
ið, áður en henni vanst tími til að svara.
Við hinir stóðum í hnapp á bak við þá. Og
nú kömum við auga á mennina tvo. Þeir
sneru sjer að okkur og góndu undrunaraug-
um á þessa óvæntu heimsókn. Parslave var
snöggklæddur, og i óðaönn að leggja niður
í koffortin.
Það var ekki annað en furðu á andlili
Eccleshare að sjá, hvorki minsta felmt-
ur eða gremju.
„Góðan daginn, góðan daginn!“ sagði
hann. „Hvað kemur til að þið eruð hjer?
Og þjer líka, Manners? Og með lieila hers-
ingu á hælunum. Hvað er um að vera? Hefir
nokkuð skeð?“
Manners liefði ekki getað svarað neinu
betra en hann gerði.
„Dr. Eccleshare“, sagði hann. „Hvað gerir
þessi maður í yðar húsum? og hann benti á
Parslave.
„Parslave?“ svaraði hann forviða. „Hann
er i minni þjónustu“.
„í yðar þjónustu?“ lirópaði Manners. „Síð-
an hvenær?“
„Síðan jeg vistaði hann til min í Marras-
dale. Og úr því að þjer virðist vera svo for-
vitinn, þá get jeg vel sagt yður það um leið,
að jeg hefi selt „praxis“ minn hjerna og er
að flvtja mig til Suður-Ameríku, þar sem jeg
ætla mjer að taka upp aðra atvinnu“.
Manners andvarpaði þungan og hristi höf-
uðið.
„Þjer munuð vita, að það liefir verið aug-
lýsl eftir Parslave í marga daga, dr. Eccle-
sliare“, sagði liann. „Hversvegna ljetuð þjer
okkur ekki vita hvar hann var niðurkom-
inh ? ?“
„Afsakið þjer, herra minn, en þetta veil
jeg alls ekkert um“.
Manners setti ujip valdmannssvip. Hann
gerði Corkerdale bendingu með því að kasta
höfðinu.
„Þelta er Corkerdale leynilögreglumaður
frá Scotland Yrard, og ef þjer gefið okkur
ekki fullnægjandi skýringu, þá neyðist jeg
til að biðja yður að koma með okkur og
gefa okkur skýringuna á öðrum stað“.
Það var auðsjeð, að Eccleshare átti ful't í
fangi með að stilla sig.
„Þetta eru ógnandi orð, Manners", svaraði
hanii. En komið þið nú allir hjerna inn á
skrifstofuna þjer lika, Parslave. Jæja,