Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1936, Síða 3

Fálkinn - 28.03.1936, Síða 3
F Á L K I N N 3 Vðtryggingarstjóri i tuttugu og fimm ðr. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa í Osto: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter. Herbertsprent prentaði. Skraddaraþankar. Enginn neitar því lengur, að is- lensk þjóð geti ekki komist af án víðtækrar samvinnu við aðrar þjóðir, andlega og efnalega. Þó að saga vor sýni það, að þjóðinni vegnaði jafn- an verst þegar einangrunin var mest, þá var það samt oft á vakn- ingartimabili þjóðarinnar og eigi sist á þeim tima sem sjálfstæðisbaráttan var sem hörðust, að menn gerðust til að prjedika hreina innilokunar- stefnu. íslendingar áttu að vera sjálfum sjer nógir, áttu ekki að taka sjer aðrar þjóðir til fyrirmyndar um neitt, ekki lesa útlendar bækur, og útlendingar máttu helst ekki stíga fæti á ísland, til þess að spilla ekki þjóðinni. Þetta sýnir m. a. hvernig þjóðernistilfinningin getur hlaupið með menn i gönur. Þó að best sje að húa að sínu, ekki síst á vandræðatímum eins og nú eru, þá geta Islendingar ekki komist af án verslunarviðskifta við aðrar þjóðir. Ekki geta þeir torgað öllu sinu keti og öllum sínum fiski og ekki geta þeir notfært sjer alla sína ull, þó þeir hefðu tök á að vinna hana, eða þamhað alla lýsis- framleiðsluna. Og ekki geta þeir framleitt korn handa sjer til að lifa af, úr þvi að þeim hefir ekki tek- ist ennþá að framleiða kartöflur til eigin þarfa. Því síður geta þeir reist yfir sig hibýli, þvi að til þess þarf timbur, járn, steinlím og gler, auk margs annars. Að tala um að íslend- ingar geti verið sjálfum sjer nógir í framleiðslu er það sama og að segja, að íslendingar eigi að verða frumþjóð á ný. En það liefir aldrei tekist að koma neinni siðmenntri þójð aftur á hak á frumstigið. Þjóðir sem hafa lokast inni, þannig að þær urðu að fara að lifa frumþjóðalífi hafa dáið út, og nægir þar að benda á nærtækt dæmi: eyðing íslendinga í Grænlandi. Til þess að verslunarhættir lands- ins verði hagstæðir og þjóðin geti lifað, þýðir ekkert að benda á það sem úrræði, að hún eigi að breyta lífsvenjum sínum í það horf, sem var fyrir 50 eða hundrað árum. þjóðin getur það ekki og gerir það ekki. Þó að klukka sje sett aftur, þá breytir það í engu sjálfri rás tímans. Sólin stendur ekki kyr, eins og á dögum Jósúa! Til ]Tess að fljóta en ekki sökkva í heims-samkepninni þarf þjóðin þvert á móti, að fylgjast með þvi sem lengst er komið, en ekki skemst. Iiún þarf að afla sjer kunnáttu og framkvæmdaþreks til þess að hún verði ekki troðin undir í samkepn- inni. Læra meira. Á miðvikudaginn kemur á Carl Finsen forstjóri 25 ára afmæli í starfsgrein, sem enginn íslendingur hefir liaft að aðalstarfi svo lengi a undan honum. Hinn 1. apríl 1911 rjeðst hann starfsmaður „Samábyrgð- ar íslands á fiskiskipum“ og sama dag hjá vátryggingarfirmanu „Trolle og Rothe“ í lieykjavík. Þau 25 ár sem liðin eru síðan hefir hann starf- að óslitið hjá þessum tveimur fyrir- tækjum og er nú forstjóri þeirra beggja. Fram að ársbyrjun 1910 hafði engin innlend vátryggingarstarfsemi verið rekin hjer á landi og umboðsmenn erlendra vátrggingafjelaga fyrir Is- land ráku þau störf í hjáverkum með .ýmsum aðalstörfum — voru flestir kaupmenn eða embættismenn. En skömmu eftir áramót 1910 tók Sam- ábgrgðin, sem svo er kölluð að jafnaði, til starfa samkvæmt lögum frá Alþingi. Ábyrgist ríkissjóður halla hennar, alt að 800.000 krónum, en aðaláhættuna tók sænska vátryggingar fjelagið Hansa með endurtrygginguog síðan þýskt fjelag i Mannheim, þang- að til á stríðsárunum að danska fje- lngið Skandinavia fór að endur- tryggja fyrir Samábyrgðina og hefir gert það síðan og jafnan sýnt henm hina mestu lipurð og sanngirni í öll- um viðskiflum, enda hefir Samá- byrgðin ekki breytt um endurtryggj- auda síðan. Um sama leyti lióf vátryggingar- fjelagið Trolle og Rothe starfsemi sína lijer á landi. Þótti það nýmæli þá að stofnað skyldi sjálfstætt fjelag til þess að gegna umboðsmensku í vátryggingum lijer á landi. Stofnend- ur þess og einkaeigendur framan af voru dönsku kapteinarnir Carl Trolle og Rudolf Rothe. Þessi fyrirtæki voru bæði rúmlega ársgömul, þegar Carl Finsen rjeðst lil þeirra 1. apríl 1911. Hafði liann þá verið fulltrúi lijá Brydesverslun við lágum launum. Þegar hann fór fram á kauphækkun var eigandjnn daufur í dálkinn — þangað til hann komst að þvi, að Finsen hafði ráðið sig annarsstaðar og sagði upp — þá stóð ekki á að gera yfirboð. En Fin- sen svaraði því til, að hann kynni ekki við að hafa uppboð á sjer. Og mun hann aldrei hafa iðrast þess síðan, að hann gerði ekki kost á þvi , uppboði". Samábyrgðin hefir frá öndverðu haft það aðalverkefni að vátryggja íslensk fiskiskip. Mun hún liafa ver- ið stofnuð fyrir þá sök aðallega, að erfiðlega gekk að fá vátryggingu á slíkum skipum — þilskipunum og síðar vjelbátunum — hjá erlendun vótryggingafjelögum fyrir viðunan- leg kjör. Það reyndi þvi eigi lítið á þá menn, sem stjórna skyldu þessu fyrirtæki, að þeim tækist giftusam- lejga í starfinú, en það voru þeir Jón Gunnarsson sem skipaður var sam- ábyrgðarstjóri í upphafi og gegndi því starfi þangað til 1. mars i fyrra og Carl Finsen, sem eins og áður er sagt hefir verið starfsmaður Samá- byrgðarinnar í 25 ár og framkvæmd- arstjóri hennar siðan Jón ljet af em- bættinu. Eru þeir, sem starfi þessar- ar stofnunar eru kunnugastir, ó einu máli um það, að hin vandasama stjórn Samábyrgðarinnar hafi farið þeim báðum svo vel úr hendi, sem frekast gat, enda varð Samábyrgðin fljótt vinsælt fyrirtæki og hefir tví- mælalaust sparað sjávarútveginum stórfje. Til dæmis um það, að Sam- ábyrgðin hafi haft umsvifamikil störf með höndum mó benda á, að hún mun á þessum aldarfjórðungi hafa liaft 1200—1300 sjótjón með höndum. Milli 200 og 300 skip íslenska fiski- flotans eru vátrygð hjá henni nú og af öðrum skipum sem þar hafa verið vátrygð má nefna varðskipin Óðinn og Þór. — Gamli Þór, sein líka varvá- trygður hjá Samábyrgðinni strandaði á Húnaflóa hjer á árunum og mun það strand vera einna mesti „skellur- inn“ sem Samábyrgðin hefir fengið um dagana. — En eins og áður er sagt er starf Carls Finsen fyrir Samábyrgðina ekki nema annar þátturinn í starfi hans á liðnum aldarfjórðungi. Hann hefir á þessu tímabili verið aðalstarfsmaður- inn í firmanu Trolle & Rothe, þó að eigi væri hann framkvæmdarstjón fjelagsins fyrstu ótta árin. En árið 1919 var fjelagið gert að hlutafjelagi með Finsen sem forstjóra og gerðist hann jafnframt meðeigandi þess. Eft- ir fráfall hinna upprunalegu stofn- enda keyptu þeir Finsen og Vigl'iis Vigfússon framkvæmdarstjóri Hafn- ardeildarinnar eign þeirra i firmanu og eru aðalhluthafar þess siðaii. Trolle & Rothe hófu starfsemi sína hjer með sjóvátryggingum, sem ávalt liafa verið stærsta grein firmans — bæði skip og vörur. Síðan liafa bæst við brunatryggingar, bifreiðatrygging- ar og — óbeinlínis — líftryggingar. Hefir starfsemi fjelagsins farið sí- vaxandi ár frá ári og vinsældir þess aukist og mun það engum meira að þakka en lipurð og víðsýni forstjór- ans og þekkingu hans og reynslu á öllu því sem að vátryggingarmálum lílur. Hefir fjelagið og verið svo lieppið, að starfa fyrir ágæt fjelög erlendis, en þetta má aftur þakka gætni þeirra, sem farið hafa með um- boð þeirra hjer á landi. „Fálkinn" hefir hitt Carl Finsen að máli og beindist þá talið að starfi hans á víð og dreif og ýmsu spaugi- legu sem á dagana hefir drifið und- anfarinn aldarfjórðung i sambandi við vátryggingar. — Áhættumestu árin voru vitan- lega ófriðarárin. Þó var ekkert gam- an að lifa, því að vátryggingarsiarf- semin var talsvert i líkingu við happ- drætti. Iðgjöldin há og veltan mikil, en altaf mátti búast við stórum áföll- um og þau ljetu sig ekki heldur vanta. En þetta fór nú alt saman stórslysalaust, segir Finsen. — Og þjer urðuð hvorki svefnlaus nje lijartveikur? —Ónei. Hafi jeg orðið svefnlaus stundum, þá kvað þó ekki svo mikið að því, að jeg yrði lijartveikur. En það reyndi samt talsvert á taugarnar þau árin. —- Eru sjóvátryggingar gróðavegur? — Nei. Það iná þvert á móti segja, að þær gefi tap. Það er reynsla vá- tryggingarfjelaganna. Til þess að ná jafnvægi þyrfti í rauninni að hækki iðgjöldin talsvert. En það er lika slæmt, fyrir þá, sem eiga að borga. Og Finsen tekur u^n skýrslur um Ekkjufrú Susie Briem, Laufás- veg 6, verður 75 ára í dag. Frú Kristín Arnoddsdóttir, Bar- onsstíg 65, verður 75 ára 30.þ.m. Frú Elín Jónatansdóttir, Vonar- stræti 8, verður 70 ára 2. april. afkomu ýmsra sjóvátryggingafjelaga undanfarin ár og þær tala sínu máli. — Og svo skal jeg að lokum segja yður ofurlitla sögu af því, hve fólk heldur að vátryggingarnar sjeu við- tækar, segir hann. — Það kom fyrir eigi alls fyrir löngu, að bifreið ók inn í búðarglugga um nótt og skemdi og skeit út talsvert af silki o. fl. sem i glugganum var. Við borguðum skemdirnar. En svo fengum við aðra kröfu. Þrír menn, sem vaknað höfðu við hávaðann af rúðubrotinu komu, og kröfðust borgunar ó 15 krónum hver, fyrir að billinu hafði vakið þá. En það gæti orðið alvarlegt fyrir vátryggingafjelögin að eiga að horga hverjum þeim skaðabætur, sem vakna vegna hávaða í bilum á nóttinni!

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.