Fálkinn - 11.01.1936, Blaðsíða 8
8
F Á L K 1 N N
VNCt/fV
U/eNbWtNIR
Ófriður ítala á hendur Abessiníu-
mönnum hefir haft í för með sjer,
að undanfarna mánuði hefir verið
meira talað um þetta fjarlæga land
en flest önnur. Áður munuð þið ekki
hafa meira en svo vitað, hvar þetta
var. Þið sem stærri eruð, hafið máske
sjeð það á kortinu og vitað að það
var í Afríku, en þið hin hafið kanske
ekki heyrt það nefnt fyr en i
haust. En þó að þið hafið nú lesið
um það i blöðunum, þá er jeg ekki
viss um, að þið gætuð svarað því
viðstöðulaust hvað það er stórt,
hvaða lönd liggi að þvi, o. s. frv.
Þessvegna ætla jeg í dag að segja
ykkur svolítið frá þessu landi.
Hjerna sjáið þið nú landkort, sem
sýnir hvar Abessinía liggur í Af-
ríku. Þið getið gert ykkur hugmynd
um stærðina, ef jeg segi ykkur að
iandið er stærra en Frakkland og
Þýskaland til samans. Eins og þið
sjáið liggja ekki aðeins ítalskar ný-
lendur að landinu heldur líka ensk-
og franskar, svo að það er eðlilegt,
að stórveldin vilji hafa gát hvert á
öðru.
í miðju landinu er höfuðborgin,
Addis Abeba, sem ekki er nema 40
ára gömul. Hefir hún um 100.000
ibúa, en alls eru landsmenn um 10
miljónir.
Keisarinn í Abessiniu ber lignar-
heitið negus negesti, en það þýðir
konungur konunganna og þjóðsagan
segir, að ætt hans sje komin frá
Menelik nokkrum, sem var sonur
Salomons konungs og drotningarinn-
ar af Saba. Þið hafið eflaust öll sjeð
mynd af núverandi keisara, Haile
Selassie, i Fálkanum. Hann er tal-
inn hágáfaður maður og i miklu
áliti og þykir duglegur stjórnandi.
Hefir hann ráðið til sín ýmsa Ev-
rópumenn til þess að hafa stjórn á
nýmælum þeim, sem liann vill koma
í framkvæmd. En hann á erfiða að-
stöðu til þess að efla menningu og
framfarir þjóðarinnar, meðal annars
vegna þess hve samgöngur eru erfið-
ar ,og stafar það af þvi live landið
er fjalllent. Eins og sjest á myndinni
er aðeins ein járnbraut í landinu,
austan frá hafi og til Addis Abeba,
en vegirnir eu bæðir fáir og vondir,
og árnar óskipgengar. Á keisarinn
því erfitt með að halda í hemilinn
á höfðingjum víðsvegar í rikinu, en
]>eir vilja fara sínu fram.
Hugsum okkur að við færum i
flugvjei yfir þvert landið og sæum
yfir það. Sjest þá, að að austan og
vestan rísa háir fjallgarðar og liggja
leiðirnar um þá um þröng skörð.
En inni í miðju landi eru víða skóg-
laus graslendi með djúpum gjám á
milli og eru gjárveggirnir viða svo
brattir að ekki er hægt að komast
þá nema í stigum eða vað. Hafa
gjár þessar oft reynst góð vörn í
hernaði.
Dýralífið er mjög fjölskrúðugt.
Þar eru ljón, leóparðar, fílar, flóð-
hestar, krókodílar, gíraffar, apar,
hýenur strútar og fjölmargar teg-
undir af eiturnöðrum.
Þó að mestur hluti landsins sje
fjöll og eyðimörk eru þó sumstaðar
frjósöm hjeruð, þar sem vaxa sít-
rónur, appelsínur, bananar og döðl-
ur, og einnig er ræktað í landinu
kaffi, bómull og gúmmítrje. Fólkið
býr í litlum leirkofum með stráþaki
og lifir á akuryrkju og kvikfjárrækt
en notar sama búskaparlag og gert
var fyrir 2000 árum. Það er mjög
nægjusamt og hefir ekkert framtak
til þess að notfæra sjer auðæfi þau,
sem jörðin felur í skauti sínu: gull,
silfur, járn og brennistein.
Skáti í Abessiníu.
Abessiníumenn hafa frá alda öðli
verið herskáir. Drengir læra vopna-
burð á barnsaldri. Og skátahreyf-
ingin hefir borist til landsins og er
mjög vinsæl hjá drengjunum í Abess
iníu.
En nú er alt i uppnámi i Abess-
iníu og herlúðurinn hefir kvatt þá til
vopna. Oft koma smádrengir með
feðrum sínum til vígstöðvanna og
bera vopn þeirra. Og það er ekki
að vita hver úrslit ófriðarins verða,
þvi að þó ítalir sjeu betur útbúnir
og mannfleiri þá eiga þeir við mikla
erfiðleika að stríða i Abessiníu, m.
u. þola þeir mjög illa loftslagið.
Ein myndin sýnir Abessiníudreng
með gasgrímu svo að Abessiníu-
menn hafa eignast eitthvað af slík-
um tækjum. Enda veitir ekki af því.
Feðgar á leið til vígstöðvanna.
Viðbúnir eiturgasitiu.
íialir hafa þegar varpað gassprengj-
um yfir bæina í Abessiníu og drepið
eitthvað af fólki á þann hátt.
Tóta frænka.
Fimmburarnir sem fæddust 28.
maí í hittifyrra vestur i Canada eru
allir við bestu heilsu og eru mest
umtöluðu ríkisborgarar i Canada.
Þetta eru eintómar stúlkur og
heita þær Emilie, Cecilie, Marie,
Annette og Yvonne. Þegar þær voru
tveggja mánaða voru þær svo líkar,
að móðir þeirra gat ekki þekl þær
sundur. — Fimmburafæðingar eru
afar sjaldgæfar, telst svo til, að af
57 miljón fæðingum, sje ekki nema
ein fimmburafæðing. Alls vita menn
um 33 fimmburafæðingar í heimin-
um, fyr og síðar og i engu af þeim
tilfellum lifðu börnin nema nokkrar
mínútur eftir fæðinguna. Það virt-
ust líka litlar líkur til, að canadisku
fimmburarnir mundu lifa lengi. Þeir
vógu til samans innan við tíu pund,
en þeir tórðu og nú komst alt í
uppnám. Blöðin skrifuðu dálk eftir
dálk um fimmburana sem fátæku
frönsku hjónin í Dionne í Ontario
höfðu eignast. Svo komu vísindin til
sögunnar og þótti nauðsyn á, að
ala börnin upp eftir öllum kúnstar-
innar reglum; til þess að sjá hvern-
ig þeim reiddi af og hvernig þau
„örtuðu sig“. Það var skotið sam-
an fje og bygður sjerstakur spítati
með niu herbergjum handa þeim.
Heilbrigðismálaráðherrann í Can-
ada var skipaður fjárhatdsmaður
þeirra. Hefir verið lagt bann við
þvi, að hægt væri að nota telpurnar
til sýninga í fjárplógsaugnamiði.
-----------------x----
í Los Angeles hefir kona ein hlot-
ið meistaranafnbót fyrir það hve
fiskin hún er. Jafnframt er þess
getið, að hún hafi gifst fimm
sinnum.
Uppdráttur af Abessiníu.
1