Fálkinn - 02.05.1936, Blaðsíða 1
I6siðnr40anra
Reykvískir Skátar.
Að þessu sinni birtist hjer mynd af fríðum hópi reykvískra skátapilta og stúlkna, er gengu fyrsta sumardag fylktu liði um
götur bæjarins, undir trumbuslætii og blaktandi fánum. Þegar þau komu að hinu fagra Þjóðleikhúsi fengu þau Ijósmynd-
ara til þess að taka mynd af öllum hópnum. Skátahreyfingin vex hröðum skrefum hjer á landi. Nú eru i. d. skátafjel.
í 10 kaupstöðum landsins auk Reykjavíkur, en þar eru 3 skátafjelög: Skátajjel. Væringjar, sem er elsta og siærsta skátafjel.
á landinu, Skátafjel. Ernir, stofnað 1924 og Kvenskátafjelag Reykjavíkur, sem verður 15 ára næsta snmar. — Eins og
kunnugt er iðka allir skátar úlilegur og alskonar kenslu um ferðalög, hjálp í viðlögum o. fl. Einnig er hjálparstarfsemi
þeirra margþætt og merkileg. T. d. munu margir lesendur „Eálkans“ minnast þess að i einni af greinum Dr. Gunnl.
Claessens í vetur var sagt frá því að eldri skátarnir gefa af blóði sinu til sjúklinga á Landspítalanum og Hvítabandinu,
sem sjúkdóma sinna vegna, þurfa á slikri hjálp að halda. í greininni lýsir doktorinn því meðal annars hvernig sá blóð-
flutningur [er fram. — Myndina tók Vignir.