Fálkinn - 02.05.1936, Blaðsíða 11
F Á L K I N N
11
VNGSVU
U/SNMMtHlft
Harlðflibsrssa.
Ef þú vilt eignast kartöflubyssu
sem þú getur skolið með eins og
þú vilt, án þess að skemma, brjóta
eða meiða, þá skaltu líta á það, sem
hjerna stendur:
Þú færð þjer stóra fjöð'ur og skerð
af henni stöngulinn og einnig stöng-
ulbroddinn, svo að götin á stönglin-
um verði sem næst jafn stór báðum
♦ megin. Til þess að forðast að stöng-
ullinn rifni í endana þegar þú skerð
af honum er þjer best að stinga á-
valri spítu, mátulega gildri inn í
stöngulinn áður en þú skerð hann.
Svo tálgarðu þjer sívala spýtu, um
það bil helmingi lengri en fjaðrar-
stöngulinn og gerir hana svo granna
i annan endann, að hún geti gengið
iiðugt fram og aftur í stönglinum.
Á mjói hlutinn af spítunni að vera
tæpum sentimetra styttri en stöng-
ullinn. Nú skerðu hráa kartöflu i
liálfs sentimetra þykkar sneiðar og
þrýstir gildari endanum á fjaðra-
stafnum gegnum sneiðina, ýtir siðan
kartöflubitanum fram i mjórri end-
ann með spítunni og þrýstir breiðari
pípuendanum aftur gegnum sneiðina.
Nú eru bitar í báðum endum á
stönglinum og byssan er tilbúin að
hleypa af.
Ef þú nú ýtir snögl á bitann i
breiðari endanum með spítunni rið-
ur skotið af með hvelli, því að
samanþjappaða loftið í stönglinum
þrýstir kartöflubitanum framúr. Og
nú er aftari bitinn kominn fram í
byssuna, svo að ekki þarf að setja
nema eitt skot í hana næst.
Ef fjaðrastöngullinn er 7—8 senti-
metrar á lengd geturðu skotið langt
> með byssunni og hitt vel.
Kertið á floti.
Þetta er mjög skemtilegur leikur.
Þú leggur kerti ofan i skál með
vatni og vitanlega flýtur það ofaná.
Nú á að reyna að ná þessu kerli
upp úr skálinni með munninum, og
það er nærri því þess vert að heita
verðlaunum fyrir að gera það, því að
það er mjög erfitt. En áhorfendurnir
skemta sjer vel, því að það er gam-
an að sjá andlitið á þeim sem reynir,
í hvert sinni sem hann kemur upp
úr vatninu aftur án þess að hafa
náð í kertið.
Munið að skifta um vatn í skálinni
i hvert skifti sem nýr maður gerir
tilraunina.
Örvsoisvegyur lir selgarni.
Éinu sinui sá jeg einkennilegt
bragð. Það gekk út á að mölva með
slaf glerkrús, sem stóð bak við dýra-
tjald, er gert var úr eintómum laus-
um snúrum. En þetta reyndisl ó-
mögulegt. Þú getur reynt það sjálf-
ur. Gerðu þjer svona „tjald“ úr
spottum eða seglgarni — festu spott-
ana i annan endann um kústskaft
eða stöng, sem þú festir yfir dyr-
unum.
Mamma þín er ef til vill hrædd
um að láta þig gera tilrauniua á
blómsturskáhmum sinum, en fáðu
þjer gamlan og óvandaðan leirpott
— hann má gjarnan vera brotinn.
Og fáðu svo kunningjunum staf
og láttu þá reyna sig. Þeir mega
slá eins fast og þeir vilja, en þeir
verða að slá þversum á þræðina. Jeg
hugsa að þeir verði forviða. Reyndu
svo á eftir að lilaupa gegnum þráða-
tjaldið og þú munt sanna að það
er ekki hlaupið að því.
----x----
Hjerna kemur svo lítil reiknings-
þraut eða gáfnapróf. Herdeild er að
ráðast á vígi sem liggur í tuttugu
kílómetra fjarlægð. Og á hverjum
degi tekst herdeildinni að færast
fjórum kílómetrum nær, en á nótt-
ir.ni verður liún að hörfa þrjá kiló-
metra til baka. Hve marga daga er
hún að ná víginu?
Svar: Flestir munu svara 20 daga,
en það er ekki rjett. Hún er aðeins
10 daga, því að sextánda daginn
hörfar hún ekki aftur á bak.
Söngvarinn Fjodor Sjaljapin er ný-
lega kominn til Tokio og var fagn-
að mjög er liann kom í borgina. Á
hann að syngja þar i ýmsum hlut-
verkum. En nú er eftir að vita,
bvort honum seniur betur við jap-
önsku leikendurna en við söngvar-
ana á kgl. leikhúsinu í Kaupmanna-
höfn í vetur. Hann sagði að þeir
kynnu ekki að syngja og móðgaði þá
svo eftirminnilega, að þeir neituðu
að syngja með honum. Annað liljóð
fengu Danir ekki að heyra i honuru
— og það var ekki fágúrt.
Samsetningaþraatln
„Kombl“.
Hjerna er lausn á síðustu þraut-
ínni: Umferðarlögregluþjónninn.
Og hjerna kemur ný þraut, sem
heitir „Tjaldaða rúmið“. Lausn á
henni kemur i næstu viku.
Tóta frænka.
að fjelagsblað þýskra kolakaup-
manna segir frá því, að það sje mjög
að ganga úr móð, að nota Hitlers-
kveðjuna og þykir blaðinu það mesti
ósómi. Brýnir blaðið fyrir lesendum
sinum, að það sje „heiðursskylda“
hvers kolamanns að nota eingöngu
Hitlerskveðjuna.
að siðustu þrjá mánuði ársins 1935
fiuttu Norðmenn út 126.000 tófuskin.i.
Er áætlað meðalverð á þeim 140
krónur, og nemur þessi útflutning-
ur því YfV-i miljón króna.
að þær fimm konur, sem eiga sæti
á ríkisþingi Svía, hafa allar undir-
skrifað áskorun um, að Carl prins
verði veitt friðarverðlaun Nobels fyr-
ir yfirstandandi ár.
að nýjasti „Fjandmaður Ameriku
nr. 1“ heitir Alvin Korpos og hefir
bæði morð, barnarán og fjárþving-
un á samviskunni. Er lögreglan að
ieita að honum um land alt og eru
myndir sýndar af honum, ekki að
eins i blöðunum heldur einnig i
kvikmyndahúsunum, svo að fólk eigi
hægri með að hafa hendur í bári
hans.
að í læknisfræðisbók frá 18. öld,
er sagt frá slúlku, sem hafði gleypt
73 saumnálar, 3 títuprjóna og eina
hárnál. Frásögnin er eftir lækni,
sem stundaði stúlkuna, svo að hún
hlýtur að vera sönn.
að minsta blað í heimi heitir „The
Anti Top Hat“. Maður sem hataði
pípuhatta gerði þá ráðstöfun i arf-
leiðsluskrá sinni, að dálitlum hlut-i
af eignum hans skyldi varið til þess
að gefa út blað, sem ynni á móti
notkun pípuhatta. Þetta blað hefir
verið gefið út sí^San, en aðeins í
þremur eintökum.
að grænlenska stúlkan Malo, sem
Ijek aðalhlutverkið í kvikmyndinni
„Brúðkaup Palos“ er Knud Rasmus-
sen tók i Grænlandi fyrir tveimur
árum, dó í vetur úr inflúensu. Hún
var gift grænlenskum kennara og
var fríð sinum og ágætur leikari.
að meðan á verkfalli stóð árið
1884 hjeldu námaverkamenn stein-
olíu ofan i kolanámu og kveiktu i.
Síðan hefir ekki tekist að slökkva
í námunni, en eldurinn hefir logað
þarna í yfir 50 ár og er talið að
hann hafi eyðilagt kol fyrir fjórar
miljónir króna.
að í Vancouver í Britisb Columbia
er kona, sem hefir geispað látlaust
í 85 sólarhringa. Geispar liún að
meðaltali þrjátíu geispa á mínútu
og læknarnir vita ekkert hvað þeir
eiga til bragðs að taka að lækna
hana. Geisparnir byrjuðu eftir ákaft
Iiláturkast, sem hún fjekk eftir
fyndni, sem maðnrinn hennar sagði
henni. Það getur verið varlegt, að
vera of skemtilegur við konuna sína.
að elsta blaðsölukona lieimsins er
sennilega í smábænum Bitterne við
Southampton. Hún heitir Martha
Goodwin. Varð hún 99 ára fyrir
skömmu, en stendur enn frá morgni
til kvölds á götunni og selur blöð-
in sín, alveg eins og hún liefir gert
siðastliðin 85 ár. Hún segist bráðum
munu fara að hætta blaðasölunni,
„því að þegar maður er kominn á
minn aldur, finst manni gott að geta
hvílt sig“.
að maður einn í Noregi, sem hat-
ar Mussolini en elskar Abessiniu-
menn eignaðist fyrir skömmu dóttur.
skýrði hann hana Etiopienne til heið-
urs vinum sínum i Afriku, en Abess-
inía heitir opinberu nafni Etiopia.
að maður nokkur, sem var að
draga lóð einhversstaðar norður
með Noregsströnd fann skelfisk, sem
hafði bitið sig á einn öngulinn. En
inni i skelinni fann hann perlu, sem
hann gat selt fyrir 1200 krónur,
svo að skelin borgaði vel fyrir sig.
að í ár eru liðin 200 ár síðan að
maðurinn, sem gerði fyrstu nothæfu
gufuvjelina, James Watt, fæddist í
þennan heim. Hann fæddist í sm’á-
þorpi í Skotlandi.
að hin vinsæla kvikmyndaleikkona
Tutta Berntsen, sem m. a. ljek í
„Við sem vinnum eldhússtörfin“ og
leikið hefir i Hollywood i vetur
losaði sig frá samningum sínum þar
til þess að geta komist til London
og gift sig. Maðurinn heitir Jack
Donahue og er leikstjóri. í sumar
ætlar Tutta að leika i kvikmyndum
í Svíþjóð.
að í Grænlandi eru, samkvæmt
síðustu hagskýrslum 15 hestar, 50
nautgripir, 5700 fjár, 69 geitur og
530 hænsni. íbúatalan þar var (1930)
16.630 manns; 7694 karlar og 8528
konur. Þar af hvítir 288 karlar og
129 konur.
að hreinn ágóði danska rikisins
af „Klasselotteríinu“ er rúmar þrjár
miljónir króna ó ári, en rúmar tvær
miljónir fara í kostnað. Iiappdrættið
selur seðla fyrir nál. 25,7 miljónir
en borgar út í vinninga 20% mil-
jón kr.