Fálkinn - 11.01.1936, Blaðsíða 5
F A L K I N N
'o
Otto Gelsted: MORÐIÐ í SEN DISVEITIN NI.
Gatan sem sendisveitarhúsið stóð
við, var troðfull af fólki. Bíllinn varð
að staðnæmast. Bílstjórinn hljóp út
og lauk upp hurðinni:
— Það er að brenna, yðar liágöfgi!
Sendiherrann og förunautar hans
stigu nt: -— Það er að brenna hjá
mjer! hrópaði sendiherrann steini
lostinn.
Það kostaði erfiðismuni að ryðja
sjer braut gegnum þvöguna. Tveggja
hæða húsið, sem liýsti skrifstofur
sendisveitarinnar, var hulin i eldi og
reykjarmekki. Vatnsgusurnar frá dæi
unni suðu með Iivin inni í bálinu.
Það var ekki um annað að gera en
reyna að takmarka eldinn, svo að
ekki kviknaði í næstu liúsum. Augna-
bliki eftir að sendiherrann kom
braust gífurlegur eldstólpi upp úr
þakinu, veggirnir riðuðu og ln'isið
hrundi með brestum og braki.
— Drottinn minn! sagði sendi-
herrann og sneri sjer skelfdur að
förunaut sinum. — Hvar eru Becker
og Taþia?
— Heldurðu að þeir hafi verið i
sendisveitinni?
— Jeg verð að gera ráð fyrir því.
Pað er gengið frá póstinum til Ev-
rópú á hverjum föstudegi um þetta
leyti og það sjer Becker um. Og
Tapia hjálpar honum.
Brunamálastjórann bar að í sömu
svifum: — Þið verðið að færa ylckur!
— Jeg er Kettner sendiherra, sagði
sendiherrann. Og þetta er Jung pró-
fessor, vinur minn og gestur sendi-
sveitarinnar.
Brunamálastjórinn rjetti úr sjer og
þar hendina að hjálminum.
— Hvað þóknast yður, yðar há-
göfgi ?
— Segið mér livort nokkur hefir
komist út úr húsinu?
— Jeg lield varla. Að minsta kosti
hefir enginn snúið sér til min. Var
nokkur þarna inni?
— Jeg er hræddur um það! Becker
sendiráð og Tapia, sendisveitarþjónn-
inn. Það hefir þá enginn orðið var
þá
— Nei, að minsta kosti enginn úr
brunaliðinu. Eldurinn greip ákaft um
sig. Það liefir ekki verið mögulegt að
koinast inn i húsið.
Sendiherrann sneri sjer að Jung
prófessor: — Veslings Becker! Hann
var altaf svo lífhræddur. Jeg er
hræddur uin að hjer liafi gerst
hræðilegur atburður.
Brunaliðið var að ryðja á burt
grjótinu fram eftir öllum degi. Og
eftir því sem á leið, og hvorki Beck-
er nje Tapia gerðu vart við sig, óx
kviðinn um örlög þeirra. Klukkan
niu um kvöldið var svo komið á veg,
að hægt var að sjá hvað eftir var af
afgreiðslustofunum, sem voru á neðri
hæðinni, en þar höfðu Becker og
rFapia verið að vinna. Samkvæmt
umtali hringdi brunaliðið til sendi-
herrans um að koina á vettvang. Von
Kettner var þá með prófessor Jung
vini sínum, hinum fræga málfræð-
ingi, sem var á ferðalagi í Suður-
Ameríku að rannsaka spánskar mál-
lýsluir, og þeir óku saman að bruna-
rústunum.
í sömu svifum og þeir komu var
verið að koma í burt þvi siðasta af
reyksvörtum múrsteinunum og hálf-
brunnið lík kom í Ijós. Það lá á
stafla af hálfbrunnum pappír. Við
hlið líksins fanst vindlahylki Beck-
ers, sem var úr silfri, úr hans og
gleraugu.
— Það hefir þá ræst, sem Becker
var altaf hrædur við, sagði sendi-
lierrann. Hann hefir fallið á vigvell-
inum.
Jung prófessor dokaði við og sneri
yfirskeggið. Svo sagði hann:
— Það gæti litið út eins og hann
liefði beðið bana, er hann var að
reyna að bjarga dýrmætum skjölum.
— Já, sagði sendiherrann. Ef þá
ekki er um glæp að ræða.
— Þú átt við hótunarbrjefin?
,,Já, það er ekki lengra síðan en í
gær, að hann sýndi mjer eitt, undir-
ritað „föðurlandsvinir í Cliile“ og
þar var lionum hótað að drepa hann.
Hreyfingin „Chile fyrir Chliebúa" á
marga æsta áhangendur, og það leit
svo út, sem Becker veslingurinn væri
sjerstaklega i ónáð hjá þeim.
Hjelt Becker brjefinu eða fjekst þú
það?
—• Jeg fjekk jiað, þvi að jeg ákvað
að senda forsetanum, Petro Montt
skýrslu um þetta. Jeg taldi skyldu
mina að vernda ritara minn og það
var áform mitt að krefjast þess, að
stjórnin liæfist handa gegn tilræðis-
mönnunum.
Það væri gaman að fá að sjá þetta
brjef. Hver veit nema. jeg, sem mál-
fræðingur, geti grúskað eitthvað upp,
sem gefið gæti upplýsingar um send-
andann.
— Með ánægju!
— Þakka. Hvað lengi hefir Becker
eiginlega starfað í sendisveitinni?
— í tólf ár. Hann fluttist liingað
ungur og var orðinn Chilebúi í húð
og hár. Hann hafði líka gifst chil-
enskri stúlku.
— Veistu hvort liann átti nokkra
persónulega óvini?
— Nei, en það er mjög ósennilegt.
Hjúskaparlíf lians var fyrirmynd og
starfið lionum fyrir öllu. Skap hans
var þannig, að við lá að liann væri
of brjóstgóður og vingjarnlegur. Og
Chilebúum þótti einkar vænt um
hann, að undanteknum þessum út-
lendingahöturum.
— Var nokkuð athugavert við
l'apia?
— Ekki svo jeg viti. Hann var ráð-
inn hingað fyrir ári liðnu, en liafði
áður verið í hernum. Meðmæli hans
voru ágæt. En ofstopinn getur rekið
ínenn langt.
— Heldurðu að það geti komið til
niála, að Tapia hafi drepið Becker?
— Tapia sást seinast á leið heim-
anfrá sjer og í sendiráðið, tveimur
tímum áður en eldsins varð vart. Nú
liafa rústirnar verið hreinsaðar og
það sjest hvorki tangur nje telur af
honum. Hvað hefir orðið af honum?
Liggur ekki nærri að halda, að hann
hafi myrt Becker, kveikt síðan í til
þess að leyna ódæðinu — og flúið?
— Lögreglan verður að skerast í
leikinn og rannsaka málið.
— Það verður ekki hjá þvi komist.
Jeg álít rjettast að jeg snúi mjer til
Montt forseta og láti liann tilnefna
nefnd, skipaða Chilebúum og Þjóð-
verjum. Það er nauðsynlegt að sneiða
hjá öllu, sem gæti orðið til þess að
koma á slað stjórnmálaýfingum milli
þjóðanna, skilurðu?
— Heldurðu að jeg geti fengið leyfi
til að hlusta á yfirheyrsluna?
— Því ekki það? Þú ert gestur
minn og jeg get auðveldlega fengið
því framgengt. En þú verður auðvit-
að að sætta þig við að verða þar sem
áheyrandi eingöngu.
— Þakka, sagði Jung prófessor. Þú
veist að jeg hefi altaf verið sólgin í
dularfull glæpamál.
Brunamálastjórinn kom nú til
lieirra:
— Jeg held að morðvopnið sje
fundið, sagði hánn og rjetti fram
langan og oddmjóan hnif. -— Hann lá
við hliðina á likinu.
Don Antonio Diaz, forseti rann-
sóknarnefndarinnar stóð upp úr
dómarasætinu, og mælti hátiðlega:
— Árangur forrannsóknarinnar t:r
i stutlu máli þessi. Á fingri líksins
fanst hringur, sem Becker hefir sann
anlega átt. Ennfremur fundust —•
þrátt fyrir mikinn bruna, sem mjög
hefir torveldað alla rannsókn — slit-
ur af fötum, sem frú Becker kannast
við að sjeu af manni hennar. Við-
víkjandi efrigómnum, sem hefir ver-
ið svo inikilsverður fyrir rannsókn-
ina, er það að segja, að frú Becker
liefir, að fenginni yfirlýsingu eins af
þýsku sjerfræðingunum, kannast við
að það sje efrigómur Beckers.
Samkvæint þessum fengnu stað-
reyndum, sem enginn liefir mótmælt,
dregur rjetturinn ekki í efa, að likið
sje af Becker. Banameinið er hníf-
stunga í brjóstið, sem hefir valdið
skjótri blæðingu til dauða og hefir
verið gerð með 3V-i—4 sentimetra
löngum hiilf, og kemur þetta heim
við morðvopn ]iað, sem fanst hjá
likinu.
Grunurinn um morðið hviliir á
Tapia, sem hefir verið horfinn síð-
an morðið var framið. Úr peninga-
skáp sendisveitarinnar, sem fansí
opinn eftir brunann, hafa horfið
Ki.000 pesos, sem kiinna að hafa
brunnið, en sem morðinginn senni-
lega hefir haft burt með sjer.
Sem þýskur embættismaður naut
Becker sjerstakrar verndar samkvæmt
alþjóðarjetti, og fyrir þá sök mun
stjórn Chile láta sjer sjerstaklega ant
um, að hafa hendur i hári liins sam-
viskulausa morðingja, og neyfa allra
bragða til þess.
Don Diaz sagði síðan rjetti slitið
og fór til þýska sendiherrans og
rjetti honum hendina:
— Jeg get nú þegar tilkynl yður,
sagði liann — að stjórnin hefir i liuga
að veita frú Becker 20.000 pesos í
bætur fyrir mann sinn.
— Það gleður mig innilega, sagði
sendiherrann — og jeg er viss um,
að stjórn mín metur þetta mikils.
Lögreglan mun ekki hafa orðið neins
vísari ennþá?
— Nei, því miður. En hún leitar!
Leitar hvíldarlaust og af kappi!
Þeir voru saman um kvöldið, sendi
herrann og Jung prófessor.
— Jæja spurði hann. — Hefurðu
haft tíma til að lita á hótunarbrjef-
ið?
— Já, jeg liefi litið á það, og ]iað
er mjög athyglisvert.
— Varstu nokkurs visari af því?
— Jeg held það.
— Jæja, og hvað virðist þjer um
rannsókina? Varstu ánægður? Mjer
finst nefndin hafa gengið að starfi
sínu ineð atorku.
Jung svaraði engu.
— Það er eins og þú hafir eitthvað
að athuga, spurði sendiherrann.
Jung drakk hægt teig af ísvatn-
inu sínu, og sló öskuna af vindlin-
um og liallaði sjer aftur á bak í
stólnum:
— Jeg hefi aðeins það að atliuga,
að lögreglan finnur aldrei morð-
ingja Beckers.
— Hvað ertu að segja, maður?
sendiherrann stóð upp og var æst-
ur.
— Jeg segi aðeins það sem jeg
meina.
— Hvernig dettur þjer i liug, að
koma með svona staðhæfingu. Við
hvað geturðu stutt liana?
— Ef þú vilt gera mjer þann
greiða að vera rólegur og setjast þá
skal jeg skýra alt fyrir þjer. Jeg hefi
myndað mjer skoðun sjálfur og not-
að eftinniðdaginn til þess að gera
svolitla rannsókn upp á eigin reikn-
ing. Hver veil nema þú viðurkenn-
ir, að jeg hafi náð nokkrum árangri.
Það skyldi gleðja mig, því ef svo
væri ætla jeg að biðja þig um að-
stoð. Jeg er einstaklingur, sem hefi
engan rjett til að hlanda mjer í mal-
ið. En jeg hefi tekið eftir nokkrmn
staðreyndum, sem enginn hefir tek-
ið eftir og mjer finnast þær stað-
reyndir nokkurs virði.
Það var samkvæmi á járnbrautar-
hótelinu í Victoria. Senor Ciro Lava
Motte var að lialda kveðjuveislu fyr-
ir nokkra brodda borgarinnar, áður
en hann hjeldi áfram ferðinni yfir
Cordillefjöllin, lil Argentinu. Fólkið
var orðið góðglatt, ekki síst gest-
gjafinn sjálfur. Hann sat á tróni við
borðsendann bak við hersingu al'
tómum kampavínsflöskum og um
hálsinn á lionuni lijekk Donna Sol,
primadonna við gáskaleikhús bæjar-
ins, og fór ylur um hana er hún
fann hve þykk vasabókin var, sem
hann hafði i jakkavasanum. Við
hinn borðsendann stóð borgarstjór-
inn í Victoria og veifaði whiskíglas-
inu; hann var að lialda ræðu fyrir
hinum ágæta gesti, hinum mikla
kaupsýslumanni og góða fjelaga
Senor Lava Motte, — hann lifi!
Meðan húrrahrópin gullu við kom
gamall maður inn og settist út í
horn. Hann setti ferðatöskuna sína
á stól hjá sjer. Bað um glas af ís-
vatni, bolla af kaffi og borðhnif.
— ísvatn, kaffi og borðhníf?
spurði þjónninn.
Það kom á daginn, að borðhnífinn
átti að nota til þess að skera upp úr
bók með.
— Sjáið þið gamla moðhausinn!
gargaði Donna Sol. Sá er góður!
— Er hann vitlaus, drafaði í Lava
Motte. — Situr liann ekki og drekk-
ur ropvatn í mínu samkvæmi. Heyrðu
afi gamli, konidu liingað og fáðu
þjer glas með okkur!
Maðurinn fór sjer hægt og skar
upp úr síðustu örkinni í bókinni. Svo
stóð hann upp og opnaði hurðina
fram í anddyrið. Nokkrir lögreglu-
menn i einkennisbúningi komu inn.
Maðurinn gekk þangað, sem Lava
Motte sat.
— Gvu—j lögreglan, sagði Donna
Sol og slepti takinu utan um liáls-
inn á Lava Motte. — Þú ert víst ekki
veikur, gullið mitt?
—• Mjer þykir leitt að verða að
trufla samsætið, sagði gamli maður-
inn við borgarstjórann. Svo sneri
hann sjer að Lava Motte:
— Leiknum er lokið, Becker! Yð-
ur er best að drekka út strax. Við
förum með næturlestinni til Santaigo.
— Þjer farið húsavilt, stamaði
Lava Motte. Viljið þjer skýra fyrir
þessum manni hver jeg er, herra
borgarstjóri.
—- Vitanlega! Þjer eruð Ciro Lava
Motte. Jeg hefi sjálfur áritað vega-
hrjefið og það er i besta lagi — það
er undirskrifað af ríkisritaranum
sjálfum.... Yður hlýtur að skjátlast!
— Afsakið þjer, herra borgarstjóri,
sagði annar lögreglumaðurinn, — jeg
hefi hjer skipun um að handtaka
Becker sendiráð, sem ferðast undir
nafninu Lava Motte. Viljið þjer gera
svo vel og líta á, borgarstjóri!
— Jeg botna ekkert í þessu, sagði
borgarstjórinn og riðaði eins og
vankakind. Jeg hefi vist drukkið of
mikið af whiski, tautaði hann. --
Becker! hann var myrtur! kallaði
hann svo. Hvernig dettur yður í liug
að koma liingað með umboð til að
handtaka hann?
— Það var ekki Becker sem var
myrtur, sagði gamli maðurinn. Það
var Tapia. Og það var Becker sem
myrti liann.
— Mikil endemis vitleysa er þetta!
hrópaði Lava Motte. Hann liafði nú
hrint Donna Sol frá sjer og riðaði
þó hann styddist við borðbrúnina,