Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1936, Side 10

Fálkinn - 30.05.1936, Side 10
10 F Á L K I N N Nr. 386. Adamson iðkar sjóböð. Copyrigiit P. I. B. Box 6 Copenhagen S k r í 11 u r. — Já, lögregluþjónn góður. Mjer fanst jeg verða að dubba svolítið upp a Ijóskerið, úr }>ví að það stendur beint fyrir utan húsið mitt. Sjúklingurinn: — En hvað þjer nuddið vel — hvar hafið þjer lœrt. Nuddarnn: — Jeg er útlœrður baJ<ari. — Jeg held að það verði gott veð- ur á morgun, kerli mín. Flugvjel- arnar fljúga svo hátt. Lukkan er óútreiknanleg. í verkbanninu mikla í Danmörku um daginn var orðinn tilfinnanleg- ur skortur á eldspítum. ÞaS var al- gengt aS sjá fleiri menn nota sömu eldspítuna til þess að kveikja i vindl- 'uim eða vindlingnum. — Hvernig tók forstjórinn tii- mœlunum um, að toka snemma á langardögum? — Húrral Þarna veiddi jeg aðra gedduna mína! — Þá aðra. í dag? — Nei, þá aðra síðan 1898. — Nú kemur að mjer að fá að sitja í garðinum. Um daginn ljest karl nokkur í SviþjóS. Allir hjeldu að hann væri blásnauður, en svo var þó ekki. Eftir dauða hans fundust 100.000 kr. í seðlum og gulli grafiS í jörðu undir kjallaragólfinu. Og í borðskúffu hans fanst bankabók með 60.000 króna innstæðu. Karlinn hafði ekki þorað að láta alla peningana sína í banka. Þú ræðnr hvort þú trúir þvi... MANNLEGUR PRJÓNAKODDI. Einkennileg skemtun er það, sem sveitafólkið í Böhmen iðkar og hefir samkepni í á liverju ári. Þar er kept um það hver geti stungið flestum tituprjónum á sig á ákveðnum tíma og er sigurvegaranum mikil virðing sýnd. Árið 1928 varð sigaunahöfð- inginn Bagro fremstur í samkepn- inni. Stakk hann 3200 títuprjónum í liandlegginn á sjer á 31 klukkustund. Þessu meti hefir enginn farið fram úr fyr eða siðar. í Kanton í Kína er háð samkepni um það, hver sje fljótastur að drepa flugur. Heimsmetið i því hefir Kín- verji sem heitir Ching hundafangari. Hann náði í 21.000 flugur á fjórum timum. ---o---- ABRAHAM VAIt EKKI GYÐINGUR. Abraham var fæddur í Ur í Kaldeu (Ur Kasdim) í Babyloníuríki og þessvegna Babyloníumaður. Abra- hain (upprunalega Abram) er al- gengt Babyloníunafn en alls ekki hebreskt. En þó efast mætti um, að Abra- ham væri Hebrei þá kennir öllum saman um það, að orðið Gyðingur hafi alls ekki verið til á dögum Abrahams (2300 árum f. Kr.). Það var ekki fyr en 18 öldum eftir dauða Abrahams að orðið Gyðingur kem- ur fram. Var það notað sem sam- heiti fyrir þegna konungsins í Júdeu, í sunnanverðu Landinu helga. Orðið Gyðingur (Jahudi) kemur fyrst fyr- ir í bibliunni í II. Konungabók XVI, 6, en hún mun skrifuð á C. öld f. Kr. og er fyrst notað um einstakling i Esterbók II, 5. Estersbók var ekki rituð fyr en á 1. öld e. Kr. — það er að segja um 2400 árum eftir að Abraham var uppi. ---o---- Ábóti i klaustri einu í Hanuman i Indlandi er þrjú ensk fet og 2 þuml- ungar á hæð. En hárið á honum er 7 fet og 10y2 þumlungur á lengd. ----------------o---- TAPAÐI MILJÓN DOLLURUM Á DAg í 130 DAGA SAMFLEYTT. Sennilega hefir enginn einstakur maður orðið fyrir jafn stórfeldu tapi og J. Odgen Armour, sem tapaði um 150.000.000 dollurum á tveimur árufn. Segist hann sjálfur hafa tapað miljón dollurum á dag i 130 daga samfleytt. „Jeg tapaði svo hratt, að jeg hjelt að slikt væri ekki mögulegt" sagði hann. Þegar liann var 38 ára erfði liann einna stærsta arfinn í Bandaríkjun- um og eitt mesta iðnaðarfyrirtæki heimsins, einmitt þegar það stóð upp á sitt besta. Faðir hans, sem lagði grundvöllinn að þessum auðæfum, var Philip Danforth Armour einn af stærstu og duglegustu iðjuhöldunum um miðbik Bandaríkjanna. Lagði hann grundvöllinn að auðlegðs sinni í lok borgarastyrjaldarinnar, en son- ur hans misti auðinn eftir lok lieims- styrjaldarinnar. Armour yngri stjórnaði fyrirtækinu í tuttugu ár, seldi allskonar nauð- synjavörur og auður hans fór sívax- andi. Á stríðsárunum seldi hann bandamönnum afar mikið af vörum og lánaði þeim fje. Árið 1919 var umsetning hans 1.038.000.000 dollarar og hreinn ágóði yfir 20 milj. doll. Tveimur árum seinna var umsetn- ingin ekki orðin nema 600.000.000 dollarar og Armour jós út fje til þess að halda fyrirtækinu gangandi. Við verðfallið í árslok 1922 tapaði hann 90.000.000 dollara og önnur töp bættust ofan á. J. Odgen Armour dó í London 16. ágúst 1927 og er fullyrt að áföll þau, sem verslun hans varð fyrir, liafi flýtt fyrir dauða hans.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.